Hælisumsóknum fjölgar á Íslandi en fækkar í nágrannalöndunum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. september 2016 20:00 vísir/stefán Met hefur verið slegið í fjölda hælisumsókna hér á landi en yfir áttatíu umsóknir hafa borist Útlendingastofnun í þessum mánuði. Fjöldi umsókna í nágrannalöndunum er hins vegar á niðurleið. Heildarfjöldi hælisumsókna það sem af er ári er þegar meiri en allt síðasta ár. Heildarfjöldi umsækjenda til dagsins í dag eru 470 manns en á sama tíma á síðasta ári höfðu um 160 umsóknir borist stofnuninni. „Já við erum að upplifa ennþá mjög snarpa aukningu hjá okkur svona á haustmánuðum. Það sem af er þessum mánuði hafa okkur borist yfir áttatíu umsóknir sem þýðir það að þetta er met mánuður. Þetta er met mánuður hjá okkur og hann er rétt hálfnaður. Í fyrra voru umsóknir tæplega 400,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Í nágrannalöndum okkar er staðan hins vegar önnur, en þar fer hælisumsóknum fækkandi. „Í kring um okkur er það að gerast að þessi tala fer lækkandi,“ segir Þorsteinn. Á grundvelli samnings sem Útlendingastofnun og Alþjóðafólksflutningastofnunin hafa gert er áætlað að aðstoða 100 hælisleitendur við að flytja heim til sín á næstu átján mánuðum. Samningurinn tók gildi 1. ágúst en hann fjallar um stuðning við sjálfviljuga heimför. Aðstoðina fá þeir hælisleitendur sem uppfylla ekki skilyrði um veitingu hælis eða vilja draga umsókn sína til baka. En Af hverju talan hundrað ? Það er tala sem við settum upp til að sjá hvernig þetta myndi ganga. Við höfum fengið töluvert mikla aukningu á umsóknum í ár og í fyrra og við teljum að þetta sé raunhæf tala,“ segir Þorsteinn. Verkefnið mun kosta Útlendingastofnun tæpar 36 milljónir. Tobias Van Treeck, verkefnastjóri á skrifstofu Alþjóða fólksflutningastofnunarinnar í Helsinki, leggur áherslu á að aðstoðin sé einungis veitt þeim sem fari sjálfviljugir til síns heimalands. Tobias útskýrir að stofnunin aðstoði fólk við að koma sér fyrir í heimalandinu. Á allra næstu dögum mun stofnunin taka við fyrstu umsóknunum um flutninga frá Íslandi. Flóttamenn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
Met hefur verið slegið í fjölda hælisumsókna hér á landi en yfir áttatíu umsóknir hafa borist Útlendingastofnun í þessum mánuði. Fjöldi umsókna í nágrannalöndunum er hins vegar á niðurleið. Heildarfjöldi hælisumsókna það sem af er ári er þegar meiri en allt síðasta ár. Heildarfjöldi umsækjenda til dagsins í dag eru 470 manns en á sama tíma á síðasta ári höfðu um 160 umsóknir borist stofnuninni. „Já við erum að upplifa ennþá mjög snarpa aukningu hjá okkur svona á haustmánuðum. Það sem af er þessum mánuði hafa okkur borist yfir áttatíu umsóknir sem þýðir það að þetta er met mánuður. Þetta er met mánuður hjá okkur og hann er rétt hálfnaður. Í fyrra voru umsóknir tæplega 400,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Í nágrannalöndum okkar er staðan hins vegar önnur, en þar fer hælisumsóknum fækkandi. „Í kring um okkur er það að gerast að þessi tala fer lækkandi,“ segir Þorsteinn. Á grundvelli samnings sem Útlendingastofnun og Alþjóðafólksflutningastofnunin hafa gert er áætlað að aðstoða 100 hælisleitendur við að flytja heim til sín á næstu átján mánuðum. Samningurinn tók gildi 1. ágúst en hann fjallar um stuðning við sjálfviljuga heimför. Aðstoðina fá þeir hælisleitendur sem uppfylla ekki skilyrði um veitingu hælis eða vilja draga umsókn sína til baka. En Af hverju talan hundrað ? Það er tala sem við settum upp til að sjá hvernig þetta myndi ganga. Við höfum fengið töluvert mikla aukningu á umsóknum í ár og í fyrra og við teljum að þetta sé raunhæf tala,“ segir Þorsteinn. Verkefnið mun kosta Útlendingastofnun tæpar 36 milljónir. Tobias Van Treeck, verkefnastjóri á skrifstofu Alþjóða fólksflutningastofnunarinnar í Helsinki, leggur áherslu á að aðstoðin sé einungis veitt þeim sem fari sjálfviljugir til síns heimalands. Tobias útskýrir að stofnunin aðstoði fólk við að koma sér fyrir í heimalandinu. Á allra næstu dögum mun stofnunin taka við fyrstu umsóknunum um flutninga frá Íslandi.
Flóttamenn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira