Njóta þess að ferðast saman Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 6. ágúst 2016 07:00 Félagarnir njóta þess að ferðast saman og í dag ætla þeir að mæta í gleðigönguna. Vísir/Hanna Meginástæða þess að við erum á Íslandi er að upplifa Gleðigönguna. Frá því ég hætti að vinna hef ég lagt mikið upp úr því að ferðast, en við Richard ferðumst saman í tvo mánuði á ári. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands,“ segir Alan Fulwood, spurður út í heimsókn sína til Íslands. Richard og Alan eru báðir frá Ástralíu og spurðir að því hvernig það er að vera samkynhneigður í Ástralíu sega þeir að margt sé í góðum farvegi en draumurinn sé að lög um samvist samkynhneigðra verði samþykkt þar. Árið 2008 var veitt lagalega heimild hér á landi til að staðfesta samvist samkynhneigðra, en það mun vera eitt stærsta skrefið í réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi. „Það er frábært að koma hingað til Íslands. Samkynhneigðir einstaklingar eru mjög hamingjusamir hér, enda stendur ísland mjög framarlega hvað varðar réttindi samkynhneigðra. Minn stærsti draumur í dag er að Ástalía samþykki hjónabönd samkynhneigðra, ég bíð enn þá eftir því. Ég vil gjarnan giftast kærasta mínum í Ástralíu, og ef það gengur eftir verð ég giftur aftur eftir að hafa verið giftur konu í þrjátíu ár,“ segir Richard Densley léttur í bragði og bætir við að vonandi verði hann giftur honum næstu þrjátíu ár. Þeir félagar eiga sér mjög ólíka sögu hvað varðar það að koma út úr skápnum, en báðir segja þeir að það hafi þó verið frekar erfitt á þeim tíma og í dag sé fólk mun opnara hvað varðar samkynhneigð. „Ég áttaði mig fyrst á því að ég var hommi í kring um 45 ára aldur. Ég þekkti mikið af samkynhneigðu fólki og var mikið í kring um það. Þar leið mér vel. Það hefur lítið annað breyst, ég kem úr mjög litlu samfélagi þar sem fólk tók því vel og margir töluðu um að ég væri alltaf sami Richard og ég var,“ segir hann. „Ég hef aldrei verið giftur og aldrei eignast börn, ætli ég hafi ekki alltaf vitað að ég var samkynhneigður. Ég gerði aldrei neitt mikið úr því að ég væri hommi, þetta olli ekki neinum vandræðum í lífi mínu. Ég hef alltaf bara lifað mínu lífi og er lítið fyrir að vera í sviðsljósinu. Fjölskyldan mín veit að ég er samkynheiður en það kemur sjaldan í umræðurnar,“ segir Alan, en hann er nýorðinn áttræður og hefur fylgst með baráttu samkynhneigðra alla sína tíð og talar um að fólk sé mun opnara fyrir fjölbreytileika í dag. Sú birtingarmynd homma sem hefur þróast í gegnum tíðina birtist að mestu í sjónvarpi og þáttum þar sem hlutverk homma virðist oftar en ekki vera ýkt týpa og er stællegi og óskammfeilni samkynhneigði besti vinurinn til dæmis klassísk erkitýpa úr kvikmyndum og sjónvarpi sem enn nýtur mikilla vinsælda. „Það sem við sjáum í sjónvarpinu er ekki endilega raunveruleikinn. Samkynhneigðir einstaklingar eru auðvita bara venjulegt fólk, enda á það ekki að skipta neinu máli hvort þú ert hommi, lesbía eða ekki. Við erum virkilega spenntir að upplifa Gleðigönguna hér í Reykjavík í dag áður en við höldum áfram að ferðast,“ segja þeir félagar að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Sjá meira
Meginástæða þess að við erum á Íslandi er að upplifa Gleðigönguna. Frá því ég hætti að vinna hef ég lagt mikið upp úr því að ferðast, en við Richard ferðumst saman í tvo mánuði á ári. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands,“ segir Alan Fulwood, spurður út í heimsókn sína til Íslands. Richard og Alan eru báðir frá Ástralíu og spurðir að því hvernig það er að vera samkynhneigður í Ástralíu sega þeir að margt sé í góðum farvegi en draumurinn sé að lög um samvist samkynhneigðra verði samþykkt þar. Árið 2008 var veitt lagalega heimild hér á landi til að staðfesta samvist samkynhneigðra, en það mun vera eitt stærsta skrefið í réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi. „Það er frábært að koma hingað til Íslands. Samkynhneigðir einstaklingar eru mjög hamingjusamir hér, enda stendur ísland mjög framarlega hvað varðar réttindi samkynhneigðra. Minn stærsti draumur í dag er að Ástalía samþykki hjónabönd samkynhneigðra, ég bíð enn þá eftir því. Ég vil gjarnan giftast kærasta mínum í Ástralíu, og ef það gengur eftir verð ég giftur aftur eftir að hafa verið giftur konu í þrjátíu ár,“ segir Richard Densley léttur í bragði og bætir við að vonandi verði hann giftur honum næstu þrjátíu ár. Þeir félagar eiga sér mjög ólíka sögu hvað varðar það að koma út úr skápnum, en báðir segja þeir að það hafi þó verið frekar erfitt á þeim tíma og í dag sé fólk mun opnara hvað varðar samkynhneigð. „Ég áttaði mig fyrst á því að ég var hommi í kring um 45 ára aldur. Ég þekkti mikið af samkynhneigðu fólki og var mikið í kring um það. Þar leið mér vel. Það hefur lítið annað breyst, ég kem úr mjög litlu samfélagi þar sem fólk tók því vel og margir töluðu um að ég væri alltaf sami Richard og ég var,“ segir hann. „Ég hef aldrei verið giftur og aldrei eignast börn, ætli ég hafi ekki alltaf vitað að ég var samkynhneigður. Ég gerði aldrei neitt mikið úr því að ég væri hommi, þetta olli ekki neinum vandræðum í lífi mínu. Ég hef alltaf bara lifað mínu lífi og er lítið fyrir að vera í sviðsljósinu. Fjölskyldan mín veit að ég er samkynheiður en það kemur sjaldan í umræðurnar,“ segir Alan, en hann er nýorðinn áttræður og hefur fylgst með baráttu samkynhneigðra alla sína tíð og talar um að fólk sé mun opnara fyrir fjölbreytileika í dag. Sú birtingarmynd homma sem hefur þróast í gegnum tíðina birtist að mestu í sjónvarpi og þáttum þar sem hlutverk homma virðist oftar en ekki vera ýkt týpa og er stællegi og óskammfeilni samkynhneigði besti vinurinn til dæmis klassísk erkitýpa úr kvikmyndum og sjónvarpi sem enn nýtur mikilla vinsælda. „Það sem við sjáum í sjónvarpinu er ekki endilega raunveruleikinn. Samkynhneigðir einstaklingar eru auðvita bara venjulegt fólk, enda á það ekki að skipta neinu máli hvort þú ert hommi, lesbía eða ekki. Við erum virkilega spenntir að upplifa Gleðigönguna hér í Reykjavík í dag áður en við höldum áfram að ferðast,“ segja þeir félagar að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hinsegin Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Sjá meira