Drykkfelldi skipstjórinn fékk 100 þúsund króna sekt og hélt för sinni áfram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2016 15:00 Frá vinstri: Sebastian, Bernd og Paul í upphafi ferðar þegar allt stefndi í eftirminnilega siglingu næstu þrjár vikurnar. Hún varð svo sannarlega eftirminnileg en af öðrum ástæðum en þeir reiknuðu með. Mynd/Paul Þýskur skipstjóri sem sérsveit lögreglu þurfti að hafa afskipti af að morgni miðvikudagsins 24. ágúst á Suðureyri varð eitt hundrað þúsund krónum fátækari. Hann þurfti að greiða sekt til lögreglu vegna brota á vopnalögum annars vegar og tilkynningaskildu skipa til vaktstöðvar siglinga hins vegar. Þrjú skotvopn voru um borð í bátnum og voru þau afhent tollgæslunni þar sem maðurinn gat nálgast þau á nýjan leik. Ekki er óeðlilegt að vera með vopn um borð í siglingu í Norður-Íshafi enda hætta af ísbjörnum á svæðinu. Austurríkismaður og þýskir feðgar keyptu sér ævintýrasiglingu með skipstjóranum þýska fyrir rúmar 400 þúsund krónur á mann. Lagt var af stað frá Svalbarða 8. ágúst og tveimur og hálfri viku síðar lagði skútuna að landi á Suðureyri. Þá höfðu farþegarnir fengið sig fullsadda af mikilli drykkju skipstjórans sem hafði valdið þeim miklum áhyggjum á siglingunni. Á tveimur og hálfri viku sáu þeir ekki til annarra skipa, hittu ekki annað fólk og sá sem átti að gæta öryggis þeirra sötraði áfengi vægast sagt ótæpilega. Ekki sást til annarra skipa vikurnar tvær og hálfu sem siglt var áleiðis til Íslands.Mynd/Paul „Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ sagði Austurríkismaðurinn Paul í samtali við Vísi í vikunni. „Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ Þegar mennirnir tilkynntu skipstjóranum að þeir ætluðu ekki áfram með skútunni til Reykjavíkur brást skipstjórinn ókvæða við og minnti þá á vopnin sem væru í skútunni. Flýðu þremenningarnir skútuna án þess að geta tekið farangur sinn með. Hringdu þeir á lögreglu sem sendi sérsveitina á staðinn í ljósi þess að maðurinn væri vopnaður. Hann reyndist blindfullur þegar sérsveitin mætti á staðinn um sexleytið að morgni 24. ágúst og handtekinn. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skipstjórans er um síðustu ferðina að ræða þetta sumarið. Þegar er hægt að bóka sig í ferðir fyrir næsta sumar, meðal annars þá sem Austurríkismaðurinn og þýsku feðgarnir skelltu sér í. Heimasíðan er þess eðlis að ekki er hægt að skrifa ummæli um reynslu sína um borð. Skipstjórinn er ekki sá eini sem þurfti að reiða fram 100 þúsund krónur þessa vikuna. Ferðamenn sem fóru í óleyfi á bíl sínum áleiðis að flugvélinni á Sólheimasandi þurftu að gera slíkt hið sama. Þá innheimtu reyndar landeigendur sjálfir peninginn. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fundu þrjú skotvopn í skútunni við Suðureyri Skipstjóri skútunnar var handtekinn en hann var ölvaður við handtöku. 24. ágúst 2016 22:06 Ævintýrasigling til Íslands varð að martröð "Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ segir Paul. "Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ 29. ágúst 2016 07:00 Vopnað lið lögreglu hafði afskipti af mönnum á skútu á Suðureyri Lögreglu barst tilkynning um að ágreiningur hafi orðið meðal áhafnarmeðlima um borð í skútu þar sem einn áhafnarmeðlima hafði hótað að beita skotvopni. 24. ágúst 2016 09:45 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Þýskur skipstjóri sem sérsveit lögreglu þurfti að hafa afskipti af að morgni miðvikudagsins 24. ágúst á Suðureyri varð eitt hundrað þúsund krónum fátækari. Hann þurfti að greiða sekt til lögreglu vegna brota á vopnalögum annars vegar og tilkynningaskildu skipa til vaktstöðvar siglinga hins vegar. Þrjú skotvopn voru um borð í bátnum og voru þau afhent tollgæslunni þar sem maðurinn gat nálgast þau á nýjan leik. Ekki er óeðlilegt að vera með vopn um borð í siglingu í Norður-Íshafi enda hætta af ísbjörnum á svæðinu. Austurríkismaður og þýskir feðgar keyptu sér ævintýrasiglingu með skipstjóranum þýska fyrir rúmar 400 þúsund krónur á mann. Lagt var af stað frá Svalbarða 8. ágúst og tveimur og hálfri viku síðar lagði skútuna að landi á Suðureyri. Þá höfðu farþegarnir fengið sig fullsadda af mikilli drykkju skipstjórans sem hafði valdið þeim miklum áhyggjum á siglingunni. Á tveimur og hálfri viku sáu þeir ekki til annarra skipa, hittu ekki annað fólk og sá sem átti að gæta öryggis þeirra sötraði áfengi vægast sagt ótæpilega. Ekki sást til annarra skipa vikurnar tvær og hálfu sem siglt var áleiðis til Íslands.Mynd/Paul „Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ sagði Austurríkismaðurinn Paul í samtali við Vísi í vikunni. „Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ Þegar mennirnir tilkynntu skipstjóranum að þeir ætluðu ekki áfram með skútunni til Reykjavíkur brást skipstjórinn ókvæða við og minnti þá á vopnin sem væru í skútunni. Flýðu þremenningarnir skútuna án þess að geta tekið farangur sinn með. Hringdu þeir á lögreglu sem sendi sérsveitina á staðinn í ljósi þess að maðurinn væri vopnaður. Hann reyndist blindfullur þegar sérsveitin mætti á staðinn um sexleytið að morgni 24. ágúst og handtekinn. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skipstjórans er um síðustu ferðina að ræða þetta sumarið. Þegar er hægt að bóka sig í ferðir fyrir næsta sumar, meðal annars þá sem Austurríkismaðurinn og þýsku feðgarnir skelltu sér í. Heimasíðan er þess eðlis að ekki er hægt að skrifa ummæli um reynslu sína um borð. Skipstjórinn er ekki sá eini sem þurfti að reiða fram 100 þúsund krónur þessa vikuna. Ferðamenn sem fóru í óleyfi á bíl sínum áleiðis að flugvélinni á Sólheimasandi þurftu að gera slíkt hið sama. Þá innheimtu reyndar landeigendur sjálfir peninginn.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fundu þrjú skotvopn í skútunni við Suðureyri Skipstjóri skútunnar var handtekinn en hann var ölvaður við handtöku. 24. ágúst 2016 22:06 Ævintýrasigling til Íslands varð að martröð "Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ segir Paul. "Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ 29. ágúst 2016 07:00 Vopnað lið lögreglu hafði afskipti af mönnum á skútu á Suðureyri Lögreglu barst tilkynning um að ágreiningur hafi orðið meðal áhafnarmeðlima um borð í skútu þar sem einn áhafnarmeðlima hafði hótað að beita skotvopni. 24. ágúst 2016 09:45 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Fundu þrjú skotvopn í skútunni við Suðureyri Skipstjóri skútunnar var handtekinn en hann var ölvaður við handtöku. 24. ágúst 2016 22:06
Ævintýrasigling til Íslands varð að martröð "Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ segir Paul. "Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ 29. ágúst 2016 07:00
Vopnað lið lögreglu hafði afskipti af mönnum á skútu á Suðureyri Lögreglu barst tilkynning um að ágreiningur hafi orðið meðal áhafnarmeðlima um borð í skútu þar sem einn áhafnarmeðlima hafði hótað að beita skotvopni. 24. ágúst 2016 09:45