Fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna: „Ég hef ekkert slæmt að segja um Steinar Berg“ Birta Svavarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 12:33 Danny Pollock, fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna, segist ekkert slæmt hafa að segja um samskipti sín við fyrrum útgefanda hljómsveitarinnar, Steinar Berg. Segir hann Steinar hafa hjálpað þeim með ýmislegt, þar með talið hafi hann lagt til fé til útgáfu hljómplatna sveitarinnar. Steinar Berg, útgefandi og fyrrum eigandi hljómplötuútgáfunnar Steina, hyggst höfða mál á hendur tónlistarmanninum Bubba Morthens fyrir ærumeiðandi ummæli sem sá síðarnefndi á að hafa látið falla í þáttunum Popp- og rokksaga Íslands. Hefur Steinar Berg farið fram á að ummæli Bubba verði dæmd dauð og ómerk og að brotið verði klippt út úr þáttunum. Vísir fjallaði um málið í gær. Sjá einnig:Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli Voru þættirnir á dagskrá RÚV á liðnum vetri, en þátturinn sem um ræðir var upphaflega sýndur 13. mars síðastliðinn. Í honum segir Bubbi um samskipti sín við Steinar „Útgefandinn. Hann mokgræddi á okkur, það er bara þannig. Við höfðum ekki tíkall upp úr þessu, skítapening.“ Í samtali við Vísi í gær sagðist Bubbi standa við ummæli sín. Sakar hann Steinar um að hafa nýtt sér bágt ástand sitt í upphafi ferilsins til að hafa af honum fé. Þá segir hann einnig að „Steinar Berg sé búinn að vera í málaferlum í mörg ár við einhverja aðila. Þetta eru hans ær og kýr.“ Í bréfi til Vísis segir Steinar þetta vera helber ósannindi. „Ég er seinþreyttur maður til vandræða. Hef aðeins tvisvar sinnum á ævinni verið viðriðinn málarekstur gagnvart öðrum aðila. Í bæði skiptin var dæmt mér í vil.“Sjá einnig:Bubbi svarar Steinari fullum hálsiDanny Pollock segist hafa þekkt Steinar Berg mjög vel.Stefán Karlsson„Já, ég þekkti hann mjög vel og hef ekkert slæmt um hann að segja,“ segir Danny Pollock, fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna, í samtali við Vísi. „Hann hjálpaði okkur mikið á sínum tíma og lagði til peninga fyrir bandið og svona.“ Hvað höfundarétt og launamál á þessum tíma varðar almennt þá segir Danny það hafa allt saman verið mjög loðið. „Bubbi var náttúrulega með sinn sólóferil svo hann var alltaf aðeins fyrir utan bandið hvað peninga varðar. Við vorum allir alveg á kúpunni, en hann fékk alltaf eitthvað í sinn vasa.“ „En ég hef ekkert slæmt að segja um Steinar Berg, hann var bara að reka sitt fyrirtæki á sínum tíma og gerði það eftir bestu getu.“ segir Danny að lokum. Tengdar fréttir Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli "Það er alveg með ólíkindum að RÚV standi fyrir persónulegri aðför að fólki eins og gert er hér, og neiti að hlusta á beiðnir um að ærumeiðandi ummæli séu klippt út.“ 17. ágúst 2016 11:16 Bubbi svarar Steinari fullum hálsi: „Þetta eru hans ær og kýr“ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir Steinar Berg hafa nýtt sér bágt ástand sitt til að hafa af honum fé. 17. ágúst 2016 16:30 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Danny Pollock, fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna, segist ekkert slæmt hafa að segja um samskipti sín við fyrrum útgefanda hljómsveitarinnar, Steinar Berg. Segir hann Steinar hafa hjálpað þeim með ýmislegt, þar með talið hafi hann lagt til fé til útgáfu hljómplatna sveitarinnar. Steinar Berg, útgefandi og fyrrum eigandi hljómplötuútgáfunnar Steina, hyggst höfða mál á hendur tónlistarmanninum Bubba Morthens fyrir ærumeiðandi ummæli sem sá síðarnefndi á að hafa látið falla í þáttunum Popp- og rokksaga Íslands. Hefur Steinar Berg farið fram á að ummæli Bubba verði dæmd dauð og ómerk og að brotið verði klippt út úr þáttunum. Vísir fjallaði um málið í gær. Sjá einnig:Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli Voru þættirnir á dagskrá RÚV á liðnum vetri, en þátturinn sem um ræðir var upphaflega sýndur 13. mars síðastliðinn. Í honum segir Bubbi um samskipti sín við Steinar „Útgefandinn. Hann mokgræddi á okkur, það er bara þannig. Við höfðum ekki tíkall upp úr þessu, skítapening.“ Í samtali við Vísi í gær sagðist Bubbi standa við ummæli sín. Sakar hann Steinar um að hafa nýtt sér bágt ástand sitt í upphafi ferilsins til að hafa af honum fé. Þá segir hann einnig að „Steinar Berg sé búinn að vera í málaferlum í mörg ár við einhverja aðila. Þetta eru hans ær og kýr.“ Í bréfi til Vísis segir Steinar þetta vera helber ósannindi. „Ég er seinþreyttur maður til vandræða. Hef aðeins tvisvar sinnum á ævinni verið viðriðinn málarekstur gagnvart öðrum aðila. Í bæði skiptin var dæmt mér í vil.“Sjá einnig:Bubbi svarar Steinari fullum hálsiDanny Pollock segist hafa þekkt Steinar Berg mjög vel.Stefán Karlsson„Já, ég þekkti hann mjög vel og hef ekkert slæmt um hann að segja,“ segir Danny Pollock, fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna, í samtali við Vísi. „Hann hjálpaði okkur mikið á sínum tíma og lagði til peninga fyrir bandið og svona.“ Hvað höfundarétt og launamál á þessum tíma varðar almennt þá segir Danny það hafa allt saman verið mjög loðið. „Bubbi var náttúrulega með sinn sólóferil svo hann var alltaf aðeins fyrir utan bandið hvað peninga varðar. Við vorum allir alveg á kúpunni, en hann fékk alltaf eitthvað í sinn vasa.“ „En ég hef ekkert slæmt að segja um Steinar Berg, hann var bara að reka sitt fyrirtæki á sínum tíma og gerði það eftir bestu getu.“ segir Danny að lokum.
Tengdar fréttir Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli "Það er alveg með ólíkindum að RÚV standi fyrir persónulegri aðför að fólki eins og gert er hér, og neiti að hlusta á beiðnir um að ærumeiðandi ummæli séu klippt út.“ 17. ágúst 2016 11:16 Bubbi svarar Steinari fullum hálsi: „Þetta eru hans ær og kýr“ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir Steinar Berg hafa nýtt sér bágt ástand sitt til að hafa af honum fé. 17. ágúst 2016 16:30 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli "Það er alveg með ólíkindum að RÚV standi fyrir persónulegri aðför að fólki eins og gert er hér, og neiti að hlusta á beiðnir um að ærumeiðandi ummæli séu klippt út.“ 17. ágúst 2016 11:16
Bubbi svarar Steinari fullum hálsi: „Þetta eru hans ær og kýr“ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir Steinar Berg hafa nýtt sér bágt ástand sitt til að hafa af honum fé. 17. ágúst 2016 16:30