Flugvél WOW fékk fugl í hreyfil í flugtaki: „Urðum dauðskelkuð“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. ágúst 2016 13:28 Snúa þurfti við flugvél WOW Air á leið frá Barcelona til Íslands í gær eftir að fugl lenti í hreyfli í vélarinnar. Vísir/Vilhelm Snúa þurfti við flugi WOW Air frá Barcelona til Íslands í gærkvöldi eftir að stór fugl lenti í hreyfli vélarinnar skömmu eftir flugtak. Farþegi um borð í vélinni segist hafa orðið dauðskelkaður en blossar og eldglæringar komu upp í hreyflinum við samstuðið við fuglinn. „Við fórum þarna í loftið í gærkvöldi. Þegar vélin er í risinu eftir flugtak heyrum við einhver óhljóð og svo sé bara blossana frá hreyflinum út um gluggann,“ segir Arnar Birgisson fasteignasali frá Akureyri sem var um borð í vélinni á leiðinni heim með fjölskyldu sína eftir frí á Spáni. „Þetta var ótrúleg upplifun og við urðum dauðskelkuð. Það er alveg skelfilegt að sjá svona eldglæringar,“ segir Arnar en fljótlega fengu farþegar þær upplýsingar að líklega hefði fugl lent í hreyflinum og að allir mælar flugvélarinnar sýndu að allt væri í lagi. Vélinni var snúið við og lent aftur í Barcelona eftir að hafa hringsólað í drjúga stund svo losa mætti um eldsneytisbirgðar vélarinnar. Var Arnari, fjölskyldu hans og öðrum farþegum svo komið fyrir á hóteli á meðan beðið er eftir brottför aftur heim til Íslands. Í samtali við Vísi staðfesti Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, að stór fugl hefði lent í hreyfli vélarinnar og til öryggis hafi verið ákveðið að snúa vélinni við. Eftir lendingu hafi komið í ljós að hreyfillinn var töluvert skemmdur og því voru farþegar vélarinnar sendir á hótel. Mun Wow Air senda flugvél frá Íslandi eftir farþegunum á meðan gert er við hina og er áætluð brottför í nótt. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Snúa þurfti við flugi WOW Air frá Barcelona til Íslands í gærkvöldi eftir að stór fugl lenti í hreyfli vélarinnar skömmu eftir flugtak. Farþegi um borð í vélinni segist hafa orðið dauðskelkaður en blossar og eldglæringar komu upp í hreyflinum við samstuðið við fuglinn. „Við fórum þarna í loftið í gærkvöldi. Þegar vélin er í risinu eftir flugtak heyrum við einhver óhljóð og svo sé bara blossana frá hreyflinum út um gluggann,“ segir Arnar Birgisson fasteignasali frá Akureyri sem var um borð í vélinni á leiðinni heim með fjölskyldu sína eftir frí á Spáni. „Þetta var ótrúleg upplifun og við urðum dauðskelkuð. Það er alveg skelfilegt að sjá svona eldglæringar,“ segir Arnar en fljótlega fengu farþegar þær upplýsingar að líklega hefði fugl lent í hreyflinum og að allir mælar flugvélarinnar sýndu að allt væri í lagi. Vélinni var snúið við og lent aftur í Barcelona eftir að hafa hringsólað í drjúga stund svo losa mætti um eldsneytisbirgðar vélarinnar. Var Arnari, fjölskyldu hans og öðrum farþegum svo komið fyrir á hóteli á meðan beðið er eftir brottför aftur heim til Íslands. Í samtali við Vísi staðfesti Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, að stór fugl hefði lent í hreyfli vélarinnar og til öryggis hafi verið ákveðið að snúa vélinni við. Eftir lendingu hafi komið í ljós að hreyfillinn var töluvert skemmdur og því voru farþegar vélarinnar sendir á hótel. Mun Wow Air senda flugvél frá Íslandi eftir farþegunum á meðan gert er við hina og er áætluð brottför í nótt.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira