Bannar fjölskyldu sinni að mæta á leikina sína á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2016 19:15 Sérgio Santos í leik með brasilíska blaklandsliðinu. Vísir/Getty Hinn fertugi Sérgio Dutra Santos á möguleika á því að vinna til verðlauna á sínum fjórðu Ólympíuleikum en hann vill alls ekki vita af fjölskyldumeðlimum sínum í stúkunni. „Ég vil ekki að fjölskylda mín komni til að horfa á leikina. Ég vil ekki þurfa að hafa áhyggjur af því hvort að það sé allt í lagi með þau. Ég vil vita móður minni og fjölskyldu minni á öruggum stað. Þetta er alls ekki tími né stund til að hafa áhyggjur af börnunum mínum,“ sagði Sérgio Dutra Santos í samtali við Ólympíufréttastofuna. Sérgio Dutra Santos vann gull í Aþenu 2004 og hefur síðan unnið silfur á síðustu tveimur leikum í Peking og í London. Hann var búinn að leggja landsliðsskónna á hilluna en ákvað að enda ferilinn á því að spila á heimavelli á Ólympíuleikum. „Ég vil einbeita mér algjörlega að því að vinna. Undir brasilísku skyrtunni þá er ég samt venjulegur maður. Minn draumur var að spila blak. Nú er minn draumur að hætta að spila og gera ekkert annað en að vera með mínu fólki og heima hjá mér,“ sagði Sérgio Dutra Santos. „Ég sakna fjölskyldunnar, barnanna og hestanna. Fjölskyldan er svo mikilvæg og nú ætla ég að einbeita mér að henni. Ég er búinn að missa af of miklu í gegnum tíðina." sagði Santos en fyrst fær blakið enn á ný hug hans allan. „Ég ætla mér að ná í fjórðu verðlaunin. Ég er ánægður að vera orðinn fertugur en að vera enn að spila á þessu stigi. Ég er með medalíurnar á áberandi stað heima þannig að ég sé þær á hverjum degi. Það er pláss fyrir eina medalíu í viðbót og ég vil að hún sé úr gulli og engu öðru,“ sagði Santos.Setningarathöfn Ólympíuleikanna í Ríó verða í beinni útsendingu á Vísi frá klukkan 23.00 í kvöld. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
Hinn fertugi Sérgio Dutra Santos á möguleika á því að vinna til verðlauna á sínum fjórðu Ólympíuleikum en hann vill alls ekki vita af fjölskyldumeðlimum sínum í stúkunni. „Ég vil ekki að fjölskylda mín komni til að horfa á leikina. Ég vil ekki þurfa að hafa áhyggjur af því hvort að það sé allt í lagi með þau. Ég vil vita móður minni og fjölskyldu minni á öruggum stað. Þetta er alls ekki tími né stund til að hafa áhyggjur af börnunum mínum,“ sagði Sérgio Dutra Santos í samtali við Ólympíufréttastofuna. Sérgio Dutra Santos vann gull í Aþenu 2004 og hefur síðan unnið silfur á síðustu tveimur leikum í Peking og í London. Hann var búinn að leggja landsliðsskónna á hilluna en ákvað að enda ferilinn á því að spila á heimavelli á Ólympíuleikum. „Ég vil einbeita mér algjörlega að því að vinna. Undir brasilísku skyrtunni þá er ég samt venjulegur maður. Minn draumur var að spila blak. Nú er minn draumur að hætta að spila og gera ekkert annað en að vera með mínu fólki og heima hjá mér,“ sagði Sérgio Dutra Santos. „Ég sakna fjölskyldunnar, barnanna og hestanna. Fjölskyldan er svo mikilvæg og nú ætla ég að einbeita mér að henni. Ég er búinn að missa af of miklu í gegnum tíðina." sagði Santos en fyrst fær blakið enn á ný hug hans allan. „Ég ætla mér að ná í fjórðu verðlaunin. Ég er ánægður að vera orðinn fertugur en að vera enn að spila á þessu stigi. Ég er með medalíurnar á áberandi stað heima þannig að ég sé þær á hverjum degi. Það er pláss fyrir eina medalíu í viðbót og ég vil að hún sé úr gulli og engu öðru,“ sagði Santos.Setningarathöfn Ólympíuleikanna í Ríó verða í beinni útsendingu á Vísi frá klukkan 23.00 í kvöld.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira