Jón Arnór Stefánsson leikur ekki með íslenska körfuboltalandsliðinu gegn því kýpverska í undankeppni EM 2017 í dag.
Jón Arnór er meiddur á hné og getur ekki tekið þátt í leiknum í dag.
Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson kemur inn í íslenska hópinn fyrir Jón Arnór.
Íslendingar eru með tvö stig í A-riðli eftir góðan sigur á Sviss, 88-72, á miðvikudaginn. Jón Arnór skoraði 11 stig í leiknum gegn Svisslendingum.
Kýpverjar töpuðu aftur á móti fyrir Belgíu í fyrsta leik sínum, 65-46.
Leikur Íslands og Kýpur hefst klukkan 14:00 að íslenskum tíma.
Jón Arnór ekki með gegn Kýpur vegna meiðsla
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
