Kona á fimmtugsaldri liggur á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hún lenti í bílslysi á Suðurlandi í dag. Önnur kona sem er á þrítugsaldri liggur á bráðamóttöku spítalans en konurnar eru ferðamenn hér á landi.
Þær voru á ferð í fólksbíl og lentu í árekstri við steypubíl á Bakkavegi, skammt frá Voðmúlastöðum, í Rangárvallasýslu fyrir hádegi í dag. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og flutti hún konurnar á Landspítalann.
Á gjörgæslu eftir árekstur við steypubíl

Tengdar fréttir

Ferðamenn fluttir með þyrlu eftir árekstur við steypubíl
Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir á Landspítalann eftir árekstur tveggja bíla í Rangárvallasýslu.