Borgnesingar skoða ylströnd í Englendingavík Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. september 2016 07:00 Einar S. Valdimarsson í Englendingavík þar sem hugmyndin er að koma upp ylströnd með heitum pottum. Mynd/Magnús Kári Einarsson „Við erum að reyna að lífga þetta enn meira,“ segir Einar S. Valdimarsson sem óskar eftir samstarfi við Borgarbyggð um gerð ylstrandar í Englendingavík. Einar rekur þegar bæði veitingastað og heimagistingu í Englendingavík og hefur auk þess verið að gera þar upp annan húsakost, þar með talið pakkhús og gömlu kaupfélagsskrifstofurnar, til að víkka út starfsemina. Margir þekkja svæðið við Englendingavík, ekki síst barnafólk sem sótt hefur hinn vinsæla Bjössaróló sem orðinn er þekkt kennileiti í Borgarnesi. Einar segir víkina afar skjólsæla, sérstaklega í norðanátt. „Hér 150 metra frá var fólk á ungmennafélagsmóti um daginn norpandi á meðan það voru krakkar á sundskýlum hjá okkur. Þetta er bara náttúruperla, ekkert annað,“ útskýrir vertinn í víkinni. „Draumurinn hjá arkitektinum er að vera jafnvel með litla heita potta sem flæðir inn í. En enn þá eru þetta bara hugmyndir sem kviknuðu,“ segir Einar sem kveðst einnig líta til samstarfs við Orkuveituna varðandi heitu pottana og hugsanlega sturtuaðstöðu. „Þá er hugmyndin að lýsa upp klettavegg ofan við göngustíg sem liggur frá brúnni yfir í Brákarey og gera þetta svolítið flott. Þetta er spurning um að lífga aðeins upp á,“ segir Einar sem kveður ætlunina að fá listamann til að „finna og draga fram mannamyndir“ sem séu þar fyrir í klettunum. „Vandamálið í ferðaþjónustunni er að útlendingurinn þarf að hafa eitthvað fyrir stafni. Hann þarf eitthvað öðruvísi og eitthvað sem er gaman að skoða,“ undirstrikar Einar. Ótaldar eru hugmyndir um að koma fyrir gömlum bát við steinbryggjuna til augnayndis og setja upp vefmyndavélar í Litlu-Brákarey sem er friðuð og Einar kveður vera mikla fuglaparadís. „Hugmyndin er að gera fólki kleift að sjá æðarfuglinn með ungana og að það geti fylgst með flóðinu og fjörunni. Ég held að ferðaþjónusta í Borgarnesi eigi vannýtt tækifæri í fuglunum og strandlengjunni almennt.“ Byggðarráð Borgarbyggðar segir þessar hugmyndir áhugaverðar og hefur sett þær í skoðun.Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuEinar S. Valdimarson við veitingahúsið Englendingavík.Mynd/Magnús Kári Einarsson Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
„Við erum að reyna að lífga þetta enn meira,“ segir Einar S. Valdimarsson sem óskar eftir samstarfi við Borgarbyggð um gerð ylstrandar í Englendingavík. Einar rekur þegar bæði veitingastað og heimagistingu í Englendingavík og hefur auk þess verið að gera þar upp annan húsakost, þar með talið pakkhús og gömlu kaupfélagsskrifstofurnar, til að víkka út starfsemina. Margir þekkja svæðið við Englendingavík, ekki síst barnafólk sem sótt hefur hinn vinsæla Bjössaróló sem orðinn er þekkt kennileiti í Borgarnesi. Einar segir víkina afar skjólsæla, sérstaklega í norðanátt. „Hér 150 metra frá var fólk á ungmennafélagsmóti um daginn norpandi á meðan það voru krakkar á sundskýlum hjá okkur. Þetta er bara náttúruperla, ekkert annað,“ útskýrir vertinn í víkinni. „Draumurinn hjá arkitektinum er að vera jafnvel með litla heita potta sem flæðir inn í. En enn þá eru þetta bara hugmyndir sem kviknuðu,“ segir Einar sem kveðst einnig líta til samstarfs við Orkuveituna varðandi heitu pottana og hugsanlega sturtuaðstöðu. „Þá er hugmyndin að lýsa upp klettavegg ofan við göngustíg sem liggur frá brúnni yfir í Brákarey og gera þetta svolítið flott. Þetta er spurning um að lífga aðeins upp á,“ segir Einar sem kveður ætlunina að fá listamann til að „finna og draga fram mannamyndir“ sem séu þar fyrir í klettunum. „Vandamálið í ferðaþjónustunni er að útlendingurinn þarf að hafa eitthvað fyrir stafni. Hann þarf eitthvað öðruvísi og eitthvað sem er gaman að skoða,“ undirstrikar Einar. Ótaldar eru hugmyndir um að koma fyrir gömlum bát við steinbryggjuna til augnayndis og setja upp vefmyndavélar í Litlu-Brákarey sem er friðuð og Einar kveður vera mikla fuglaparadís. „Hugmyndin er að gera fólki kleift að sjá æðarfuglinn með ungana og að það geti fylgst með flóðinu og fjörunni. Ég held að ferðaþjónusta í Borgarnesi eigi vannýtt tækifæri í fuglunum og strandlengjunni almennt.“ Byggðarráð Borgarbyggðar segir þessar hugmyndir áhugaverðar og hefur sett þær í skoðun.Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuEinar S. Valdimarson við veitingahúsið Englendingavík.Mynd/Magnús Kári Einarsson
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira