Ríkisstjórnin og þinglokin Steingrímur J. Sigfússon skrifar 31. ágúst 2016 07:00 Það er full þörf á að ræða stjórnmálastöðuna í samhenginu ríkisstjórn landsins og þinglokin. Við erum með ríkisstjórn í andarslitrunum sem er þó að reyna að rembast við að vera eitthvað annað og meira en hún er, jafnvel að reyna að segja Alþingi fyrir verkum. Þetta er ríkisstjórn sem sjálf ákvað síðastliðið vor að framlengja líf sitt og breyta sér í bráðabirgðastjórn til haustsins, sem er næsti bær við starfsstjórn. Þeim fjölgar auðvitað hratt sem sjá að það voru mikil mistök fyrir alla, og ekki síst stjórnarflokkana, að kjósa ekki síðastliðið vor. Það var einfaldlega ávísun á tímasóun, óvissu og upplausn að horfast ekki í augu við veruleikann strax þá. Jafnvel stjórnarliðar spretta nú fram og segja: Það er þá alla vega réttast að kjósa strax, rjúfa þing tafarlaust og kjósa. Aðrir stjórnarliðar gera kröfur um að einstakir ráðherrar í ríkisstjórninni segi af sér. Sem betur fer eru hverfandi líkur á því að þessi ríkisstjórn lifi af kosningarnar í október næstkomandi. Hana mun vanta bæði þingstyrk og sennilega vilja til þess að reyna að halda samstarfinu áfram. Það er vel. Við þær aðstæður þurfa forusta þingsins, forseti, formenn þingflokka og formenn flokka, einfaldlega að setjast niður og leggja algerlega sjálfstætt mat á það hvaða mál standa efnisleg rök til að afgreiða og hver á að láta bíða, áður en þingmenn halda í kosningabaráttu eða hverfa af þingi eins og metfjöldi virðist ætla að gera. Ríkisstjórn í andarslitrunum á ekki að segja Alþingi fyrir verkum frekar en ríkisstjórnir yfirleitt og endranær eiga að kúska þingið til hlýðni. Það er þingræði á Íslandi, hér situr þingbundin ríkisstjórn. Það er augljóst að einhver mál sem eiga að hafa réttaráhrif og koma til framkvæmda strax á haustmánuðum þarf að skoða, en það er fráleitt að eyða tíma Alþingis í önnur umdeild mál sem eiga hvort eð er ekki að taka gildi fyrr en t.d. á miðju næsta ári. Þessi ríkisstjórn hefur ekkert umboð til þess lengur að skipa fyrir um að umdeild framtíðarlöggjöf um lánasjóðinn eða mismununarkerfi fjármálaráðherra gagnvart ungu fólki á húsnæðismarkaði verði gerð að lögum. Löskuð ríkisstjórn hægriflokkanna verður að lifa með því að sandurinn er búinn í stundaglasi hennar.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það er full þörf á að ræða stjórnmálastöðuna í samhenginu ríkisstjórn landsins og þinglokin. Við erum með ríkisstjórn í andarslitrunum sem er þó að reyna að rembast við að vera eitthvað annað og meira en hún er, jafnvel að reyna að segja Alþingi fyrir verkum. Þetta er ríkisstjórn sem sjálf ákvað síðastliðið vor að framlengja líf sitt og breyta sér í bráðabirgðastjórn til haustsins, sem er næsti bær við starfsstjórn. Þeim fjölgar auðvitað hratt sem sjá að það voru mikil mistök fyrir alla, og ekki síst stjórnarflokkana, að kjósa ekki síðastliðið vor. Það var einfaldlega ávísun á tímasóun, óvissu og upplausn að horfast ekki í augu við veruleikann strax þá. Jafnvel stjórnarliðar spretta nú fram og segja: Það er þá alla vega réttast að kjósa strax, rjúfa þing tafarlaust og kjósa. Aðrir stjórnarliðar gera kröfur um að einstakir ráðherrar í ríkisstjórninni segi af sér. Sem betur fer eru hverfandi líkur á því að þessi ríkisstjórn lifi af kosningarnar í október næstkomandi. Hana mun vanta bæði þingstyrk og sennilega vilja til þess að reyna að halda samstarfinu áfram. Það er vel. Við þær aðstæður þurfa forusta þingsins, forseti, formenn þingflokka og formenn flokka, einfaldlega að setjast niður og leggja algerlega sjálfstætt mat á það hvaða mál standa efnisleg rök til að afgreiða og hver á að láta bíða, áður en þingmenn halda í kosningabaráttu eða hverfa af þingi eins og metfjöldi virðist ætla að gera. Ríkisstjórn í andarslitrunum á ekki að segja Alþingi fyrir verkum frekar en ríkisstjórnir yfirleitt og endranær eiga að kúska þingið til hlýðni. Það er þingræði á Íslandi, hér situr þingbundin ríkisstjórn. Það er augljóst að einhver mál sem eiga að hafa réttaráhrif og koma til framkvæmda strax á haustmánuðum þarf að skoða, en það er fráleitt að eyða tíma Alþingis í önnur umdeild mál sem eiga hvort eð er ekki að taka gildi fyrr en t.d. á miðju næsta ári. Þessi ríkisstjórn hefur ekkert umboð til þess lengur að skipa fyrir um að umdeild framtíðarlöggjöf um lánasjóðinn eða mismununarkerfi fjármálaráðherra gagnvart ungu fólki á húsnæðismarkaði verði gerð að lögum. Löskuð ríkisstjórn hægriflokkanna verður að lifa með því að sandurinn er búinn í stundaglasi hennar.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar