Hælisumsóknum fjölgar á Íslandi en fækkar í nágrannalöndunum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. september 2016 20:00 vísir/stefán Met hefur verið slegið í fjölda hælisumsókna hér á landi en yfir áttatíu umsóknir hafa borist Útlendingastofnun í þessum mánuði. Fjöldi umsókna í nágrannalöndunum er hins vegar á niðurleið. Heildarfjöldi hælisumsókna það sem af er ári er þegar meiri en allt síðasta ár. Heildarfjöldi umsækjenda til dagsins í dag eru 470 manns en á sama tíma á síðasta ári höfðu um 160 umsóknir borist stofnuninni. „Já við erum að upplifa ennþá mjög snarpa aukningu hjá okkur svona á haustmánuðum. Það sem af er þessum mánuði hafa okkur borist yfir áttatíu umsóknir sem þýðir það að þetta er met mánuður. Þetta er met mánuður hjá okkur og hann er rétt hálfnaður. Í fyrra voru umsóknir tæplega 400,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Í nágrannalöndum okkar er staðan hins vegar önnur, en þar fer hælisumsóknum fækkandi. „Í kring um okkur er það að gerast að þessi tala fer lækkandi,“ segir Þorsteinn. Á grundvelli samnings sem Útlendingastofnun og Alþjóðafólksflutningastofnunin hafa gert er áætlað að aðstoða 100 hælisleitendur við að flytja heim til sín á næstu átján mánuðum. Samningurinn tók gildi 1. ágúst en hann fjallar um stuðning við sjálfviljuga heimför. Aðstoðina fá þeir hælisleitendur sem uppfylla ekki skilyrði um veitingu hælis eða vilja draga umsókn sína til baka. En Af hverju talan hundrað ? Það er tala sem við settum upp til að sjá hvernig þetta myndi ganga. Við höfum fengið töluvert mikla aukningu á umsóknum í ár og í fyrra og við teljum að þetta sé raunhæf tala,“ segir Þorsteinn. Verkefnið mun kosta Útlendingastofnun tæpar 36 milljónir. Tobias Van Treeck, verkefnastjóri á skrifstofu Alþjóða fólksflutningastofnunarinnar í Helsinki, leggur áherslu á að aðstoðin sé einungis veitt þeim sem fari sjálfviljugir til síns heimalands. Tobias útskýrir að stofnunin aðstoði fólk við að koma sér fyrir í heimalandinu. Á allra næstu dögum mun stofnunin taka við fyrstu umsóknunum um flutninga frá Íslandi. Flóttamenn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Met hefur verið slegið í fjölda hælisumsókna hér á landi en yfir áttatíu umsóknir hafa borist Útlendingastofnun í þessum mánuði. Fjöldi umsókna í nágrannalöndunum er hins vegar á niðurleið. Heildarfjöldi hælisumsókna það sem af er ári er þegar meiri en allt síðasta ár. Heildarfjöldi umsækjenda til dagsins í dag eru 470 manns en á sama tíma á síðasta ári höfðu um 160 umsóknir borist stofnuninni. „Já við erum að upplifa ennþá mjög snarpa aukningu hjá okkur svona á haustmánuðum. Það sem af er þessum mánuði hafa okkur borist yfir áttatíu umsóknir sem þýðir það að þetta er met mánuður. Þetta er met mánuður hjá okkur og hann er rétt hálfnaður. Í fyrra voru umsóknir tæplega 400,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Í nágrannalöndum okkar er staðan hins vegar önnur, en þar fer hælisumsóknum fækkandi. „Í kring um okkur er það að gerast að þessi tala fer lækkandi,“ segir Þorsteinn. Á grundvelli samnings sem Útlendingastofnun og Alþjóðafólksflutningastofnunin hafa gert er áætlað að aðstoða 100 hælisleitendur við að flytja heim til sín á næstu átján mánuðum. Samningurinn tók gildi 1. ágúst en hann fjallar um stuðning við sjálfviljuga heimför. Aðstoðina fá þeir hælisleitendur sem uppfylla ekki skilyrði um veitingu hælis eða vilja draga umsókn sína til baka. En Af hverju talan hundrað ? Það er tala sem við settum upp til að sjá hvernig þetta myndi ganga. Við höfum fengið töluvert mikla aukningu á umsóknum í ár og í fyrra og við teljum að þetta sé raunhæf tala,“ segir Þorsteinn. Verkefnið mun kosta Útlendingastofnun tæpar 36 milljónir. Tobias Van Treeck, verkefnastjóri á skrifstofu Alþjóða fólksflutningastofnunarinnar í Helsinki, leggur áherslu á að aðstoðin sé einungis veitt þeim sem fari sjálfviljugir til síns heimalands. Tobias útskýrir að stofnunin aðstoði fólk við að koma sér fyrir í heimalandinu. Á allra næstu dögum mun stofnunin taka við fyrstu umsóknunum um flutninga frá Íslandi.
Flóttamenn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira