Kynlíf og næstu skref Rúnar Gíslason skrifar 6. september 2016 10:51 Mig langar að tala um kynlíf. Ég held að flestir hljóti að vera sammála því að kynlíf er afskaplega mikilvægt fyrir vöxt og viðhald hvers samfélags. Fæst okkar væru til nema vegna þess að foreldrar okkar lögðu á sig að stunda kynlíf, sem getur vissulega verið töluvert líkamlegt erfiði. Kynlíf er því grunnurinn að tilveru flestra. Miðað við mikilvægi þessa málaflokks, þ.e. kynlífs, er magnað hversu lítið vægi það hefur í umræðunni og í skólakerfinu. Kynfræðslu er illa sinnt í skóla sem er magnað miðað við hversu margir hafa bara þó nokkurn áhuga á kynlífi. Það er reyndar margt fleira sem snýr að lífi og tilveru fólks sem er varla nefnt í skólakerfinu. Meðal annars það sem gjarnan kemur á eftir kynlífi, þ.e. barnauppeldi! Það ætti ekki að þurfa að fjölyrða um mkilvægi kynfræðslu. Góð kynfræðsla getur komið í veg fyrir ótímabærar þunganir. Hún getur líka stuðlað að heilbrigðari samskiptum kynjanna, já og fólks af sama kyni ekki síður, og getur jafnvel komið í veg fyrir kynferðisbrot. Síðast en ekki síst þá er það með þetta áhugamál, eins og svo mörg önnur, að þekking og færni eykur ánægjuna! Stjórnvöld hafa því miður lítinn áhuga á kynlífi og ef eitthvað er þá virðist þeim vera í nöp við það. Alla vega hafa stjórnvöld ákveðið refsa þeim sem stunda kynlíf með þeim árangri að þeir ná að fjölga mannkyninu, fjölga skattgreiðendum. Refsingin er fæðingarorlof. Það er ekki hægt að hugsa sér meira ábyrgðarhlutverk en foreldrahlutverkið. Foreldrum er ekki umbunað fyrir þessa ábyrgð. Stjórnendur fjármálastofnana fá hins vegar góða bónusa fyrir meinta ábyrgð. Fæðingarolofið er refsing vegna þess hversu stutt það er. Refsingin felst í óbrúuðu bili milli fæðingarorlofs og dagvistunar á leikskólum. Það er hins vegar mjög mismunandi hversu breytt það bil er. Ýmist eru börn að komast að á leikskóla þegar þau eru aðeins ársgömul eða ekki fyrr en þau eru komin á Facebook! (eða svona því sem næst). Á leikskólum er unnið frábært starf og það fagfólk sem þar starfar gegnir mikilvægu hlutverki í uppeldi hvers barns. Ég vil að börn njóti jafnræðis hvar sem þau eru á landinu. Fæðingarorlofið á að vera tólf mánuðir og síðan á leikskólinn að taka við. Það er kynlíf með farsælan endi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Mig langar að tala um kynlíf. Ég held að flestir hljóti að vera sammála því að kynlíf er afskaplega mikilvægt fyrir vöxt og viðhald hvers samfélags. Fæst okkar væru til nema vegna þess að foreldrar okkar lögðu á sig að stunda kynlíf, sem getur vissulega verið töluvert líkamlegt erfiði. Kynlíf er því grunnurinn að tilveru flestra. Miðað við mikilvægi þessa málaflokks, þ.e. kynlífs, er magnað hversu lítið vægi það hefur í umræðunni og í skólakerfinu. Kynfræðslu er illa sinnt í skóla sem er magnað miðað við hversu margir hafa bara þó nokkurn áhuga á kynlífi. Það er reyndar margt fleira sem snýr að lífi og tilveru fólks sem er varla nefnt í skólakerfinu. Meðal annars það sem gjarnan kemur á eftir kynlífi, þ.e. barnauppeldi! Það ætti ekki að þurfa að fjölyrða um mkilvægi kynfræðslu. Góð kynfræðsla getur komið í veg fyrir ótímabærar þunganir. Hún getur líka stuðlað að heilbrigðari samskiptum kynjanna, já og fólks af sama kyni ekki síður, og getur jafnvel komið í veg fyrir kynferðisbrot. Síðast en ekki síst þá er það með þetta áhugamál, eins og svo mörg önnur, að þekking og færni eykur ánægjuna! Stjórnvöld hafa því miður lítinn áhuga á kynlífi og ef eitthvað er þá virðist þeim vera í nöp við það. Alla vega hafa stjórnvöld ákveðið refsa þeim sem stunda kynlíf með þeim árangri að þeir ná að fjölga mannkyninu, fjölga skattgreiðendum. Refsingin er fæðingarorlof. Það er ekki hægt að hugsa sér meira ábyrgðarhlutverk en foreldrahlutverkið. Foreldrum er ekki umbunað fyrir þessa ábyrgð. Stjórnendur fjármálastofnana fá hins vegar góða bónusa fyrir meinta ábyrgð. Fæðingarolofið er refsing vegna þess hversu stutt það er. Refsingin felst í óbrúuðu bili milli fæðingarorlofs og dagvistunar á leikskólum. Það er hins vegar mjög mismunandi hversu breytt það bil er. Ýmist eru börn að komast að á leikskóla þegar þau eru aðeins ársgömul eða ekki fyrr en þau eru komin á Facebook! (eða svona því sem næst). Á leikskólum er unnið frábært starf og það fagfólk sem þar starfar gegnir mikilvægu hlutverki í uppeldi hvers barns. Ég vil að börn njóti jafnræðis hvar sem þau eru á landinu. Fæðingarorlofið á að vera tólf mánuðir og síðan á leikskólinn að taka við. Það er kynlíf með farsælan endi!
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun