Borgin greiðir húseiganda tvær milljónir vegna yfirsjónar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2016 13:32 Ráðhús Reykjavíkur. Vísir/Stefán Reykjavíkurborg þarf að greiða húseigendum hluta Hallveigarstígs 2 rúmlega tvær milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka embættismanns. Borgarráð samþykkti beiðni borgarlögmanns þess efnis á fundi sínum í fyrradag. Fyrst var sagt frá málinu af RÚV. Í ársbyrjun 2015 höfðu húseigendur sótt um leyfi til að starfrækja íbúðargistingu fyrir ferðamenn í íbúð á neðri hæð hússins. Afgreiðsla byggingafulltrúa á bóninni var jákvæð. Í kjölfarið hófust framkvæmdir til að verða við þeim kröfum sem gerðar eru til slíkrar þjónustu. Á sumarmánuðum sama árs sóttu eigendurnir um leyfi til reksturs gististaðar. Frá skrifstofu borgarstjórnar barst þá neikvæð umsögn um umsóknina þar sem íbúðin væri staðsett utan þeirra marka sem Aðalskipulag Reykjavíkurborgar heimilar rekstur gististaða. Sú niðurstaða var þvert á niðurstöðu byggingarfulltrúa. Það var síðan í ársbyrjun þessa árs sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði því að veita leyfi fyrir gististaðnum þar sem neikvæð umsögn hafði borist frá skrifstofunni. Sökum þessa kröfðust húseigendur skaðabóta að upphæð tæplega 4,5 milljónum króna. Þær voru vegna kostnaðar við afgreiðslu leyfa, tapaðra leigutekna og helmings kostnaðar við ýmsar framkvæmdir. Í bréfi borgarlögmanns kemur fram að húseigendurnir hafi orðið fyrir tjóni og ýmsu óhagræði vegna yfirsjónar embættis byggingarfulltrúa. Þá var einnig tekið fram að þrátt fyrir neikvæða umsögn skrifstofunnar hafi eigendur haldið áfram með framkvæmdir sínar og þar með ekkert gert til að takmarka tjón sitt. Með vísan til þess féllst borgarlögmaður á kröfu eigenda Hallveigarstígs 2 að hluta. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Reykjavíkurborg þarf að greiða húseigendum hluta Hallveigarstígs 2 rúmlega tvær milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka embættismanns. Borgarráð samþykkti beiðni borgarlögmanns þess efnis á fundi sínum í fyrradag. Fyrst var sagt frá málinu af RÚV. Í ársbyrjun 2015 höfðu húseigendur sótt um leyfi til að starfrækja íbúðargistingu fyrir ferðamenn í íbúð á neðri hæð hússins. Afgreiðsla byggingafulltrúa á bóninni var jákvæð. Í kjölfarið hófust framkvæmdir til að verða við þeim kröfum sem gerðar eru til slíkrar þjónustu. Á sumarmánuðum sama árs sóttu eigendurnir um leyfi til reksturs gististaðar. Frá skrifstofu borgarstjórnar barst þá neikvæð umsögn um umsóknina þar sem íbúðin væri staðsett utan þeirra marka sem Aðalskipulag Reykjavíkurborgar heimilar rekstur gististaða. Sú niðurstaða var þvert á niðurstöðu byggingarfulltrúa. Það var síðan í ársbyrjun þessa árs sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði því að veita leyfi fyrir gististaðnum þar sem neikvæð umsögn hafði borist frá skrifstofunni. Sökum þessa kröfðust húseigendur skaðabóta að upphæð tæplega 4,5 milljónum króna. Þær voru vegna kostnaðar við afgreiðslu leyfa, tapaðra leigutekna og helmings kostnaðar við ýmsar framkvæmdir. Í bréfi borgarlögmanns kemur fram að húseigendurnir hafi orðið fyrir tjóni og ýmsu óhagræði vegna yfirsjónar embættis byggingarfulltrúa. Þá var einnig tekið fram að þrátt fyrir neikvæða umsögn skrifstofunnar hafi eigendur haldið áfram með framkvæmdir sínar og þar með ekkert gert til að takmarka tjón sitt. Með vísan til þess féllst borgarlögmaður á kröfu eigenda Hallveigarstígs 2 að hluta.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira