Margrét Lára: Núllið er eins og barnið okkar og við gerum allt til að vernda það Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. september 2016 19:15 Núllið er eins og barnið okkar sem við erum að vernda segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta. Stelpurnar okkar mæta Skotlandi í lokaumferð undankeppni EM 2017 á Laugardalsvelli á morgun en þær eiga enn eftir að fá á sig mark í riðlinum. Stelpurnar okkar hafa sett sér það markmið að vinna sinn riðil í undankeppninni og þurfa jafntefli til að ná því gegn Skotum á morgun. Ísland er komið á EM en Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði liðsins, segir einbeitinguna ekki í ólagi. „Mér finnst það ekki vera vandamál hjá okkur. Við erum líka þannig lið að okkur finnst við vera á ákveðinni vegferð sem endar í Hollandi á næsta ári. Þar ætlum við að toppa okkur en til þess að vera að toppa þar þurfum við alltaf að vera upp á okkar besta. Þetta er því mjög góð þjálfun í því að spila leik þar sem ekki allt er undir. Það er samt stolt og annað og við þurfum að ná ákveðinni frammistöðu,“ segir Margrét Lára í viðtali við Vísi. Ísland vann Skotland 4-0 ytra í fyrri leiknum en þar voru Skotarnir með bölvaða stæla fyrir leik; töluðu sitt lið upp og stelpurnar okkar niður og fengu að launm vænan rassskell. Skotarnir halda áfram að trekkja okkar stelpur í gang því besti leikmaður Skota mætir ekki einu sinni til leiks á morgun. „Ég vona að þær fái sama skellinn en hvort þetta sé sama dissið er ekki mitt að dæma. Þær mæta samt sem sem áður með gott lið enda er mikil breidd í þeirra hópi. Þær eru með marga frábæra leikmenn þannig við verðum að passa okkur á því í umræðunni að fara ekki út í eitthvað vanmat. Við berum mikla virðingu fyrir þeim en ætlum að sýna það og sanna að þetta var ekkert slys í Skotlandi,“ segir Margrét. Íslenska liðið á enn eftir að fá á sig mark í keppninni og er þar í flokki með stórþjóðunum Þýskalandi og Frakklandi. Markmiðið er að vinna leikinn á morgun númer 1 2 og 3 en að halda hreinu væri skemmtilegur bónus. „Þetta núll okkar er eins og litla barnið okkar sem við erum að vernda. Við gerum það í öllum leikjum. Freyr leggur mikið upp úr góðum varnarleik og að halda núllinu í öllum leikjum. Það verður ekkert öðruvísi á morgun. Við munum verja þetta núll eins og við getum en við gerum okkur samt grein fyrir því að mestu máli skiptir að vinna leikinn. Ef við vinnum þetta 6-5 er það bara þannig og þá verðum við alveg jafnglaðar og að vinna 1-0. En ef við getum verndað barnið okkar gerum við það að sjálfsögðu,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Skotarnir aftur með stæla: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur“ Landsliðsþjálfarinn þakkar skoska landsliðinu fyrir ókeypis hvatninguna sem stelpurnar okkar fengu. 19. september 2016 13:45 Hallbera: Okkur langar að sýna Skotunum að þetta var engin tilviljun Hallberu og stelpunum í landsliðinu langar að halda hreinu í lokaleiknum gegn Skotlandi á morgun. 19. september 2016 15:15 Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Núllið er eins og barnið okkar sem við erum að vernda segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta. Stelpurnar okkar mæta Skotlandi í lokaumferð undankeppni EM 2017 á Laugardalsvelli á morgun en þær eiga enn eftir að fá á sig mark í riðlinum. Stelpurnar okkar hafa sett sér það markmið að vinna sinn riðil í undankeppninni og þurfa jafntefli til að ná því gegn Skotum á morgun. Ísland er komið á EM en Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði liðsins, segir einbeitinguna ekki í ólagi. „Mér finnst það ekki vera vandamál hjá okkur. Við erum líka þannig lið að okkur finnst við vera á ákveðinni vegferð sem endar í Hollandi á næsta ári. Þar ætlum við að toppa okkur en til þess að vera að toppa þar þurfum við alltaf að vera upp á okkar besta. Þetta er því mjög góð þjálfun í því að spila leik þar sem ekki allt er undir. Það er samt stolt og annað og við þurfum að ná ákveðinni frammistöðu,“ segir Margrét Lára í viðtali við Vísi. Ísland vann Skotland 4-0 ytra í fyrri leiknum en þar voru Skotarnir með bölvaða stæla fyrir leik; töluðu sitt lið upp og stelpurnar okkar niður og fengu að launm vænan rassskell. Skotarnir halda áfram að trekkja okkar stelpur í gang því besti leikmaður Skota mætir ekki einu sinni til leiks á morgun. „Ég vona að þær fái sama skellinn en hvort þetta sé sama dissið er ekki mitt að dæma. Þær mæta samt sem sem áður með gott lið enda er mikil breidd í þeirra hópi. Þær eru með marga frábæra leikmenn þannig við verðum að passa okkur á því í umræðunni að fara ekki út í eitthvað vanmat. Við berum mikla virðingu fyrir þeim en ætlum að sýna það og sanna að þetta var ekkert slys í Skotlandi,“ segir Margrét. Íslenska liðið á enn eftir að fá á sig mark í keppninni og er þar í flokki með stórþjóðunum Þýskalandi og Frakklandi. Markmiðið er að vinna leikinn á morgun númer 1 2 og 3 en að halda hreinu væri skemmtilegur bónus. „Þetta núll okkar er eins og litla barnið okkar sem við erum að vernda. Við gerum það í öllum leikjum. Freyr leggur mikið upp úr góðum varnarleik og að halda núllinu í öllum leikjum. Það verður ekkert öðruvísi á morgun. Við munum verja þetta núll eins og við getum en við gerum okkur samt grein fyrir því að mestu máli skiptir að vinna leikinn. Ef við vinnum þetta 6-5 er það bara þannig og þá verðum við alveg jafnglaðar og að vinna 1-0. En ef við getum verndað barnið okkar gerum við það að sjálfsögðu,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Skotarnir aftur með stæla: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur“ Landsliðsþjálfarinn þakkar skoska landsliðinu fyrir ókeypis hvatninguna sem stelpurnar okkar fengu. 19. september 2016 13:45 Hallbera: Okkur langar að sýna Skotunum að þetta var engin tilviljun Hallberu og stelpunum í landsliðinu langar að halda hreinu í lokaleiknum gegn Skotlandi á morgun. 19. september 2016 15:15 Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Skotarnir aftur með stæla: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur“ Landsliðsþjálfarinn þakkar skoska landsliðinu fyrir ókeypis hvatninguna sem stelpurnar okkar fengu. 19. september 2016 13:45
Hallbera: Okkur langar að sýna Skotunum að þetta var engin tilviljun Hallberu og stelpunum í landsliðinu langar að halda hreinu í lokaleiknum gegn Skotlandi á morgun. 19. september 2016 15:15
Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn