Urriðinn tekur vel síðsumars í Elliðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 22. ágúst 2016 09:00 Fallegur urriði úr Elliðavatni Mynd: KL Elliðavatn er líklega eitt vinsælasta vatn á suðvesturhorni landsins en það er mikið stundað frá fyrsta degi og inní júlí. Aðsóknin að vatninu dregst mikið saman eftir þann tíma því það virðist sem veiðimenn séu á þeirri skoðun að þá hætti urriðinn og bleikjan í vatninu að taka. Það er langt frá því að vera rétt. Silungur étur sem hann getur yfir sumarið til að fita sig og safna eins miklum fituforða og hann getur fyrir hrygninguna um haustið ogá þessum árstíma er hann sérstaklega gráðugur. Það sem breytist er að fæðuframboðið er yfirleitt mjög gott á þessum árstíma svo það sem þarf að gera er að þekkja vel hvað fiskurinn er að éta og finna flugu sem líkur eftir því. Beituveiði er yfirleitt ekki málið á þessum tíma en þeir sem eru lunknir með fluguna gera oft gott mót í vatninu svona á síðustu dögum veiðitímabilsins. Urriðinn tekur best snemma á morgnana og seint á kvöldin og er veiðin í ljósaskiptunum yfirleitt best og þá sést líka vel þegar fiskurinn kemur inn á grynningar í ætisleit. Það sem til dæmis virkar vel er að nota mjög litla nobblera og strippa þá inn á grynningum og líkja þannig eftir hornsíli og geta tökurnar þegar hann stekkur á fluguna verið mjög kraftmiklar Þrátt fyrir að haust sé í lofti er alveg ástæðulaust að hætta að kíkja í vatnið því þess fyrir utan að silungurinn sé í tökustuði er nokkuð af laxi í vatninu og hafa nokkrir veiðimenn þegar gert það ágætt í laxaleit. Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði
Elliðavatn er líklega eitt vinsælasta vatn á suðvesturhorni landsins en það er mikið stundað frá fyrsta degi og inní júlí. Aðsóknin að vatninu dregst mikið saman eftir þann tíma því það virðist sem veiðimenn séu á þeirri skoðun að þá hætti urriðinn og bleikjan í vatninu að taka. Það er langt frá því að vera rétt. Silungur étur sem hann getur yfir sumarið til að fita sig og safna eins miklum fituforða og hann getur fyrir hrygninguna um haustið ogá þessum árstíma er hann sérstaklega gráðugur. Það sem breytist er að fæðuframboðið er yfirleitt mjög gott á þessum árstíma svo það sem þarf að gera er að þekkja vel hvað fiskurinn er að éta og finna flugu sem líkur eftir því. Beituveiði er yfirleitt ekki málið á þessum tíma en þeir sem eru lunknir með fluguna gera oft gott mót í vatninu svona á síðustu dögum veiðitímabilsins. Urriðinn tekur best snemma á morgnana og seint á kvöldin og er veiðin í ljósaskiptunum yfirleitt best og þá sést líka vel þegar fiskurinn kemur inn á grynningar í ætisleit. Það sem til dæmis virkar vel er að nota mjög litla nobblera og strippa þá inn á grynningum og líkja þannig eftir hornsíli og geta tökurnar þegar hann stekkur á fluguna verið mjög kraftmiklar Þrátt fyrir að haust sé í lofti er alveg ástæðulaust að hætta að kíkja í vatnið því þess fyrir utan að silungurinn sé í tökustuði er nokkuð af laxi í vatninu og hafa nokkrir veiðimenn þegar gert það ágætt í laxaleit.
Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði