Flugvél WOW fékk fugl í hreyfil í flugtaki: „Urðum dauðskelkuð“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. ágúst 2016 13:28 Snúa þurfti við flugvél WOW Air á leið frá Barcelona til Íslands í gær eftir að fugl lenti í hreyfli í vélarinnar. Vísir/Vilhelm Snúa þurfti við flugi WOW Air frá Barcelona til Íslands í gærkvöldi eftir að stór fugl lenti í hreyfli vélarinnar skömmu eftir flugtak. Farþegi um borð í vélinni segist hafa orðið dauðskelkaður en blossar og eldglæringar komu upp í hreyflinum við samstuðið við fuglinn. „Við fórum þarna í loftið í gærkvöldi. Þegar vélin er í risinu eftir flugtak heyrum við einhver óhljóð og svo sé bara blossana frá hreyflinum út um gluggann,“ segir Arnar Birgisson fasteignasali frá Akureyri sem var um borð í vélinni á leiðinni heim með fjölskyldu sína eftir frí á Spáni. „Þetta var ótrúleg upplifun og við urðum dauðskelkuð. Það er alveg skelfilegt að sjá svona eldglæringar,“ segir Arnar en fljótlega fengu farþegar þær upplýsingar að líklega hefði fugl lent í hreyflinum og að allir mælar flugvélarinnar sýndu að allt væri í lagi. Vélinni var snúið við og lent aftur í Barcelona eftir að hafa hringsólað í drjúga stund svo losa mætti um eldsneytisbirgðar vélarinnar. Var Arnari, fjölskyldu hans og öðrum farþegum svo komið fyrir á hóteli á meðan beðið er eftir brottför aftur heim til Íslands. Í samtali við Vísi staðfesti Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, að stór fugl hefði lent í hreyfli vélarinnar og til öryggis hafi verið ákveðið að snúa vélinni við. Eftir lendingu hafi komið í ljós að hreyfillinn var töluvert skemmdur og því voru farþegar vélarinnar sendir á hótel. Mun Wow Air senda flugvél frá Íslandi eftir farþegunum á meðan gert er við hina og er áætluð brottför í nótt. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Snúa þurfti við flugi WOW Air frá Barcelona til Íslands í gærkvöldi eftir að stór fugl lenti í hreyfli vélarinnar skömmu eftir flugtak. Farþegi um borð í vélinni segist hafa orðið dauðskelkaður en blossar og eldglæringar komu upp í hreyflinum við samstuðið við fuglinn. „Við fórum þarna í loftið í gærkvöldi. Þegar vélin er í risinu eftir flugtak heyrum við einhver óhljóð og svo sé bara blossana frá hreyflinum út um gluggann,“ segir Arnar Birgisson fasteignasali frá Akureyri sem var um borð í vélinni á leiðinni heim með fjölskyldu sína eftir frí á Spáni. „Þetta var ótrúleg upplifun og við urðum dauðskelkuð. Það er alveg skelfilegt að sjá svona eldglæringar,“ segir Arnar en fljótlega fengu farþegar þær upplýsingar að líklega hefði fugl lent í hreyflinum og að allir mælar flugvélarinnar sýndu að allt væri í lagi. Vélinni var snúið við og lent aftur í Barcelona eftir að hafa hringsólað í drjúga stund svo losa mætti um eldsneytisbirgðar vélarinnar. Var Arnari, fjölskyldu hans og öðrum farþegum svo komið fyrir á hóteli á meðan beðið er eftir brottför aftur heim til Íslands. Í samtali við Vísi staðfesti Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, að stór fugl hefði lent í hreyfli vélarinnar og til öryggis hafi verið ákveðið að snúa vélinni við. Eftir lendingu hafi komið í ljós að hreyfillinn var töluvert skemmdur og því voru farþegar vélarinnar sendir á hótel. Mun Wow Air senda flugvél frá Íslandi eftir farþegunum á meðan gert er við hina og er áætluð brottför í nótt.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira