Breytum rétt Valgerður Bjarnadóttir skrifar 11. ágúst 2016 06:00 Varðhundar kerfisins og valdsins vilja helst engu breyta. Sumir þeirra átta sig á því að krafan um breytingar er svo sterk að eitthvað verður undan að láta. Þegar þeir átta sig upphefst talið um hina víðtæku sátt. Aðrir eiga að nálgast þeirra sjónarmið og fallast á sem minnstar breytingar – það er víðtæk sátt. Við eigum að halda ótrauð áfram við að berjast fyrir því að þjóðinni verði sett ný stjórnarskrá. Þrjú eða fjögur ný ákvæði í stjórnarskrá eru ekki svar við vilja fólksins um að fá nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðsins.Útrýmum fátækt Ég á mér uppáhaldskafla í tillögum Stjórnlagaráðsins. Það er kaflinn um mannréttindi. Í honum eru félagsleg, efnahagsleg og menningarleg réttindi færð í stjórnarskrána. Það er sannarlega kominn tími til kveða upp úr með að fátækt samræmist ekki grunngildum þjóðarinnar. Það er sannarlega kominn tími til að skylda ríkisvaldið til að útrýma fátækt. Það er sannarlega kominn tími til að tryggja í stjórnarskrá réttinn til almannatrygginga, heilbrigðisþjónustu og menntunar. Það er ekki hægt, segja einhverjir, það er of kostnaðarsamt. Auðvitað er hægt að útrýma hér fátækt og tryggja allt hitt, segi ég. Það er hægt með því að auðlindarentan renni til þjóðarinnar en ekki í vasa þeirra sem nýta þær. Það er hægt með því að þeir sem hafa hæstar tekjurnar borgi hlutfallslega mun hærri skatta en hinir. Það er hægt með því að stokka spilin og gefa upp á nýtt.Kröfur um nýja stjórnarskrá Það er stærsta og brýnasta verkefni næsta kjörtímabils að svara kröfum um nýja stjórnarskrá og um leið tryggja öllum þau réttindi sem mannréttindakafli frumvarps stjórnlagaráðsins kveður á um. Við erum rík þjóð, við höfum efni á þessu. Nýtum auðlindarentuna í þágu fólksins í stað þess að hún renni í vasa útgerðarmanna og álfyrirtækja. – Fyrir því vil ég berjast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Varðhundar kerfisins og valdsins vilja helst engu breyta. Sumir þeirra átta sig á því að krafan um breytingar er svo sterk að eitthvað verður undan að láta. Þegar þeir átta sig upphefst talið um hina víðtæku sátt. Aðrir eiga að nálgast þeirra sjónarmið og fallast á sem minnstar breytingar – það er víðtæk sátt. Við eigum að halda ótrauð áfram við að berjast fyrir því að þjóðinni verði sett ný stjórnarskrá. Þrjú eða fjögur ný ákvæði í stjórnarskrá eru ekki svar við vilja fólksins um að fá nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðsins.Útrýmum fátækt Ég á mér uppáhaldskafla í tillögum Stjórnlagaráðsins. Það er kaflinn um mannréttindi. Í honum eru félagsleg, efnahagsleg og menningarleg réttindi færð í stjórnarskrána. Það er sannarlega kominn tími til kveða upp úr með að fátækt samræmist ekki grunngildum þjóðarinnar. Það er sannarlega kominn tími til að skylda ríkisvaldið til að útrýma fátækt. Það er sannarlega kominn tími til að tryggja í stjórnarskrá réttinn til almannatrygginga, heilbrigðisþjónustu og menntunar. Það er ekki hægt, segja einhverjir, það er of kostnaðarsamt. Auðvitað er hægt að útrýma hér fátækt og tryggja allt hitt, segi ég. Það er hægt með því að auðlindarentan renni til þjóðarinnar en ekki í vasa þeirra sem nýta þær. Það er hægt með því að þeir sem hafa hæstar tekjurnar borgi hlutfallslega mun hærri skatta en hinir. Það er hægt með því að stokka spilin og gefa upp á nýtt.Kröfur um nýja stjórnarskrá Það er stærsta og brýnasta verkefni næsta kjörtímabils að svara kröfum um nýja stjórnarskrá og um leið tryggja öllum þau réttindi sem mannréttindakafli frumvarps stjórnlagaráðsins kveður á um. Við erum rík þjóð, við höfum efni á þessu. Nýtum auðlindarentuna í þágu fólksins í stað þess að hún renni í vasa útgerðarmanna og álfyrirtækja. – Fyrir því vil ég berjast.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun