BBC fjallar um húsnæðisvanda í Reykjavík vegna AirBnb Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. ágúst 2016 22:01 Fjöldi AirBnb íbúða í Reykjavík hefur margfaldast á síðustu árum. Vísir/Vilhelm Fjallað er um húsnæðismál Reykjavíkurborgar á fréttavef BBC í tengslum við fréttaflutning af regluverki í kringum AirBnb-íbúðir. Blaðamaðurinn Lauren Comiteau skrifar um erlendan mann sem er búsettur á Íslandi og lenti í miklum húsnæðisvandræðum þegar honum var sagt upp leigusamningi vegna þess að leigusalinn hugðist eingöngu leigja íbúð sina út á AirBnb. Blaðamaðurinn Comiteau lýsir samskiptum milli borgaryfirvalda og vefsíðna sem bjóða upp á útleigu á heimilum sem stríði og valda því að leigutakar og gestgjafar lendi í miðjunni. „Í dag eru fleiri og fleiri borgir að grípa til róttækra aðgerða gegn þeim sem leigja heimili sín út til ferðamanna. Í mörgum vinsælum ferðamannaborgum hefur lítið framboð af leiguhúsnæði í mörg ár valdið hækkun á leiguverði. En nú upp á síðkastið hafa margir kennt vettvangi sem gerir fólki kleift að deila heimilum sínum um vöntun á leiguhúsnæði. Borgir eins og Reykjavík og Berlín eru að reyna allt frá reglusetningu til nánast banna. Þetta snýst ekki aðeins um AirBnb heldur eru samkeppnisaðilar,HomeAway, Tripping, OneFineStay og FlipKey, einnig að valda vandræðum,“ segir í greininni.Hana má lesa í heild sinni hér.Greinin spyr hvort AirBnb geri það ómögulegt fyrir hinn almenna leigutaka að finna sér húsnæði.Vísir/Skjáskot af vef BBCErlendi maðurinn sem Comiteau fjallar um heitir Nicholas Herring en hann fékk þrjá mánuði til þess að finna sér nýjan samastað eftir að leigusamningi hans var rift. „Jafnvel þó þrír mánuðir virðast nægur tími fyrir Texas-búa til að finna sér samastað þá reyndist það ómögulegt í Reykjavík að sumri til. Varla nokkrar íbúðir sem auglýstar voru opinberlega uppfylltu þarfir Herring og að lokum fann hann húsnæði í gegnum samstarfsfélaga sinn.“ Haft er eftir Herring í greininni að hann skilji vel hvers vegna svo margir sækja í að leigja íbúðir sínar út til ferðamanna. „Ef leigusalar þurfa pening þá breyta þeir leiguhúsnæðinu sínu í AirBnb. Þeir geta grætt á tveimur dögum þar sem ég borga í leigu á mánuði.“ Fjallað er um lagasetningu á útleigu á eigin húsnæði sem samþykkt var hér á landi í sumar auk þess sem talað er við Þorstein Finnbogason, 26 ára mann sem á tíu íbúðir ásamt fjölskyldu sinni í miðborg Reykjavíkur sem hann rekur sem AirBnb leiguhúsnæði. Comiteau segist sjálf hafa bókað AirBnb þegar hún heimsótti Reykjavík, áður en hún íhugaði einu sinni að bóka hótelherbergi. „Ég var ekkert að hugsa um að ég myndi valda íbúum Reykjavíkur húsnæðisvanda. Eða einu sinni hvort gestgjafi minn væri réttu megin við lögin. Við vildum vera saman, í heimili.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki kominn tími á næstu Airbnb-heimsókn Engar tímasetningar hafa verið ákveðnar um framhald heimsókna ríkisskattstjóra og lögreglu til einstaklinga sem hafa íbúðir sínar til útleigu í gegnum Airbnb. 26. júlí 2016 07:00 Airbnb 3.500 milljarða virði Airbnb er eitt af fjórum verðmætustu fyrirtækjum í heiminum sem ekki eru skráð á markað. 9. ágúst 2016 11:49 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira
Fjallað er um húsnæðismál Reykjavíkurborgar á fréttavef BBC í tengslum við fréttaflutning af regluverki í kringum AirBnb-íbúðir. Blaðamaðurinn Lauren Comiteau skrifar um erlendan mann sem er búsettur á Íslandi og lenti í miklum húsnæðisvandræðum þegar honum var sagt upp leigusamningi vegna þess að leigusalinn hugðist eingöngu leigja íbúð sina út á AirBnb. Blaðamaðurinn Comiteau lýsir samskiptum milli borgaryfirvalda og vefsíðna sem bjóða upp á útleigu á heimilum sem stríði og valda því að leigutakar og gestgjafar lendi í miðjunni. „Í dag eru fleiri og fleiri borgir að grípa til róttækra aðgerða gegn þeim sem leigja heimili sín út til ferðamanna. Í mörgum vinsælum ferðamannaborgum hefur lítið framboð af leiguhúsnæði í mörg ár valdið hækkun á leiguverði. En nú upp á síðkastið hafa margir kennt vettvangi sem gerir fólki kleift að deila heimilum sínum um vöntun á leiguhúsnæði. Borgir eins og Reykjavík og Berlín eru að reyna allt frá reglusetningu til nánast banna. Þetta snýst ekki aðeins um AirBnb heldur eru samkeppnisaðilar,HomeAway, Tripping, OneFineStay og FlipKey, einnig að valda vandræðum,“ segir í greininni.Hana má lesa í heild sinni hér.Greinin spyr hvort AirBnb geri það ómögulegt fyrir hinn almenna leigutaka að finna sér húsnæði.Vísir/Skjáskot af vef BBCErlendi maðurinn sem Comiteau fjallar um heitir Nicholas Herring en hann fékk þrjá mánuði til þess að finna sér nýjan samastað eftir að leigusamningi hans var rift. „Jafnvel þó þrír mánuðir virðast nægur tími fyrir Texas-búa til að finna sér samastað þá reyndist það ómögulegt í Reykjavík að sumri til. Varla nokkrar íbúðir sem auglýstar voru opinberlega uppfylltu þarfir Herring og að lokum fann hann húsnæði í gegnum samstarfsfélaga sinn.“ Haft er eftir Herring í greininni að hann skilji vel hvers vegna svo margir sækja í að leigja íbúðir sínar út til ferðamanna. „Ef leigusalar þurfa pening þá breyta þeir leiguhúsnæðinu sínu í AirBnb. Þeir geta grætt á tveimur dögum þar sem ég borga í leigu á mánuði.“ Fjallað er um lagasetningu á útleigu á eigin húsnæði sem samþykkt var hér á landi í sumar auk þess sem talað er við Þorstein Finnbogason, 26 ára mann sem á tíu íbúðir ásamt fjölskyldu sinni í miðborg Reykjavíkur sem hann rekur sem AirBnb leiguhúsnæði. Comiteau segist sjálf hafa bókað AirBnb þegar hún heimsótti Reykjavík, áður en hún íhugaði einu sinni að bóka hótelherbergi. „Ég var ekkert að hugsa um að ég myndi valda íbúum Reykjavíkur húsnæðisvanda. Eða einu sinni hvort gestgjafi minn væri réttu megin við lögin. Við vildum vera saman, í heimili.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki kominn tími á næstu Airbnb-heimsókn Engar tímasetningar hafa verið ákveðnar um framhald heimsókna ríkisskattstjóra og lögreglu til einstaklinga sem hafa íbúðir sínar til útleigu í gegnum Airbnb. 26. júlí 2016 07:00 Airbnb 3.500 milljarða virði Airbnb er eitt af fjórum verðmætustu fyrirtækjum í heiminum sem ekki eru skráð á markað. 9. ágúst 2016 11:49 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira
Ekki kominn tími á næstu Airbnb-heimsókn Engar tímasetningar hafa verið ákveðnar um framhald heimsókna ríkisskattstjóra og lögreglu til einstaklinga sem hafa íbúðir sínar til útleigu í gegnum Airbnb. 26. júlí 2016 07:00
Airbnb 3.500 milljarða virði Airbnb er eitt af fjórum verðmætustu fyrirtækjum í heiminum sem ekki eru skráð á markað. 9. ágúst 2016 11:49