Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Guðni og Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar vísir/Eyþór Það er ansi merkilegt svona í sögu hátíðarinnar að Guðni Th. Jóhannesson forseti mun flytja hátíðarávarp á stóra sviðinu á Arnarhóli eftir Gleðigönguna. Þetta verður í fyrsta skipti sem forseti Íslands tengist hátíðinni okkar með nokkrum hætti,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga sem hefjast í dag. Gunnlaugur segir aðstandendur hátíðarinnar afar ánægða og stolta með aðkomu Guðna að hátíðinni en aðstandendur hennar biðu fram yfir kosningar til þess að sjá hvern þau ættu að setja sig í samband við. „Við leituðum til hans. Það hafði oft komið til tals og okkur fannst í ljósi þess að við höfum verið í góðu samstarfi við ráðherra, borgastjóra og svo framvegis að það vantaði að fá stimpilinn frá forsetaembættinu. Við ákváðum því að bíða með að festa ræðumann þar til eftir kosningar til þess að sjá við hvern við ættum að tala og hvort það myndi ekki takast núna með breytingum á Bessastöðum,“ segir Gunnlaugur og heldur áfram: „Við settum okkur í samband við Guðna strax daginn eftir kosningar og fengum ótrúlega jákvæð viðbrögð frá honum og mikinn vilja frá skrifstofu forseta til þess að vera í samstarfi með þetta. Þetta var því komið inn í dagbók forseta töluvert áður en hann tók við embættinu.“Gunnlaugur Bragi Björnsson segir aðstandendur Hinsegin daga ánægða og stolta með þátttöku forsetans í hátíðinni. Mynd/EyþórDagskrá hátíðarinnar er líkt og áður fjölbreytt og lífleg og segir Gunnlaugur undirbúning hátíðarinnar hafa gengið stórvel þó töluvert mikið sé um að vera svona síðustu daga fyrir hana. „Við erum svolítið búin að vera að grínast með það að við verðum sjálfsagt ekki kosin Starfsmenn mánaðarins í dagvinnunni okkar þennan síðasta mánuð fyrir hátíð. Það eru ansi mörg símtöl, tölvupóstar og skreppitúrar í hádeginu síðustu dagana fyrir hátíðina,“ segir hann glaður í bragði. Á dagskránni í ár eru um þrjátíu viðburðir og hefst hún líkt og áður sagði í dag og lýkur næstkomandi laugardag þegar sjálf Gleðigangan fer fram sem óumdeilanlega er hápunktur hátíðarhaldanna. Þemað í ár er saga hinsegin fólks. „Það er dálítið af viðburðum sem eru svolítið tengdir því. Til dæmis söguganga um miðborgina með áherslu á staði, hús og svæði sem tengjast sögunni okkar. Hún er, ótrúlegt en satt, töluvert löng og tengist ýmsum stöðum sem fólk gerir sér ekki grein fyrir að tengjast þessari sögu. Ég þekki söguna ekki almennilega sjálfur og hlakka til að fara í gönguna og heyra hvað borgin okkar hefur að geyma.“ Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vefsíðunni Hinsegindagar.is.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí. Hinsegin Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Það er ansi merkilegt svona í sögu hátíðarinnar að Guðni Th. Jóhannesson forseti mun flytja hátíðarávarp á stóra sviðinu á Arnarhóli eftir Gleðigönguna. Þetta verður í fyrsta skipti sem forseti Íslands tengist hátíðinni okkar með nokkrum hætti,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga sem hefjast í dag. Gunnlaugur segir aðstandendur hátíðarinnar afar ánægða og stolta með aðkomu Guðna að hátíðinni en aðstandendur hennar biðu fram yfir kosningar til þess að sjá hvern þau ættu að setja sig í samband við. „Við leituðum til hans. Það hafði oft komið til tals og okkur fannst í ljósi þess að við höfum verið í góðu samstarfi við ráðherra, borgastjóra og svo framvegis að það vantaði að fá stimpilinn frá forsetaembættinu. Við ákváðum því að bíða með að festa ræðumann þar til eftir kosningar til þess að sjá við hvern við ættum að tala og hvort það myndi ekki takast núna með breytingum á Bessastöðum,“ segir Gunnlaugur og heldur áfram: „Við settum okkur í samband við Guðna strax daginn eftir kosningar og fengum ótrúlega jákvæð viðbrögð frá honum og mikinn vilja frá skrifstofu forseta til þess að vera í samstarfi með þetta. Þetta var því komið inn í dagbók forseta töluvert áður en hann tók við embættinu.“Gunnlaugur Bragi Björnsson segir aðstandendur Hinsegin daga ánægða og stolta með þátttöku forsetans í hátíðinni. Mynd/EyþórDagskrá hátíðarinnar er líkt og áður fjölbreytt og lífleg og segir Gunnlaugur undirbúning hátíðarinnar hafa gengið stórvel þó töluvert mikið sé um að vera svona síðustu daga fyrir hana. „Við erum svolítið búin að vera að grínast með það að við verðum sjálfsagt ekki kosin Starfsmenn mánaðarins í dagvinnunni okkar þennan síðasta mánuð fyrir hátíð. Það eru ansi mörg símtöl, tölvupóstar og skreppitúrar í hádeginu síðustu dagana fyrir hátíðina,“ segir hann glaður í bragði. Á dagskránni í ár eru um þrjátíu viðburðir og hefst hún líkt og áður sagði í dag og lýkur næstkomandi laugardag þegar sjálf Gleðigangan fer fram sem óumdeilanlega er hápunktur hátíðarhaldanna. Þemað í ár er saga hinsegin fólks. „Það er dálítið af viðburðum sem eru svolítið tengdir því. Til dæmis söguganga um miðborgina með áherslu á staði, hús og svæði sem tengjast sögunni okkar. Hún er, ótrúlegt en satt, töluvert löng og tengist ýmsum stöðum sem fólk gerir sér ekki grein fyrir að tengjast þessari sögu. Ég þekki söguna ekki almennilega sjálfur og hlakka til að fara í gönguna og heyra hvað borgin okkar hefur að geyma.“ Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vefsíðunni Hinsegindagar.is.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí.
Hinsegin Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira