Úr berjatínslu í björgunaraðgerðir: Björguðu pari og barni þeirra úr sjónum Kolbeinn Tumi Daðason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 19. ágúst 2016 14:41 Hjónin Bryndís Sævarsdóttir og Einar Þórarinn Magnússon úr Reykjanesbæ komu ferðamönnum, pari með tveggja ára barn, til bjargar á Barðaströnd á Vestfjörðum í gær. Vísir/Loftmyndir Hjónin Bryndís Sævarsdóttir og Einar Þórarinn Magnússon úr Reykjanesbæ komu ferðamönnum, pari með tveggja ára barn, til bjargar á Barðaströnd á Vestfjörðum í gær. Af frásögn Bryndísar u.m málið á Facebook má ráða að Einar hafi komið auga á hreyfingu í flæðarmálinu. Í ljós kom að bíll hafði farið í sjóinn og var kominn í kaf. Bryndís segir Einar hafa náð fólkinu úr sjónum en aðstæður hafi verið erfiðar, ekki síst sökum þess að símasamband var afar lélegt. Hjónin óku með parið og litla barnið á móti sjúkrabíl sem kom á móti þeim frá Búðardal. „Ótrúleg lukka að þau séu heil á húfi,“ segir Bryndís. Læknir á Búðardal staðfestir í samtali við Vísi að um erlenda ferðamenn hafi verið að ræða og þau hafi sloppið ótrúlega vel. Þau vörðu nóttinni á Búðardal og héldu ferðalagi sínu áfram í morgun eftir skoðun læknis. Í samtali við Mbl segir Einar að hann hafi tekið eftir manni í flæðarmálinu með lítið barn liggjandi ofan á sér. Stökk Einar út úr bílnum og í fjöruna til þess að aðstoða manninn. Konu mannsins tókst einnig að koma sér úr bílnum og aðstoðaði Einar hana síðustu metrana í land. Með hjálp vörubílstjóra sem stöðvað hafði bíl sinn við slysstað tekist að ná sambandi við Neyðarlínuna og var ákveðið að Einar og Bryndís myndu keyra parið og barn þeirra til móts við sjúkrabíl sem var á leiðinni frá Búðardal þar sem þau hlutu aðhlynningu. Bryndís og Einar, sem eru við berjatínslu á Vestfjörðum, eru utan þjónustusvæðis í augnablikinu en stefnan hafði verið að tína ber í dag, „en ekki fólk“ eins og Bryndís kemst að orði. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Hjónin Bryndís Sævarsdóttir og Einar Þórarinn Magnússon úr Reykjanesbæ komu ferðamönnum, pari með tveggja ára barn, til bjargar á Barðaströnd á Vestfjörðum í gær. Af frásögn Bryndísar u.m málið á Facebook má ráða að Einar hafi komið auga á hreyfingu í flæðarmálinu. Í ljós kom að bíll hafði farið í sjóinn og var kominn í kaf. Bryndís segir Einar hafa náð fólkinu úr sjónum en aðstæður hafi verið erfiðar, ekki síst sökum þess að símasamband var afar lélegt. Hjónin óku með parið og litla barnið á móti sjúkrabíl sem kom á móti þeim frá Búðardal. „Ótrúleg lukka að þau séu heil á húfi,“ segir Bryndís. Læknir á Búðardal staðfestir í samtali við Vísi að um erlenda ferðamenn hafi verið að ræða og þau hafi sloppið ótrúlega vel. Þau vörðu nóttinni á Búðardal og héldu ferðalagi sínu áfram í morgun eftir skoðun læknis. Í samtali við Mbl segir Einar að hann hafi tekið eftir manni í flæðarmálinu með lítið barn liggjandi ofan á sér. Stökk Einar út úr bílnum og í fjöruna til þess að aðstoða manninn. Konu mannsins tókst einnig að koma sér úr bílnum og aðstoðaði Einar hana síðustu metrana í land. Með hjálp vörubílstjóra sem stöðvað hafði bíl sinn við slysstað tekist að ná sambandi við Neyðarlínuna og var ákveðið að Einar og Bryndís myndu keyra parið og barn þeirra til móts við sjúkrabíl sem var á leiðinni frá Búðardal þar sem þau hlutu aðhlynningu. Bryndís og Einar, sem eru við berjatínslu á Vestfjörðum, eru utan þjónustusvæðis í augnablikinu en stefnan hafði verið að tína ber í dag, „en ekki fólk“ eins og Bryndís kemst að orði.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira