Skólastjórar funda vegna sundferða dæmds barnaníðings nadine guðrún yaghi skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Foreldrar barna í Kópavogi voru ósáttir við að börn þeirra þurfi hugsanlega að vera í sundi á sama tíma og dæmdur barnaníðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fjórir skólastjórar í grunnskólum í Kópavogi hafa fundað með forstöðumanni Salalaugar vegna óánægju foreldra með að börn þeirra þurfi hugsanlega að vera í skólasundi á sama tíma og dæmdur barnaníðingur. Sigurður Ingi Þórðarson, sem stundum hefur verið kallaður Siggi hakkari, var í fyrra dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum. Hann hefur undanfarið sést í Salalauginni en hann gengur nú laus með ökklaband. Hann hefur aðeins afplánað um þriðjung af dómi sínum. „Um leið og ég vissi af þessu fór ég strax að kanna málið og óskaði þá eftir fundi. Við urðum strax öll sammála um að hittast og fara yfir það hvað við getum gert til að tryggja öryggi barnanna,“ segir Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, en hann átti fyrst fund með bæjaryfirvöldum og forstöðumanni laugarinnar á miðvikudaginn. Degi síðar funduðu skólastjórar hinna þriggja skólanna með Hafsteini. Á fundunum var ákveðið að fylgst yrði með öllum hópum í skólasundi en ekki aðeins þeim yngstu eins og verið hefur. Þá mun fylgdarmaður fara út með börnunum í baðklefa. Auk þess var ákveðið að herða gæslu í sundlauginni. „Við erum að bæta við starfsmönnum og þannig verða fleiri að fylgjast með. Það verða fleiri starfsmenn á okkar vegum og þá er sundlaugin líka að herða gæsluna hjá sér,“ segir Hafsteinn og bætir við að það sama muni gilda um hina skólana. Mál Sigga hakkara Kópavogur Sundlaugar Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Foreldrar í Salahverfi áhyggjufullir vegna sundferða dæmds kynferðisbrotamanns Sigurður Ingi Þórðarson hefur sést í Versalalaug þar sem börn í Salaskóla sækja skólasund. 24. ágúst 2016 14:04 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Fjórir skólastjórar í grunnskólum í Kópavogi hafa fundað með forstöðumanni Salalaugar vegna óánægju foreldra með að börn þeirra þurfi hugsanlega að vera í skólasundi á sama tíma og dæmdur barnaníðingur. Sigurður Ingi Þórðarson, sem stundum hefur verið kallaður Siggi hakkari, var í fyrra dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum. Hann hefur undanfarið sést í Salalauginni en hann gengur nú laus með ökklaband. Hann hefur aðeins afplánað um þriðjung af dómi sínum. „Um leið og ég vissi af þessu fór ég strax að kanna málið og óskaði þá eftir fundi. Við urðum strax öll sammála um að hittast og fara yfir það hvað við getum gert til að tryggja öryggi barnanna,“ segir Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, en hann átti fyrst fund með bæjaryfirvöldum og forstöðumanni laugarinnar á miðvikudaginn. Degi síðar funduðu skólastjórar hinna þriggja skólanna með Hafsteini. Á fundunum var ákveðið að fylgst yrði með öllum hópum í skólasundi en ekki aðeins þeim yngstu eins og verið hefur. Þá mun fylgdarmaður fara út með börnunum í baðklefa. Auk þess var ákveðið að herða gæslu í sundlauginni. „Við erum að bæta við starfsmönnum og þannig verða fleiri að fylgjast með. Það verða fleiri starfsmenn á okkar vegum og þá er sundlaugin líka að herða gæsluna hjá sér,“ segir Hafsteinn og bætir við að það sama muni gilda um hina skólana.
Mál Sigga hakkara Kópavogur Sundlaugar Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Foreldrar í Salahverfi áhyggjufullir vegna sundferða dæmds kynferðisbrotamanns Sigurður Ingi Þórðarson hefur sést í Versalalaug þar sem börn í Salaskóla sækja skólasund. 24. ágúst 2016 14:04 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Foreldrar í Salahverfi áhyggjufullir vegna sundferða dæmds kynferðisbrotamanns Sigurður Ingi Þórðarson hefur sést í Versalalaug þar sem börn í Salaskóla sækja skólasund. 24. ágúst 2016 14:04