Drónar bannaðir við Dettifoss og víðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2016 15:15 Þjóðgarðsverðir hafa bannað dróna á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgars. Vísir/Vilhelm Þjóðgarðsverðir á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs hafa bannað notkun á drónum á svæðinu nema í sérstökum tilfellum. Drónar hafa á undanförnum árum verið vinsæl tól í myndatökum. Þjóðgarðsvörður segir að með banninu sé fyrst og fremst verið að hugsa um að vernda náttúruna. „Af tillitsemi við aðra gesti og dýralíf er noktun flygilda óheimil,“ segir á skiltum sem sett hafa verið upp á svæðinu af þjóðgarðsvörðum á vinsælustu ferðamannastöðunum, þar á meðal við Dettifoss, í Ásbyrgi og víða við Jökulsárgljúfur. Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin í sumar og ástæðan sé einföld, náttúruvernd.Þetta skilti er við Dettifoss.Mynd/Hörður Jónasson„Númer 1,2 og 3 er verið að vernda búsvæði fálkans, segir Guðmundur í samtali við Vísi en Jökulsárgljúfur eru mikilvægt búsvæði fálkans á Íslandi og mörg pör eiga þar óðul. Guðmundur segir að vitað sé að drónar geti haft neikvæð áhrif á varp förufálka erlendis og sterkar líkur séu á því að sama gildi um fálka hér á landi. „Náttúran vill stundum verða undir í umræðunni og við þurfum að passa upp á auðlindina. Það er nákvæmlega það sem við erum að gera með þessu,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að bannið snúi að öryggi ferðamanna og að þeir eigi til dæmis ekki á hættu að fá dróna í hausinn. Drónar verða æ vinsælli og má sjá þá víða. Eru þeir oftar en ekki nýttir til þess að ná myndum af náttúrunni sem ella væri erfitt að ná líkt og mörg dæmi sanna. „Þetta er alltaf að aukast og við erum að grípa í taumana áður en þetta verður vandamál,“ segir Guðmundur og bætir því að flestir séu þakklátir fyrir bannið en sumir drónar eru nokkuð háværir. Hafa þjóðgarðsverðir tekið á móti kvörtunum vegna ónæðis vegna notkunar á drónum. Bannið er þó ekki algilt því hægt er að fá undanþágu sé sýnt fram á að notkunin sé vegna rannsóknarstarfa eða hún hafi ekki áhrif á náttúruna. Hafa vísindamenn og kvikmyndatökufólk fengið leyfi til að nota dróna í Jökulsárgljúfrum og við Dettifoss með sérstökum skilyrðum. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er með dróna. Í myndbandinu má meðal annars sjá Dettifoss. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Drónar nýttir til margra verka Drónar njóta vaxandi vinsælda hér á landi, bæði meðal einstaklinga og fagaðila. 4. maí 2016 17:00 Ekki þörf á sérstökum drónalögum Innanríkisráðherra segir ekki þörf á sérstakri lagasetningu um notkun dróna. Þó verði að setja reglur sem taki til bæði friðhelgis- og öryggissjónarmiða. 5. október 2015 19:30 Villta vestur drónanna á enda Samgöngustofa skilar tillögum að reglugerð um notkun dróna á næstu dögum. Erlendur aðili vill nota íslenskt loftrými fyrir tilraunaflug með dróna. 2. maí 2015 18:15 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Þjóðgarðsverðir á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs hafa bannað notkun á drónum á svæðinu nema í sérstökum tilfellum. Drónar hafa á undanförnum árum verið vinsæl tól í myndatökum. Þjóðgarðsvörður segir að með banninu sé fyrst og fremst verið að hugsa um að vernda náttúruna. „Af tillitsemi við aðra gesti og dýralíf er noktun flygilda óheimil,“ segir á skiltum sem sett hafa verið upp á svæðinu af þjóðgarðsvörðum á vinsælustu ferðamannastöðunum, þar á meðal við Dettifoss, í Ásbyrgi og víða við Jökulsárgljúfur. Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin í sumar og ástæðan sé einföld, náttúruvernd.Þetta skilti er við Dettifoss.Mynd/Hörður Jónasson„Númer 1,2 og 3 er verið að vernda búsvæði fálkans, segir Guðmundur í samtali við Vísi en Jökulsárgljúfur eru mikilvægt búsvæði fálkans á Íslandi og mörg pör eiga þar óðul. Guðmundur segir að vitað sé að drónar geti haft neikvæð áhrif á varp förufálka erlendis og sterkar líkur séu á því að sama gildi um fálka hér á landi. „Náttúran vill stundum verða undir í umræðunni og við þurfum að passa upp á auðlindina. Það er nákvæmlega það sem við erum að gera með þessu,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að bannið snúi að öryggi ferðamanna og að þeir eigi til dæmis ekki á hættu að fá dróna í hausinn. Drónar verða æ vinsælli og má sjá þá víða. Eru þeir oftar en ekki nýttir til þess að ná myndum af náttúrunni sem ella væri erfitt að ná líkt og mörg dæmi sanna. „Þetta er alltaf að aukast og við erum að grípa í taumana áður en þetta verður vandamál,“ segir Guðmundur og bætir því að flestir séu þakklátir fyrir bannið en sumir drónar eru nokkuð háværir. Hafa þjóðgarðsverðir tekið á móti kvörtunum vegna ónæðis vegna notkunar á drónum. Bannið er þó ekki algilt því hægt er að fá undanþágu sé sýnt fram á að notkunin sé vegna rannsóknarstarfa eða hún hafi ekki áhrif á náttúruna. Hafa vísindamenn og kvikmyndatökufólk fengið leyfi til að nota dróna í Jökulsárgljúfrum og við Dettifoss með sérstökum skilyrðum. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er með dróna. Í myndbandinu má meðal annars sjá Dettifoss.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Drónar nýttir til margra verka Drónar njóta vaxandi vinsælda hér á landi, bæði meðal einstaklinga og fagaðila. 4. maí 2016 17:00 Ekki þörf á sérstökum drónalögum Innanríkisráðherra segir ekki þörf á sérstakri lagasetningu um notkun dróna. Þó verði að setja reglur sem taki til bæði friðhelgis- og öryggissjónarmiða. 5. október 2015 19:30 Villta vestur drónanna á enda Samgöngustofa skilar tillögum að reglugerð um notkun dróna á næstu dögum. Erlendur aðili vill nota íslenskt loftrými fyrir tilraunaflug með dróna. 2. maí 2015 18:15 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Drónar nýttir til margra verka Drónar njóta vaxandi vinsælda hér á landi, bæði meðal einstaklinga og fagaðila. 4. maí 2016 17:00
Ekki þörf á sérstökum drónalögum Innanríkisráðherra segir ekki þörf á sérstakri lagasetningu um notkun dróna. Þó verði að setja reglur sem taki til bæði friðhelgis- og öryggissjónarmiða. 5. október 2015 19:30
Villta vestur drónanna á enda Samgöngustofa skilar tillögum að reglugerð um notkun dróna á næstu dögum. Erlendur aðili vill nota íslenskt loftrými fyrir tilraunaflug með dróna. 2. maí 2015 18:15