Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir að í dag verði svipað veður og var í gær, nokkuð hæg breytileg átt og skúrir víða, en úrkomulítið austast á landinu. Enn er loftið óstöðugt og því má búast við hellidembum á stöku stað, en erfitt er að spá fyrir um með nákvæmum hætti hvar það mun gerast. Hiti breytist einnig lítið nema þá helst að það kólni aðeins fyrir norðan.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og víða skúrir, einkum síðdegis. Hiti 10 til 16 stig að deginum.
Á sunnudag:
Vestan- og norðvestanátt, skýjað með norður- og vesturströndinni, en víða bjart annars staðar. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Á mánudag:
Útlit fyrir breytilega átt og skúri, einkum um landið norðanvert. Hiti breytist lítið.
