Jón Arnór Stefánsson leikur ekki með íslenska körfuboltalandsliðinu gegn því kýpverska í undankeppni EM 2017 í dag.
Jón Arnór er meiddur á hné og getur ekki tekið þátt í leiknum í dag.
Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson kemur inn í íslenska hópinn fyrir Jón Arnór.
Íslendingar eru með tvö stig í A-riðli eftir góðan sigur á Sviss, 88-72, á miðvikudaginn. Jón Arnór skoraði 11 stig í leiknum gegn Svisslendingum.
Kýpverjar töpuðu aftur á móti fyrir Belgíu í fyrsta leik sínum, 65-46.
Leikur Íslands og Kýpur hefst klukkan 14:00 að íslenskum tíma.
Jón Arnór ekki með gegn Kýpur vegna meiðsla
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Manchester er heima“
Enski boltinn


„Verð aldrei trúður“
Fótbolti



Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn

