Tilkynnt um minnst tvö kynferðisbrot á Þjóðhátíð Jakob Bjarnar og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 1. ágúst 2016 15:49 Bæði tilfellin áttu sér stað í Herjólfsdal. Vísir/Óskar P. Friðriksson Minnst tvö kynferðisbrot hafa verið tilkynnt á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í öðru málanna var síðar gengið í skrokk á meintum geranda og hann fluttur úr Herjólfsdal á börum og sendur með sjúkraflugi á Landsspítalann. Þetta hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum og eru allmörg vitni að því. Þetta mun hafa verið á laugardagskvöldinu og átti atvikið sér stað í Dalnum. Í nótt var svo í það minnsta eitt tilvik sem var tilkynnt og kom það mál til kasta heilsugæslustöðvarinnar í Eyjum. Það mál mun einnig hafa komið upp í Herjólfsdal. Ómögulegt hefur reynst að fá þessi tilvik staðfest frá þar til bærum yfirvöldum vegna yfirlýstrar stefnu Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjórans í Vestmannaeyjum; en hún gaf út fyrir hátíðina að lögreglan í Vestmannaeyjum myndi ekki tjá sig um atvik af þessu tagi. Að auki tjáði neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisbrota sig ekki um það hvort brot hefði komið inn á þeirra borð frá Vestmannaeyjum. Stefna embættisins í ár er sú sama og í fyrra. Málið vakti upp mikil viðbrögð þá og gerði það einnig nú. Mikla athygli vakti þegar hópur tónlistarmanna tilkynnti að þeir myndu ekki koma fram á Þjóðhátíð í Eyjum í ár nema stefnubreyting yrði í þeim efnum, og að samræmd yrði upplýsingagjöf frá lögregluembættunum. Eftir fund með Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Eyjum sendu þeir frá sér yfirlýsingu þess efnis að þeir kæmu fram ef svo yrði. Áður hefur verið sagt frá því að minnst fjögur kynferðisbrot hafi átt sér stað um helgina, þar af þrjú í Reykjavík. Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum kemur fram að nóttin hafi verið róleg framan af en þegar tók að síga á síðari hluta hennar hafi þurft að sinna mörgum útköllum. Alls gistu fimm fangageymslur vegna ýmissa mála. Þrjár líkamsárásir voru kærðar í gær en þar af er ein alvarleg. Alls voru þrettán líkamsárásir kærðar á hátíðinni. Í einu tilviki var um að ræða heimilisofbeldi en tvær líkamsárásir töldust alvarlegar. Níu fíkniefnamál komu upp í gær í Eyjum samanborið við fimmtán í fyrrakvöld. Haldlögð efni í gær voru amfetamín, kókaín, kannabis og E-töflur. Um neysluskammta er að ræða. Lögreglan telur að fimmtánþúsund gestir hafi heimsótt hátíðina þegar mest var. Tengdar fréttir Tvö kynferðisbrot tilkynnt í Reykjavík og mennirnir í Eyjum látnir lausir Mennirnir tveir, sem handteknir voru í tengslum við stærsta fíkniefnamál í sögu Þjóðhátíðar, hafa verið látnir lausir. Engin svör fengust um kynferðisbrot á hátíðinni. 30. júlí 2016 23:08 Páley stendur föst á sinni afstöðu Fundaði með hljómsveitunum í gær og útskýrði afstöðu sína. Málið virðist vera stefna í pattstöðu. 22. júlí 2016 11:47 Hljómsveitirnar funda með Þjóðhátíðarnefnd Krafa sveitanna er að lögregluyfirvöld í Vestmannaeyjum temji sér þau vinnubrögð sem Landsspítalinn og Stígamót telji vera æskilegust. 22. júlí 2016 13:33 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 Tíu nauðganir tilkynntar síðustu tvær vikur Sex manns leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í síðustu viku og fjórir vikuna þar á undan. 27. júlí 2016 13:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Minnst tvö kynferðisbrot hafa verið tilkynnt á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í öðru málanna var síðar gengið í skrokk á meintum geranda og hann fluttur úr Herjólfsdal á börum og sendur með sjúkraflugi á Landsspítalann. Þetta hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum og eru allmörg vitni að því. Þetta mun hafa verið á laugardagskvöldinu og átti atvikið sér stað í Dalnum. Í nótt var svo í það minnsta eitt tilvik sem var tilkynnt og kom það mál til kasta heilsugæslustöðvarinnar í Eyjum. Það mál mun einnig hafa komið upp í Herjólfsdal. Ómögulegt hefur reynst að fá þessi tilvik staðfest frá þar til bærum yfirvöldum vegna yfirlýstrar stefnu Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjórans í Vestmannaeyjum; en hún gaf út fyrir hátíðina að lögreglan í Vestmannaeyjum myndi ekki tjá sig um atvik af þessu tagi. Að auki tjáði neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisbrota sig ekki um það hvort brot hefði komið inn á þeirra borð frá Vestmannaeyjum. Stefna embættisins í ár er sú sama og í fyrra. Málið vakti upp mikil viðbrögð þá og gerði það einnig nú. Mikla athygli vakti þegar hópur tónlistarmanna tilkynnti að þeir myndu ekki koma fram á Þjóðhátíð í Eyjum í ár nema stefnubreyting yrði í þeim efnum, og að samræmd yrði upplýsingagjöf frá lögregluembættunum. Eftir fund með Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Eyjum sendu þeir frá sér yfirlýsingu þess efnis að þeir kæmu fram ef svo yrði. Áður hefur verið sagt frá því að minnst fjögur kynferðisbrot hafi átt sér stað um helgina, þar af þrjú í Reykjavík. Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum kemur fram að nóttin hafi verið róleg framan af en þegar tók að síga á síðari hluta hennar hafi þurft að sinna mörgum útköllum. Alls gistu fimm fangageymslur vegna ýmissa mála. Þrjár líkamsárásir voru kærðar í gær en þar af er ein alvarleg. Alls voru þrettán líkamsárásir kærðar á hátíðinni. Í einu tilviki var um að ræða heimilisofbeldi en tvær líkamsárásir töldust alvarlegar. Níu fíkniefnamál komu upp í gær í Eyjum samanborið við fimmtán í fyrrakvöld. Haldlögð efni í gær voru amfetamín, kókaín, kannabis og E-töflur. Um neysluskammta er að ræða. Lögreglan telur að fimmtánþúsund gestir hafi heimsótt hátíðina þegar mest var.
Tengdar fréttir Tvö kynferðisbrot tilkynnt í Reykjavík og mennirnir í Eyjum látnir lausir Mennirnir tveir, sem handteknir voru í tengslum við stærsta fíkniefnamál í sögu Þjóðhátíðar, hafa verið látnir lausir. Engin svör fengust um kynferðisbrot á hátíðinni. 30. júlí 2016 23:08 Páley stendur föst á sinni afstöðu Fundaði með hljómsveitunum í gær og útskýrði afstöðu sína. Málið virðist vera stefna í pattstöðu. 22. júlí 2016 11:47 Hljómsveitirnar funda með Þjóðhátíðarnefnd Krafa sveitanna er að lögregluyfirvöld í Vestmannaeyjum temji sér þau vinnubrögð sem Landsspítalinn og Stígamót telji vera æskilegust. 22. júlí 2016 13:33 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 Tíu nauðganir tilkynntar síðustu tvær vikur Sex manns leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í síðustu viku og fjórir vikuna þar á undan. 27. júlí 2016 13:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Tvö kynferðisbrot tilkynnt í Reykjavík og mennirnir í Eyjum látnir lausir Mennirnir tveir, sem handteknir voru í tengslum við stærsta fíkniefnamál í sögu Þjóðhátíðar, hafa verið látnir lausir. Engin svör fengust um kynferðisbrot á hátíðinni. 30. júlí 2016 23:08
Páley stendur föst á sinni afstöðu Fundaði með hljómsveitunum í gær og útskýrði afstöðu sína. Málið virðist vera stefna í pattstöðu. 22. júlí 2016 11:47
Hljómsveitirnar funda með Þjóðhátíðarnefnd Krafa sveitanna er að lögregluyfirvöld í Vestmannaeyjum temji sér þau vinnubrögð sem Landsspítalinn og Stígamót telji vera æskilegust. 22. júlí 2016 13:33
Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48
Tíu nauðganir tilkynntar síðustu tvær vikur Sex manns leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í síðustu viku og fjórir vikuna þar á undan. 27. júlí 2016 13:00