Fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna: „Ég hef ekkert slæmt að segja um Steinar Berg“ Birta Svavarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 12:33 Danny Pollock, fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna, segist ekkert slæmt hafa að segja um samskipti sín við fyrrum útgefanda hljómsveitarinnar, Steinar Berg. Segir hann Steinar hafa hjálpað þeim með ýmislegt, þar með talið hafi hann lagt til fé til útgáfu hljómplatna sveitarinnar. Steinar Berg, útgefandi og fyrrum eigandi hljómplötuútgáfunnar Steina, hyggst höfða mál á hendur tónlistarmanninum Bubba Morthens fyrir ærumeiðandi ummæli sem sá síðarnefndi á að hafa látið falla í þáttunum Popp- og rokksaga Íslands. Hefur Steinar Berg farið fram á að ummæli Bubba verði dæmd dauð og ómerk og að brotið verði klippt út úr þáttunum. Vísir fjallaði um málið í gær. Sjá einnig:Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli Voru þættirnir á dagskrá RÚV á liðnum vetri, en þátturinn sem um ræðir var upphaflega sýndur 13. mars síðastliðinn. Í honum segir Bubbi um samskipti sín við Steinar „Útgefandinn. Hann mokgræddi á okkur, það er bara þannig. Við höfðum ekki tíkall upp úr þessu, skítapening.“ Í samtali við Vísi í gær sagðist Bubbi standa við ummæli sín. Sakar hann Steinar um að hafa nýtt sér bágt ástand sitt í upphafi ferilsins til að hafa af honum fé. Þá segir hann einnig að „Steinar Berg sé búinn að vera í málaferlum í mörg ár við einhverja aðila. Þetta eru hans ær og kýr.“ Í bréfi til Vísis segir Steinar þetta vera helber ósannindi. „Ég er seinþreyttur maður til vandræða. Hef aðeins tvisvar sinnum á ævinni verið viðriðinn málarekstur gagnvart öðrum aðila. Í bæði skiptin var dæmt mér í vil.“Sjá einnig:Bubbi svarar Steinari fullum hálsiDanny Pollock segist hafa þekkt Steinar Berg mjög vel.Stefán Karlsson„Já, ég þekkti hann mjög vel og hef ekkert slæmt um hann að segja,“ segir Danny Pollock, fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna, í samtali við Vísi. „Hann hjálpaði okkur mikið á sínum tíma og lagði til peninga fyrir bandið og svona.“ Hvað höfundarétt og launamál á þessum tíma varðar almennt þá segir Danny það hafa allt saman verið mjög loðið. „Bubbi var náttúrulega með sinn sólóferil svo hann var alltaf aðeins fyrir utan bandið hvað peninga varðar. Við vorum allir alveg á kúpunni, en hann fékk alltaf eitthvað í sinn vasa.“ „En ég hef ekkert slæmt að segja um Steinar Berg, hann var bara að reka sitt fyrirtæki á sínum tíma og gerði það eftir bestu getu.“ segir Danny að lokum. Tengdar fréttir Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli "Það er alveg með ólíkindum að RÚV standi fyrir persónulegri aðför að fólki eins og gert er hér, og neiti að hlusta á beiðnir um að ærumeiðandi ummæli séu klippt út.“ 17. ágúst 2016 11:16 Bubbi svarar Steinari fullum hálsi: „Þetta eru hans ær og kýr“ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir Steinar Berg hafa nýtt sér bágt ástand sitt til að hafa af honum fé. 17. ágúst 2016 16:30 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn sokkið áður í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Danny Pollock, fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna, segist ekkert slæmt hafa að segja um samskipti sín við fyrrum útgefanda hljómsveitarinnar, Steinar Berg. Segir hann Steinar hafa hjálpað þeim með ýmislegt, þar með talið hafi hann lagt til fé til útgáfu hljómplatna sveitarinnar. Steinar Berg, útgefandi og fyrrum eigandi hljómplötuútgáfunnar Steina, hyggst höfða mál á hendur tónlistarmanninum Bubba Morthens fyrir ærumeiðandi ummæli sem sá síðarnefndi á að hafa látið falla í þáttunum Popp- og rokksaga Íslands. Hefur Steinar Berg farið fram á að ummæli Bubba verði dæmd dauð og ómerk og að brotið verði klippt út úr þáttunum. Vísir fjallaði um málið í gær. Sjá einnig:Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli Voru þættirnir á dagskrá RÚV á liðnum vetri, en þátturinn sem um ræðir var upphaflega sýndur 13. mars síðastliðinn. Í honum segir Bubbi um samskipti sín við Steinar „Útgefandinn. Hann mokgræddi á okkur, það er bara þannig. Við höfðum ekki tíkall upp úr þessu, skítapening.“ Í samtali við Vísi í gær sagðist Bubbi standa við ummæli sín. Sakar hann Steinar um að hafa nýtt sér bágt ástand sitt í upphafi ferilsins til að hafa af honum fé. Þá segir hann einnig að „Steinar Berg sé búinn að vera í málaferlum í mörg ár við einhverja aðila. Þetta eru hans ær og kýr.“ Í bréfi til Vísis segir Steinar þetta vera helber ósannindi. „Ég er seinþreyttur maður til vandræða. Hef aðeins tvisvar sinnum á ævinni verið viðriðinn málarekstur gagnvart öðrum aðila. Í bæði skiptin var dæmt mér í vil.“Sjá einnig:Bubbi svarar Steinari fullum hálsiDanny Pollock segist hafa þekkt Steinar Berg mjög vel.Stefán Karlsson„Já, ég þekkti hann mjög vel og hef ekkert slæmt um hann að segja,“ segir Danny Pollock, fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna, í samtali við Vísi. „Hann hjálpaði okkur mikið á sínum tíma og lagði til peninga fyrir bandið og svona.“ Hvað höfundarétt og launamál á þessum tíma varðar almennt þá segir Danny það hafa allt saman verið mjög loðið. „Bubbi var náttúrulega með sinn sólóferil svo hann var alltaf aðeins fyrir utan bandið hvað peninga varðar. Við vorum allir alveg á kúpunni, en hann fékk alltaf eitthvað í sinn vasa.“ „En ég hef ekkert slæmt að segja um Steinar Berg, hann var bara að reka sitt fyrirtæki á sínum tíma og gerði það eftir bestu getu.“ segir Danny að lokum.
Tengdar fréttir Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli "Það er alveg með ólíkindum að RÚV standi fyrir persónulegri aðför að fólki eins og gert er hér, og neiti að hlusta á beiðnir um að ærumeiðandi ummæli séu klippt út.“ 17. ágúst 2016 11:16 Bubbi svarar Steinari fullum hálsi: „Þetta eru hans ær og kýr“ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir Steinar Berg hafa nýtt sér bágt ástand sitt til að hafa af honum fé. 17. ágúst 2016 16:30 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn sokkið áður í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli "Það er alveg með ólíkindum að RÚV standi fyrir persónulegri aðför að fólki eins og gert er hér, og neiti að hlusta á beiðnir um að ærumeiðandi ummæli séu klippt út.“ 17. ágúst 2016 11:16
Bubbi svarar Steinari fullum hálsi: „Þetta eru hans ær og kýr“ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir Steinar Berg hafa nýtt sér bágt ástand sitt til að hafa af honum fé. 17. ágúst 2016 16:30