Frumþjónusta í heilbrigðiskerfinu Oddur Steinarsson skrifar 2. september 2016 07:00 Í umræðunni um heilbrigðismál á Íslandi er mest rætt um sjúkrahús. Sjúkrahús eru kostnaðarsöm bæði í byggingu og rekstri. Það er því mikilvægt fyrir samfélagið að skoða heilbrigðiskerfið í heild sinni. Undanfarna áratugi hefur náðst mikill árangur í heilbrigðisþjónustu, sem kallar á nýjar nálganir í veitingu hennar. Smitsjúkdómar eru á undanhaldi á meðan lífsstílstengdir sjúkdómar aukast hlutfallslega og eru þeir nú meirihluti þeirra verkefna sem heilbrigðiskerfið fæst við. Við lifum lengur og oft með fleiri en einn sjúkdóm á efri árum. Spítalainnlagnir eru styttri en áður og meðferðarmöguleikar í nærumhverfi einstaklinga mun meiri. Í Svíþjóð lifir önnur hver kona heilbrigðum lífsstíl og þriðji hver maður. Velta má fyrir sér hvort hlutfallið hér á landi sé svipað eða jafnvel lægra. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) eru 80% af kransæðasjúkdómum og heilablóðföllum tengd óheilbrigðum lífsstíl. Þar er því haldið fram að koma megi í veg fyrir um 30% af krabbameinstilfellum með heilbrigðum lífsstíl. Heilbrigðar matarvenjur, reglubundin hreyfing, kjörþyngd og að reykja ekki getur komið í veg fyrir eða seinkað þróun á sykursýki týpu 2. Lifa lengur Einstaklingar sem lifa heilbrigðum lífsstíl lifa einnig að meðaltali um 14 árum lengur en þeir sem ekki gera það. Jafnvel þeir sem eru komnir með sjúkdóm geta bætt horfur sínar verulega með heilbrigðum lífsstíl. Þannig getur sjúklingur sem hefur fengið bráðan kransæðasjúkdóm minnkað áhættuna á nýju hjartaáfalli um 74% strax eftir 6 mánuði ef hann tileinkar sér heilbrigðan lífsstíl í samanburði við þann sem ekki gerir það. Frumþjónustan í heilbrigðiskerfinu gegnir lykilhlutverki í að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag. Fræðsla og forvarnir sjúkdóma eru mikilvægir þættir. Í heilsugæslunni hefur hreyfiseðill verið innleiddur á landsvísu að frumkvæði Jóns Steinars Jónssonar, lektors í heimilislækningum. Þetta er eitt gott dæmi um aðgerðir til að mæta þeim áskorunum varðandi lífsstílssjúkdóma sem við erum að fást við. Efling frumþjónustunnar er lykilatriðið að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til að mæta þessum áskorunum. Samræming, samhæfing, fjölgun fagstétta og bætt aðgengi að heilsugæslunni er það sem efla þarf. Þau skref sem verið er að taka nú til uppbyggingar heilsugæslunnar eru í samræmi við þessar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Sem dæmi um þetta er að sálfræðingum fjölgar nú innan raða heilsugæslunnar, hjúkrunarfræðingar bæta við sig verkefnum, nýjar heilsugæslur eru í burðarliðnum og ef þróunin verður í takt við önnur norræn ríki mun læknum einnig fjölga sem velja sér heimilislækningar. Við forgangsröðun á fjármagni í heilbrigðisþjónustunni er mikilvægt að horfa ekki einungis til sjúkrahúsa heldur hafa heilsugæsluna framar í forgangsröðuninni, og þannig fyrirbyggingu frekar en lagfæringu að leiðarljósi. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddur Steinarsson Heilbrigðismál Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni um heilbrigðismál á Íslandi er mest rætt um sjúkrahús. Sjúkrahús eru kostnaðarsöm bæði í byggingu og rekstri. Það er því mikilvægt fyrir samfélagið að skoða heilbrigðiskerfið í heild sinni. Undanfarna áratugi hefur náðst mikill árangur í heilbrigðisþjónustu, sem kallar á nýjar nálganir í veitingu hennar. Smitsjúkdómar eru á undanhaldi á meðan lífsstílstengdir sjúkdómar aukast hlutfallslega og eru þeir nú meirihluti þeirra verkefna sem heilbrigðiskerfið fæst við. Við lifum lengur og oft með fleiri en einn sjúkdóm á efri árum. Spítalainnlagnir eru styttri en áður og meðferðarmöguleikar í nærumhverfi einstaklinga mun meiri. Í Svíþjóð lifir önnur hver kona heilbrigðum lífsstíl og þriðji hver maður. Velta má fyrir sér hvort hlutfallið hér á landi sé svipað eða jafnvel lægra. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) eru 80% af kransæðasjúkdómum og heilablóðföllum tengd óheilbrigðum lífsstíl. Þar er því haldið fram að koma megi í veg fyrir um 30% af krabbameinstilfellum með heilbrigðum lífsstíl. Heilbrigðar matarvenjur, reglubundin hreyfing, kjörþyngd og að reykja ekki getur komið í veg fyrir eða seinkað þróun á sykursýki týpu 2. Lifa lengur Einstaklingar sem lifa heilbrigðum lífsstíl lifa einnig að meðaltali um 14 árum lengur en þeir sem ekki gera það. Jafnvel þeir sem eru komnir með sjúkdóm geta bætt horfur sínar verulega með heilbrigðum lífsstíl. Þannig getur sjúklingur sem hefur fengið bráðan kransæðasjúkdóm minnkað áhættuna á nýju hjartaáfalli um 74% strax eftir 6 mánuði ef hann tileinkar sér heilbrigðan lífsstíl í samanburði við þann sem ekki gerir það. Frumþjónustan í heilbrigðiskerfinu gegnir lykilhlutverki í að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag. Fræðsla og forvarnir sjúkdóma eru mikilvægir þættir. Í heilsugæslunni hefur hreyfiseðill verið innleiddur á landsvísu að frumkvæði Jóns Steinars Jónssonar, lektors í heimilislækningum. Þetta er eitt gott dæmi um aðgerðir til að mæta þeim áskorunum varðandi lífsstílssjúkdóma sem við erum að fást við. Efling frumþjónustunnar er lykilatriðið að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til að mæta þessum áskorunum. Samræming, samhæfing, fjölgun fagstétta og bætt aðgengi að heilsugæslunni er það sem efla þarf. Þau skref sem verið er að taka nú til uppbyggingar heilsugæslunnar eru í samræmi við þessar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Sem dæmi um þetta er að sálfræðingum fjölgar nú innan raða heilsugæslunnar, hjúkrunarfræðingar bæta við sig verkefnum, nýjar heilsugæslur eru í burðarliðnum og ef þróunin verður í takt við önnur norræn ríki mun læknum einnig fjölga sem velja sér heimilislækningar. Við forgangsröðun á fjármagni í heilbrigðisþjónustunni er mikilvægt að horfa ekki einungis til sjúkrahúsa heldur hafa heilsugæsluna framar í forgangsröðuninni, og þannig fyrirbyggingu frekar en lagfæringu að leiðarljósi. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun