Býður upp á gistingu í mongólsku tjaldi á einkaeyju í Þjórsá Birgir Örn Steinarsson skrifar 9. ágúst 2016 13:57 Friðsældin í Traustholtshólma er engu lík. Vísir Hafi einhvern dreymt um það að gista í mongólsku tjaldi í algjörri friðsæld á einkaeyju þarf viðkomandi ekki að fara lengra en á suðurlandið. Hákon Kjalar Hjördísarson og hundur hans Skuggi búa einir á eyjunni Traustholtshólma sem er rétt fyrir ofan mynni Þjórsár eða í 30 mínútna ökufæri frá Selfoss og bjóða þar ferðamönnum upp á ævintýrlega upplifun á einum friðsælasta stað landsins.Hákon Kjalar ræktar þær jurtir sjálfur sem hann notar í eldamennskuna.SjálfsþurftarbúskapurHákon fluttist yfir í eyjuna í maí og hefur í sumar tekið á móti ferðamönnum, boðið þeim að flýja amstur nútímatækni (það er nú samt símasamband) um stund og upplifa íslenska sveit einangraða frá lundabúðum eða ráfi annarra gesta. „Ég hafði verið með þessa hugmynd í nokkur ár,“ segir Hákon. „Mig langaði alltaf að skapa aðstæður þar sem ég gæti búið hér og byggt upp þennan stað og á sama tíma haft tekjur. Um jólin kemur vinkona mín til mín og bendir mér á að það sé verið að auglýsa eftir umsóknum fyrir styrki til uppbyggingarstarfs í túrismageiranum.“Hákon býður gestum að koma með sér að sækja lax í ánna með netum.VísirHákon fékk styrkinn og tók á móti fyrstu kúnnunum í júní. Hann sækir þá á bátnum sínum og býður þeim upp á útsýnisferð um eyjuna. Matreiðir svo fyrir þá nýveiddan lax beint úr ánni. Stundum má sjá í seli stinga höfðinu upp úr vatninu til þess að kasta kveðju á íbúana. Eyjan er 23 hektarar og það tekur því góðan klukkutíma að ganga hringinn „Söluvaran er upplifun við að koma út í þessa eyju, vera umkringdur af vatni sem gefur mikla orku, útsýnið er stórkostlegt, þú sérð allt suðurlandið, Eyjafjallajökul og hér er auðvitað engin bílaumferð. Ef þú vilt vera á Íslandi og fá að sjá landið án fólks þá er þetta staðurinn. Ég býð fólki að koma með mér og vitja í netin en það er þannig sem við bændurnir veiðum. Svo rækta ég hér kartöflur, næ í mitt eigið rafmagn með vindmyllu og sólarpanel.“Tjaldið er einangrað með ull og heldur hita vel. Það er svo innréttað bæði með arin og rúmum.VísirSkipti á tjaldinu og pallbílÞað er eitt hús á eynni en það er heimili Hákons og Skugga. Vilji fólk gista er því boðið að gista í mongólsku tjaldi, eða Yurt eins og það heitir á frummálinu, við arineld. Auglýsing fyrir tjaldið er til dæmis að finna á síðu airbnb.com.„Ég fékk þetta tjald upp í pallbíl sem ég átti sem var góður díll, að ég tel og búinn að eiga í nokkur ár. Tjaldið er einangrað með ull þannig að það heldur vel hita. Þarna inni set ég svo upp rúm, annað hvort eftir því hvort það séu pör eða fjölskyldur. Þegar ég er með fólk í mat get ég búið til mjög flotta arabíska stemningu inni í tjaldinu. Ég elda svo fyrir gesti yfir eldi í ekta mongólskum potti. Lax beint úr ánni sem er kryddaður með jurtum sem ég rækta hér. Ég sting til dæmis upp kartöflur fyrir hverja máltíð.“Gestir fá að kynnast hundinum Skugga sem var hér áður fastagestur Kaffibarsins þar sem má sjá mynd af honum upp á vegg.Sú starfsemi sem hefur verið í Traustholtshólma í sumar er aðeins upphafið af stærra verkefni sem Hákon er að þróa. Hann dreymir um að geta boðið upp á aðstöðu til þess að taka á móti listamönnum og skapandi einstaklingum fyrir starfsemi þeirra. „Hér er náttúrulega klikkaður vinnufriður og ég er núna að vinna að því að setja upp skemmu hérna til þess að hægt sé að vera með alls kyns starfsemi. Einnig eru hérna fornminjar og fornleifafræðingar hafa verið að skoða þær lítillega. Þetta virðast vera leifar af bæ sem var stofnaður í seinni landnámi Íslands og eru algjörlega ósnertar. Þannig að það er mjög mikill áhugi fyrir því að koma hingað einhvern tímann og grafa.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Hafi einhvern dreymt um það að gista í mongólsku tjaldi í algjörri friðsæld á einkaeyju þarf viðkomandi ekki að fara lengra en á suðurlandið. Hákon Kjalar Hjördísarson og hundur hans Skuggi búa einir á eyjunni Traustholtshólma sem er rétt fyrir ofan mynni Þjórsár eða í 30 mínútna ökufæri frá Selfoss og bjóða þar ferðamönnum upp á ævintýrlega upplifun á einum friðsælasta stað landsins.Hákon Kjalar ræktar þær jurtir sjálfur sem hann notar í eldamennskuna.SjálfsþurftarbúskapurHákon fluttist yfir í eyjuna í maí og hefur í sumar tekið á móti ferðamönnum, boðið þeim að flýja amstur nútímatækni (það er nú samt símasamband) um stund og upplifa íslenska sveit einangraða frá lundabúðum eða ráfi annarra gesta. „Ég hafði verið með þessa hugmynd í nokkur ár,“ segir Hákon. „Mig langaði alltaf að skapa aðstæður þar sem ég gæti búið hér og byggt upp þennan stað og á sama tíma haft tekjur. Um jólin kemur vinkona mín til mín og bendir mér á að það sé verið að auglýsa eftir umsóknum fyrir styrki til uppbyggingarstarfs í túrismageiranum.“Hákon býður gestum að koma með sér að sækja lax í ánna með netum.VísirHákon fékk styrkinn og tók á móti fyrstu kúnnunum í júní. Hann sækir þá á bátnum sínum og býður þeim upp á útsýnisferð um eyjuna. Matreiðir svo fyrir þá nýveiddan lax beint úr ánni. Stundum má sjá í seli stinga höfðinu upp úr vatninu til þess að kasta kveðju á íbúana. Eyjan er 23 hektarar og það tekur því góðan klukkutíma að ganga hringinn „Söluvaran er upplifun við að koma út í þessa eyju, vera umkringdur af vatni sem gefur mikla orku, útsýnið er stórkostlegt, þú sérð allt suðurlandið, Eyjafjallajökul og hér er auðvitað engin bílaumferð. Ef þú vilt vera á Íslandi og fá að sjá landið án fólks þá er þetta staðurinn. Ég býð fólki að koma með mér og vitja í netin en það er þannig sem við bændurnir veiðum. Svo rækta ég hér kartöflur, næ í mitt eigið rafmagn með vindmyllu og sólarpanel.“Tjaldið er einangrað með ull og heldur hita vel. Það er svo innréttað bæði með arin og rúmum.VísirSkipti á tjaldinu og pallbílÞað er eitt hús á eynni en það er heimili Hákons og Skugga. Vilji fólk gista er því boðið að gista í mongólsku tjaldi, eða Yurt eins og það heitir á frummálinu, við arineld. Auglýsing fyrir tjaldið er til dæmis að finna á síðu airbnb.com.„Ég fékk þetta tjald upp í pallbíl sem ég átti sem var góður díll, að ég tel og búinn að eiga í nokkur ár. Tjaldið er einangrað með ull þannig að það heldur vel hita. Þarna inni set ég svo upp rúm, annað hvort eftir því hvort það séu pör eða fjölskyldur. Þegar ég er með fólk í mat get ég búið til mjög flotta arabíska stemningu inni í tjaldinu. Ég elda svo fyrir gesti yfir eldi í ekta mongólskum potti. Lax beint úr ánni sem er kryddaður með jurtum sem ég rækta hér. Ég sting til dæmis upp kartöflur fyrir hverja máltíð.“Gestir fá að kynnast hundinum Skugga sem var hér áður fastagestur Kaffibarsins þar sem má sjá mynd af honum upp á vegg.Sú starfsemi sem hefur verið í Traustholtshólma í sumar er aðeins upphafið af stærra verkefni sem Hákon er að þróa. Hann dreymir um að geta boðið upp á aðstöðu til þess að taka á móti listamönnum og skapandi einstaklingum fyrir starfsemi þeirra. „Hér er náttúrulega klikkaður vinnufriður og ég er núna að vinna að því að setja upp skemmu hérna til þess að hægt sé að vera með alls kyns starfsemi. Einnig eru hérna fornminjar og fornleifafræðingar hafa verið að skoða þær lítillega. Þetta virðast vera leifar af bæ sem var stofnaður í seinni landnámi Íslands og eru algjörlega ósnertar. Þannig að það er mjög mikill áhugi fyrir því að koma hingað einhvern tímann og grafa.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira