Kærir sveitarstjóra fyrir handvömm í starfi sínu Sveinn Arnarsson skrifar 16. ágúst 2016 07:00 Hreggviður Hermannsson Hreggviður Hermannsson, íbúi í Langholti í Flóahreppi, hefur kært sveitarstjórann Eydísi Þ. Indriðadóttur, til ríkissaksóknara fyrir handvömm í starfi. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps frá 10. ágúst. Telur Hreggviður sveitarstjóra hafa stungið undir stól beiðni til sveitarstjórnar um afrit af gögnum. „Já, ég hef kært sveitarstjórann og get sagt þér það alveg svikalaust. Þetta hefst allt síðasta haust þar sem byggingarfulltrúi sinnir ekki beiðni minni um afrit af gögnum. Ítreka ég þetta við sveitarstjóra en ekkert gerist. Síðan sendi ég erindi 6. maí en enn og aftur gerist ekkert á skrifstofu sveitarstjórans. Því er ekkert annað hægt að gera en að kæra sveitarstjórann,“ segir Hreggviður. Hreggviður hefur átt í útistöðum við nágranna sína í Langholti 2 vegna landamerkjamála en beiðni Hreggviðs til byggingarfulltrúa snerist um flutning á húsi sem tilheyrði Langholti 2 af lóð sinni. Deilurnar milli þeirra Hreggviðs í Langholti 1 og Ragnars Björnssonar í Langholti 2 virðast hafa verið mjög illvígar þar sem þeir saka hvor annan um jafnt líflátshótanir sem og ofbeldi. Árni Eiríksson, oddviti sveitarstjórnar Flóahrepps, segir málið allt og kæru á hendur sveitarstjórans hið undarlegasta og harmar framvindu málsins. „Við lögðum á það áherslu í bókun okkar á síðasta sveitarstjórnarfundi að mál kæmu fyrir sveitarstjórn og að hnykkt yrði á verkferlum. Sumar fyrirspurnir eru orðaðar nokkuð loðið og erfitt að sjá hvort þær eiga að koma fyrir sveitarstjórn eða ekki,“ segir Árni. Eydís Indriðadóttir sveitarstjóri segist harma málið en hún hefur ekki hugsað sér að segja af sér vegna þess þar sem hún hefur stuðning sveitarstjórnarinnar. „Við teljum okkur hafa leyst málið eins vel og hægt var úr þessu og Hreggviður hefur fengið öll þau gögn sem hann bað um. Mér brá svolítið þegar ég sá að þetta hafði farið þá leið sem Hreggviður valdi. En því verður ekki breytt úr þessu. Að öðru leyti get ég lítið tjáð mig um málið,“ sagði Eydís. Lögreglan hefur farið í ótal útköll að Landholti Deilan milli íbúa Langholts 1 og 2 snýst um landspildu, eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987. Hreggviður sem býr í Langholti 1 telur að landspildan hafi ekki verið með í makaskiptunum og gögn hafi horfið af skrifstofu sýslumannsins á Suðurlandi sem gætu tekið af öll tvímæli um það. Hjónin í Langholti 2 segja öll gögn til staðar varðandi makaskiptin og að bóndinn á næsta bæ sé að ásælast land sem hann á ekki tilkall til. Síðla árs 2014 náði deilan hámarki og hafði lögreglan ekki undan að sinna útköllum frá bæjunum tveimur og kærurnar hlóðust upp. Lögreglan kom 65 sinnum að bæjunum á 18 mánuðum og bóndinn í Langholti 1 fékk á sig 30 kærur. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Nágrannadeilur Nágrannadeilur í Flóahreppi Flóahreppur Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Hreggviður Hermannsson, íbúi í Langholti í Flóahreppi, hefur kært sveitarstjórann Eydísi Þ. Indriðadóttur, til ríkissaksóknara fyrir handvömm í starfi. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps frá 10. ágúst. Telur Hreggviður sveitarstjóra hafa stungið undir stól beiðni til sveitarstjórnar um afrit af gögnum. „Já, ég hef kært sveitarstjórann og get sagt þér það alveg svikalaust. Þetta hefst allt síðasta haust þar sem byggingarfulltrúi sinnir ekki beiðni minni um afrit af gögnum. Ítreka ég þetta við sveitarstjóra en ekkert gerist. Síðan sendi ég erindi 6. maí en enn og aftur gerist ekkert á skrifstofu sveitarstjórans. Því er ekkert annað hægt að gera en að kæra sveitarstjórann,“ segir Hreggviður. Hreggviður hefur átt í útistöðum við nágranna sína í Langholti 2 vegna landamerkjamála en beiðni Hreggviðs til byggingarfulltrúa snerist um flutning á húsi sem tilheyrði Langholti 2 af lóð sinni. Deilurnar milli þeirra Hreggviðs í Langholti 1 og Ragnars Björnssonar í Langholti 2 virðast hafa verið mjög illvígar þar sem þeir saka hvor annan um jafnt líflátshótanir sem og ofbeldi. Árni Eiríksson, oddviti sveitarstjórnar Flóahrepps, segir málið allt og kæru á hendur sveitarstjórans hið undarlegasta og harmar framvindu málsins. „Við lögðum á það áherslu í bókun okkar á síðasta sveitarstjórnarfundi að mál kæmu fyrir sveitarstjórn og að hnykkt yrði á verkferlum. Sumar fyrirspurnir eru orðaðar nokkuð loðið og erfitt að sjá hvort þær eiga að koma fyrir sveitarstjórn eða ekki,“ segir Árni. Eydís Indriðadóttir sveitarstjóri segist harma málið en hún hefur ekki hugsað sér að segja af sér vegna þess þar sem hún hefur stuðning sveitarstjórnarinnar. „Við teljum okkur hafa leyst málið eins vel og hægt var úr þessu og Hreggviður hefur fengið öll þau gögn sem hann bað um. Mér brá svolítið þegar ég sá að þetta hafði farið þá leið sem Hreggviður valdi. En því verður ekki breytt úr þessu. Að öðru leyti get ég lítið tjáð mig um málið,“ sagði Eydís. Lögreglan hefur farið í ótal útköll að Landholti Deilan milli íbúa Langholts 1 og 2 snýst um landspildu, eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987. Hreggviður sem býr í Langholti 1 telur að landspildan hafi ekki verið með í makaskiptunum og gögn hafi horfið af skrifstofu sýslumannsins á Suðurlandi sem gætu tekið af öll tvímæli um það. Hjónin í Langholti 2 segja öll gögn til staðar varðandi makaskiptin og að bóndinn á næsta bæ sé að ásælast land sem hann á ekki tilkall til. Síðla árs 2014 náði deilan hámarki og hafði lögreglan ekki undan að sinna útköllum frá bæjunum tveimur og kærurnar hlóðust upp. Lögreglan kom 65 sinnum að bæjunum á 18 mánuðum og bóndinn í Langholti 1 fékk á sig 30 kærur. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Nágrannadeilur Nágrannadeilur í Flóahreppi Flóahreppur Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira