Vilja að Repúblikanaflokkurinn hætti að ausa peningum í Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. ágúst 2016 09:03 Donald Trump á kosningafundi í vikunni. vísir/epa Meira en sjötíu meðlimir Repúblikanaflokksins hafa ritað bréf til Reince Priebus, formanns landsnefndar flokksins, þar sem hann er hvattur til þess að sjá til þess að flokkurinn hætti að styðja fjárhagslega við kosningabaráttu Donald Trump, frambjóðanda repúblikana til forseta Bandaríkjanna. Á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru nokkrir fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins en í því segir meðal annars að vanhæfi og tilhneiging hans til að vilja sundra frekar en sameina geti leitt til þess að flokkurinn bíði afhroð í forsetakosningunum í nóvember.Eins og Vísir fjallaði um fyrr í vikunni eru einmitt líkur á því að Clinton sigri Trump, og það jafnvel með nokkrum yfirburðum, að minnsta kosti ef marka má spá kosninga-og tölfræðivefsins FiveThirtyEight. Þannig hefur forskot Clinton í könnunum undanfarna daga aukist jafnt og þétt. „Við trúum því að vilji Trump til þess að sundra frekar en sameina, vanhæfi hans, kæruleysi og fordæmalausar óvinsældir leiði til þess að Demókratar vinni stórsigur í nóvember,“ segir í bréfinu. Í bréfinu er flokkurinn hvattur til þess að styðja frekar við frambjóðendur í kosningum til öldunga-og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Að mati þeirra sem skrifa undir bréfið ætti ekki að vera erfitt fyrir flokkinn að ákveða að hætta að styrkja Trump þar sem sigurlíkur hans fari hverfandi með hverjum degi sem líður. Trump hefur brugðist við bréfinu og gefur lítið fyrir það að Repúblikanaflokkurinn hætti að styðja við kosningabaráttu hans. „Það eina sem ég þarf að gera er að hætta að dæla styrkjum í flokkinn,“ sagði Trump.Time-tímaritið greindi frá því í að gær að Reince Priebus hefði hótað Trump því að flokkurinn myndi hætta að styrkja hann og að peningarnir færu í staðinn til þingframbjóðenda sem þurfi meira á stuðningi að halda. Trump neitar því að hafa átt samtal um þetta við Priebus. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26 Ryan segir ummæli Trumps um byssueigendur óviðeigandi grín Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í gær að ummæli Donalds Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, um að fólk sem styður annan viðauka stjórnarskrárinnar gæti komið í veg fyrir að Hillary Clinton myndi hreyfa við viðaukanum næði hún kjöri, væru vanhugsaður og óviðeigandi brandari. 11. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Meira en sjötíu meðlimir Repúblikanaflokksins hafa ritað bréf til Reince Priebus, formanns landsnefndar flokksins, þar sem hann er hvattur til þess að sjá til þess að flokkurinn hætti að styðja fjárhagslega við kosningabaráttu Donald Trump, frambjóðanda repúblikana til forseta Bandaríkjanna. Á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru nokkrir fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins en í því segir meðal annars að vanhæfi og tilhneiging hans til að vilja sundra frekar en sameina geti leitt til þess að flokkurinn bíði afhroð í forsetakosningunum í nóvember.Eins og Vísir fjallaði um fyrr í vikunni eru einmitt líkur á því að Clinton sigri Trump, og það jafnvel með nokkrum yfirburðum, að minnsta kosti ef marka má spá kosninga-og tölfræðivefsins FiveThirtyEight. Þannig hefur forskot Clinton í könnunum undanfarna daga aukist jafnt og þétt. „Við trúum því að vilji Trump til þess að sundra frekar en sameina, vanhæfi hans, kæruleysi og fordæmalausar óvinsældir leiði til þess að Demókratar vinni stórsigur í nóvember,“ segir í bréfinu. Í bréfinu er flokkurinn hvattur til þess að styðja frekar við frambjóðendur í kosningum til öldunga-og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Að mati þeirra sem skrifa undir bréfið ætti ekki að vera erfitt fyrir flokkinn að ákveða að hætta að styrkja Trump þar sem sigurlíkur hans fari hverfandi með hverjum degi sem líður. Trump hefur brugðist við bréfinu og gefur lítið fyrir það að Repúblikanaflokkurinn hætti að styðja við kosningabaráttu hans. „Það eina sem ég þarf að gera er að hætta að dæla styrkjum í flokkinn,“ sagði Trump.Time-tímaritið greindi frá því í að gær að Reince Priebus hefði hótað Trump því að flokkurinn myndi hætta að styrkja hann og að peningarnir færu í staðinn til þingframbjóðenda sem þurfi meira á stuðningi að halda. Trump neitar því að hafa átt samtal um þetta við Priebus.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26 Ryan segir ummæli Trumps um byssueigendur óviðeigandi grín Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í gær að ummæli Donalds Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, um að fólk sem styður annan viðauka stjórnarskrárinnar gæti komið í veg fyrir að Hillary Clinton myndi hreyfa við viðaukanum næði hún kjöri, væru vanhugsaður og óviðeigandi brandari. 11. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26
Ryan segir ummæli Trumps um byssueigendur óviðeigandi grín Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í gær að ummæli Donalds Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, um að fólk sem styður annan viðauka stjórnarskrárinnar gæti komið í veg fyrir að Hillary Clinton myndi hreyfa við viðaukanum næði hún kjöri, væru vanhugsaður og óviðeigandi brandari. 11. ágúst 2016 07:00