Íshokkídeild Bjarnarins hefur gengið frá samningi við varnarmanninn öfluga Ingþór Árnason frá Akureyri.
Á síðasta leiktímabili lék Ingþór við góðan orðstír með Motala AIF sem er í 2. deild í Svíþjóð.
Ingþór hefur verið einn af lykilleikmönnum íslenskra landsliða um árabil og átti góða innkomu í Ólympíuúrtakið og á HM í vetur með A-landsliðinu.
Ingþór kemur til með að styrkja varnarlínu Bjarnarins sem varð fyrir áfalli í vetur þegar Birkir Árnason, fyrirliði liðsins, sleit krossband. Ekki búst við að hann snúi aftur á völlinn á þessu ári.
Björninn styrkir sig
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í
Enski boltinn

Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum
Íslenski boltinn


Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið
Enski boltinn

