Körfubolti

Líklegra en ekki að Hlynur komi heim

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óvíst er hvar landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson leikur á næsta tímabili.

Hlynur er sem stendur án félags en Sundsvall Dragons, sem hann lék með frá 2010, varð gjaldþrota fyrr í sumar.

„Það fer eitthvað að gerast á næstu dögum. Félagið mitt varð gjaldþrota í maí og þetta er búið að vera hangandi yfir mér helvíti lengi. Þetta klárast á næstunni,“ sagði Hlynur í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ljóst er að Hlynur spilar annað hvort í Svíþjóð eða á Íslandi í vetur. Eins og staðan er í dag er líklegra að síðarnefndi kosturinn verði fyrir valinu.

„Það verður ólíklegra að það verði Svíþjóð með hverjum deginum sem líður. Það eru alltaf meiri og meiri líkur á að maður komi heim,“ sagði Hlynur sem lék með Snæfelli áður en hann fór til Svíþjóðar.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan en þar ræðir Hlynur einnig um leikina sem framundan eru í undankeppni EM 2017.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×