Lögregla þurfti að hafa afskipti af ölvuðum farþega um borð í flugvél WOW air á leið frá Baltimore í gær.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Maðurinn neytti áfengis úr flösku sem hann var með í fluginu en samkvæmt reglum flugfélaga er stranglega bannað að neyta eigin áfengis um borð í flugvélum. Maðurinn hafi jafnframt verið með leiðindi um borð, bæði í garð áhafnarinnar og farþegans sem sat fyrir framan hann.
Eftir lendingu var maðurinn færður af lögreglu á varðstofu þar sem rætt var við hann. Róaðist hann þá og baðst afsökunar á hegðun sinni.
Ölvaður um borð í flugvél
nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
