Svimi, höfuðverkur og súrefnisskortur Guðrún Jóna Stefánsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 25. ágúst 2016 07:00 Áhafnir flugvéla Icelandair fengu póst á dögunum þar sem greint var frá auknum veikindum meðal starfsmanna. Flugliðar hafa veikst um borð en að sögn flugliða sem Fréttablaðið ræddi við lýsa veikindin sér í svima og höfuðverk. vísir/björgvin Flugliðar Icelandair sem Fréttablaðið ræddi við segja mikinn mun á að fljúga með nýjustu vél félagsins, Boeing 767, og eldri vélum í flugflota þess, þar sem ekki er eins mikill hávaði um borð í nýju vélinni og loftið er mun betra. Undanfarið hefur verið fjallað um aukin veikindi áhafna fyrirtækisins. Hilmar B. Baldursson, flugrekstrarstjóri félagsins, sendi á dögunum bréf til starfsmanna þar sem hann greindi frá því að fyrirtækið hefði gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna aukinna veikinda starfsfólks. Þá sagði Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair, í samtali við fréttastofu að veikindi flugliða hefðu verið þekkt vandamál hjá fyrirtækinu í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist undanfarna mánuði. Icelandair hefur meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Fréttablaðið hafði samband við um þrjátíu flugliða félagsins. Sumir neituðu að tjá sig um málið en þeir sem tjáðu sig vildu ekki koma fram undir nafni. Þó nokkrir flugliðar sögðust ekki hafa heyrt neitt meira af málinu en það sem kom fram í umræddu bréfi og höfðu ekki fengið neinar frekari upplýsingar. Þeir flugliðar kannast ekki við veikindi né óþægindi um borð. Aðspurðir um einkenni veikindanna sögðu nokkrir að um væri að ræða svima, höfuðverk og súrefnisskort. Ein flugfreyja talaði um að starfsumhverfið væri krefjandi og að margir nýliðar áttuðu sig ekki almennilega á vinnuaðstæðunum fyrr en þeir kynntust vinnuumhverfinu af eigin raun. Einnig sagði hún dagsformið skipta miklu máli þar sem ekki væri æskilegt að mæta til vinnu slappur eða illa fyrir kallaður. Aðrir vildu meina að það væru ekki einungis nýliðar sem fyndu fyrir óþægindum heldur hefðu reyndir starfsmenn orðið veikir um borð. Önnur flugfreyja var á því að áhrif vegna slappleika gætu margfaldast í háloftunum. Hún útskýrði að ómögulegt væri að komast veikur heim eftir að vélin væri komin í loftið. Hún telur því mikilvægt að hlusta á líkama sinn og fara ekki í flug illa upplagður. Ein þeirra flugfreyja sem Fréttablaðið ræddi við veiktist um borð. Hún fann fyrir miklum óþægindum sem lýstu sér í höfuðverk, svima og súrefnisskorti. Yfirflugfreyja vélarinnar kom henni til aðstoðar og gaf henni súrefni. Henni leið strax betur í kjölfarið. Hún hefur haldið áfram störfum sínum sem flugfreyja og leggur áherslu á að eldri flugliðar hjá félaginu hvetji nýliða til að láta vita ef veikindi eða óþægindi komi upp um borð. Þá virðast aukin veikindi starfsfólks Icelandair ekki hafa haft áhrif á farþega. Einn flugliðanna sagði ástæðuna líklega vera að allt annað væri að vera farþegi í flugvél en að vinna um borð. Farþegar finni síður fyrir einkennum. Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Flugliðar Icelandair sem Fréttablaðið ræddi við segja mikinn mun á að fljúga með nýjustu vél félagsins, Boeing 767, og eldri vélum í flugflota þess, þar sem ekki er eins mikill hávaði um borð í nýju vélinni og loftið er mun betra. Undanfarið hefur verið fjallað um aukin veikindi áhafna fyrirtækisins. Hilmar B. Baldursson, flugrekstrarstjóri félagsins, sendi á dögunum bréf til starfsmanna þar sem hann greindi frá því að fyrirtækið hefði gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna aukinna veikinda starfsfólks. Þá sagði Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair, í samtali við fréttastofu að veikindi flugliða hefðu verið þekkt vandamál hjá fyrirtækinu í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist undanfarna mánuði. Icelandair hefur meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Fréttablaðið hafði samband við um þrjátíu flugliða félagsins. Sumir neituðu að tjá sig um málið en þeir sem tjáðu sig vildu ekki koma fram undir nafni. Þó nokkrir flugliðar sögðust ekki hafa heyrt neitt meira af málinu en það sem kom fram í umræddu bréfi og höfðu ekki fengið neinar frekari upplýsingar. Þeir flugliðar kannast ekki við veikindi né óþægindi um borð. Aðspurðir um einkenni veikindanna sögðu nokkrir að um væri að ræða svima, höfuðverk og súrefnisskort. Ein flugfreyja talaði um að starfsumhverfið væri krefjandi og að margir nýliðar áttuðu sig ekki almennilega á vinnuaðstæðunum fyrr en þeir kynntust vinnuumhverfinu af eigin raun. Einnig sagði hún dagsformið skipta miklu máli þar sem ekki væri æskilegt að mæta til vinnu slappur eða illa fyrir kallaður. Aðrir vildu meina að það væru ekki einungis nýliðar sem fyndu fyrir óþægindum heldur hefðu reyndir starfsmenn orðið veikir um borð. Önnur flugfreyja var á því að áhrif vegna slappleika gætu margfaldast í háloftunum. Hún útskýrði að ómögulegt væri að komast veikur heim eftir að vélin væri komin í loftið. Hún telur því mikilvægt að hlusta á líkama sinn og fara ekki í flug illa upplagður. Ein þeirra flugfreyja sem Fréttablaðið ræddi við veiktist um borð. Hún fann fyrir miklum óþægindum sem lýstu sér í höfuðverk, svima og súrefnisskorti. Yfirflugfreyja vélarinnar kom henni til aðstoðar og gaf henni súrefni. Henni leið strax betur í kjölfarið. Hún hefur haldið áfram störfum sínum sem flugfreyja og leggur áherslu á að eldri flugliðar hjá félaginu hvetji nýliða til að láta vita ef veikindi eða óþægindi komi upp um borð. Þá virðast aukin veikindi starfsfólks Icelandair ekki hafa haft áhrif á farþega. Einn flugliðanna sagði ástæðuna líklega vera að allt annað væri að vera farþegi í flugvél en að vinna um borð. Farþegar finni síður fyrir einkennum. Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira