Bubbi bendir á læknana: „Gísli Pálmi er ekki sökudólgurinn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2016 10:45 "Gísli Pálmi er rappari flottur og hæfileikaríkur. Í tvígang deyr fólk úr ofneyslu nálægt honum, sorglegra getur það ekki orðið. En hann ber ekki ábyrgð á því,“ segir Bubbi. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens telur tilefni til þess að koma rapparanum Gísla Pálma til varnar í kjölfar umræðu á samfélagsmiðlum vegna andláts ungs manns úr ofneyslu fíkniefna á Menningarnótt. Um er að ræða í annað skiptið á þremur árum sem einstaklingur í blóma lífsins fellur frá vegna ofneyslu. Stúlka á táningsaldri lét lífið á heimili Gísla Pálma fyrir tæpum þremur árum og sá sem féll frá fyrir rúmri viku var vinur Gísla Pálma. Höfðu þeir verið saman að skemmta sér um kvöldið. „Gísli Pálmi er rappari flottur og hæfileikaríkur. Í tvígang deyr fólk úr ofneyslu nálægt honum, sorglegra getur það ekki orðið. En hann ber ekki ábyrgð á því,“ segir Bubbi sem þekkir vel baráttuna við fíkniefnadjöfulinn frá sínum yngri árum. Mörg af hans vinsælustu lögum fjalla um neyslu fíkniefna og má nefna Afgan og Rómeó og Júlíu í því samhengi.Bubbi hefur verið lengi í tónlistarbransanum og segir hann vímuefni alltaf hafa verið fyrirferðamikil, þá sérstaklega áfengi.„Stundum hef ég fengið í hausinn að ungt fólk hafi dópað vegna þess að ég dópaði og maður gapir. Morfín skyld efni koma frá læknum sem skrifa þau út. Þetta efni sem hefur dregið ungt fólk til dauða undanfarin misseri eru efni sem koma frá læknum … Það er vandamál í sjálfu sér.“Umrætt efni er fentanýl sem er verkjalyf, hundrað sinnum sterkara en morfín og fimmtíu sinnum sterkara en heróín ef það er mælt milligramm fyrir milligramm. Þrír hafa látist það sem af er ári vegna neyslu fentanýls.Auk þess varð annar ungur maður, vinur Gísla Pálma og unga mannsins sem lét lífið, meðvitundarlaus á Menningarnótt. Gísli Pálmi mun hafa gert tilraunir til endurlífgunar áður en sjúkrateymi kom á vettvang. Frægt er að hann reyndi sömuleiðis að aðstoða ungu stúlkuna í nóvember 2013 en símtalið til Neyðarlínunnar var spilað í sjónvarpsþættinum Brestum árið 2014.Hlusta má á Neyðarlínusímtalið hér að neðan.Í báðum atvikum hefur lögreglu gengið erfiðlega að hafa uppi á vitnum, bæði í partýinu á heimili Gísla Pálma á Ásvallagötu í nóvember 2013, og sömuleiðis á Menningarnótt. Faðir stúlkunnar biðlaði til Gísla Pálma að upplýsa sig um hvað gerðist í fyrrnefndu partýi en hefur lagt áherslu á að foreldrarnir kenni honum ekki um hvernig fór. Þá var það ofneysla MDMA sem varð stúlkunni að bana og þótti þá í mikilli tísku. Nú virðist fentanýl komið í skuggalega mikla dreyfingu.„Þetta er mjög gott verkjalyf en hættulegar aukaverkanir. Það getur valdið mikilli hömlun á öndun upp í heila. Við stóra skammta þá hreinlega hættir einstaklingurinn að anda og fer þar af leiðandi í hjartastopp,“ segir Kolbeinn Guðmundsson, yfirlæknir Lyfjastofnunar.Bubbi segist vona að Gísla Pálma beri gæfa til þess að verða edrú því lífið sé stórkostlegt án efna. Heilbrigðismál Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Fentanýl á Menningarnótt: Lögreglu reynist erfitt að hafa uppi á vitnum að atburðum næturinnar Um kunnuglegt stef er að ræða í málum þar sem grunur leikur á um ofneyslu fíkniefna. 26. ágúst 2016 14:45 Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53 Fentanýl ekkert til að fíflast með Hættan af fentanýli er vanmetin í fíkniefnaheiminum, en lyfið er stórhættulegt og ekket til að fíflast með. Þetta segir Íslendingur sem sjálfur var háður heróíni í Bandaríkjunum. 27. ágúst 2016 19:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens telur tilefni til þess að koma rapparanum Gísla Pálma til varnar í kjölfar umræðu á samfélagsmiðlum vegna andláts ungs manns úr ofneyslu fíkniefna á Menningarnótt. Um er að ræða í annað skiptið á þremur árum sem einstaklingur í blóma lífsins fellur frá vegna ofneyslu. Stúlka á táningsaldri lét lífið á heimili Gísla Pálma fyrir tæpum þremur árum og sá sem féll frá fyrir rúmri viku var vinur Gísla Pálma. Höfðu þeir verið saman að skemmta sér um kvöldið. „Gísli Pálmi er rappari flottur og hæfileikaríkur. Í tvígang deyr fólk úr ofneyslu nálægt honum, sorglegra getur það ekki orðið. En hann ber ekki ábyrgð á því,“ segir Bubbi sem þekkir vel baráttuna við fíkniefnadjöfulinn frá sínum yngri árum. Mörg af hans vinsælustu lögum fjalla um neyslu fíkniefna og má nefna Afgan og Rómeó og Júlíu í því samhengi.Bubbi hefur verið lengi í tónlistarbransanum og segir hann vímuefni alltaf hafa verið fyrirferðamikil, þá sérstaklega áfengi.„Stundum hef ég fengið í hausinn að ungt fólk hafi dópað vegna þess að ég dópaði og maður gapir. Morfín skyld efni koma frá læknum sem skrifa þau út. Þetta efni sem hefur dregið ungt fólk til dauða undanfarin misseri eru efni sem koma frá læknum … Það er vandamál í sjálfu sér.“Umrætt efni er fentanýl sem er verkjalyf, hundrað sinnum sterkara en morfín og fimmtíu sinnum sterkara en heróín ef það er mælt milligramm fyrir milligramm. Þrír hafa látist það sem af er ári vegna neyslu fentanýls.Auk þess varð annar ungur maður, vinur Gísla Pálma og unga mannsins sem lét lífið, meðvitundarlaus á Menningarnótt. Gísli Pálmi mun hafa gert tilraunir til endurlífgunar áður en sjúkrateymi kom á vettvang. Frægt er að hann reyndi sömuleiðis að aðstoða ungu stúlkuna í nóvember 2013 en símtalið til Neyðarlínunnar var spilað í sjónvarpsþættinum Brestum árið 2014.Hlusta má á Neyðarlínusímtalið hér að neðan.Í báðum atvikum hefur lögreglu gengið erfiðlega að hafa uppi á vitnum, bæði í partýinu á heimili Gísla Pálma á Ásvallagötu í nóvember 2013, og sömuleiðis á Menningarnótt. Faðir stúlkunnar biðlaði til Gísla Pálma að upplýsa sig um hvað gerðist í fyrrnefndu partýi en hefur lagt áherslu á að foreldrarnir kenni honum ekki um hvernig fór. Þá var það ofneysla MDMA sem varð stúlkunni að bana og þótti þá í mikilli tísku. Nú virðist fentanýl komið í skuggalega mikla dreyfingu.„Þetta er mjög gott verkjalyf en hættulegar aukaverkanir. Það getur valdið mikilli hömlun á öndun upp í heila. Við stóra skammta þá hreinlega hættir einstaklingurinn að anda og fer þar af leiðandi í hjartastopp,“ segir Kolbeinn Guðmundsson, yfirlæknir Lyfjastofnunar.Bubbi segist vona að Gísla Pálma beri gæfa til þess að verða edrú því lífið sé stórkostlegt án efna.
Heilbrigðismál Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Fentanýl á Menningarnótt: Lögreglu reynist erfitt að hafa uppi á vitnum að atburðum næturinnar Um kunnuglegt stef er að ræða í málum þar sem grunur leikur á um ofneyslu fíkniefna. 26. ágúst 2016 14:45 Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53 Fentanýl ekkert til að fíflast með Hættan af fentanýli er vanmetin í fíkniefnaheiminum, en lyfið er stórhættulegt og ekket til að fíflast með. Þetta segir Íslendingur sem sjálfur var háður heróíni í Bandaríkjunum. 27. ágúst 2016 19:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Fentanýl á Menningarnótt: Lögreglu reynist erfitt að hafa uppi á vitnum að atburðum næturinnar Um kunnuglegt stef er að ræða í málum þar sem grunur leikur á um ofneyslu fíkniefna. 26. ágúst 2016 14:45
Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53
Fentanýl ekkert til að fíflast með Hættan af fentanýli er vanmetin í fíkniefnaheiminum, en lyfið er stórhættulegt og ekket til að fíflast með. Þetta segir Íslendingur sem sjálfur var háður heróíni í Bandaríkjunum. 27. ágúst 2016 19:30