Fram undan er ein fjölmennasta ferðahelgi ársins norðan heiða. Lögreglan á Akureyri segir fjölmenni nú þegar vera á tjaldsvæðinu þar í bæ, von er á fjölda gesta á Handverkshátíðina í Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit og þá verður ein af fjölmennustu bæjarhátíðunum ársins, fiskidagurinn mikli, haldin á um helgina.
Og ekki skemmir spáin fyrir, í dag er búist við hægri breytilegri átt eða hafgolu, bjartviðri en gæti þó gert einhverjar skúrir síðdegis. Hiti 7 til 13 stig en heldur hlýrra á morgun.
Á fiskideginum mikla bjóða fiskverkendur og fleiri framtakssamir í byggðarlaginu, með hjálp góðra styrktaraðila, landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti á milli klukkan 11 og 17 á laugardeginum. Á föstudagskvöldinu bjóða íbúar byggðarlagsins gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum.
Á Handverkshátíðinni selja um 100 hönnuðir handverksfólk fatnað, keramik, snyrtivörur, textílvörur og skart sem oftar en ekki er unnið úr íslensku efni. Á útisvæðinu er hægt að bragða á og kaupa góðgæti frá Beint frá býli auk fjölda annarra aðila. Ýmsar uppákomur eru í boði alla dagana s.s. tískusýningar, markaður, sýning á gömlum traktorum og miðaldabúðir.
Það verður því nóg um að vera norðan heiða þessa helgi.
Spáir rjómablíðu á fjölmennustu ferðahelgi ársins norðan heiða
Birgir Olgeirsson skrifar
