Aron Einar, Hafþór Júlíus og Víkingaklappið í NFL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. september 2016 23:09 Hafþór Júlíus og Aron Einar koma við sögu hjá Minneosta Vikings á sunnudagskvöldið. Samsett mynd/Vísir/Getty Aron Einar Gunnarsson og Hafþór Júlíus Björnsson verða báðir sérlegir gestir þegar NFL-liðið Minnesota Vikings vígir nýjan leikvang á sunnudagskvöld. Víkingaklappið, sem íslenska knattspyrnulandsliðið og stuðningsmenn þess gerðu heimsfrægt á EM í Frakklandi í sumar, verður þar að auki í stóru hlutverki þegar US Bank Stadium verður vígður í leik liðsins gegn erkifjendunum í Green Bay Packers. Forráðamenn félagsins hafa ekki viljað segja hvað standi nákvæmlega til en hafa þó staðfest að Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, og Hafþór Júlíus Björnsson sem leikur „Fjallið“ í sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones, munu færa áhorfendum sérstök skilaboð á myndbandsupptökum. „Við vonumst til þess að fólk líti á upplifun sína sem ógleymanlega reynslu, hvort sem við töpum leiknum eða vinnum hann,“ sagði Bryan Harper, einn forráðamanna félagsins við bandaríska fjölmiðla. Áhorfendur munu hita upp með því að taka Víkingaklappið en að sögn Harper höfðu margir stuðningsmenn Minnesota Vikings samband við félagið og vildu taka upp klappið fyrir liðið. Harper var spurður hvort að hann teldi að félaginu tækist með þessu að endurvekja „töfra“ Íslendinganna á EM. „Við skulum sjá til,“ sagði hann.From one Viking to another, a new tradition starts Sunday. pic.twitter.com/1fDX3f0jNg— Minnesota Vikings (@Vikings) September 15, 2016 NFL Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson og Hafþór Júlíus Björnsson verða báðir sérlegir gestir þegar NFL-liðið Minnesota Vikings vígir nýjan leikvang á sunnudagskvöld. Víkingaklappið, sem íslenska knattspyrnulandsliðið og stuðningsmenn þess gerðu heimsfrægt á EM í Frakklandi í sumar, verður þar að auki í stóru hlutverki þegar US Bank Stadium verður vígður í leik liðsins gegn erkifjendunum í Green Bay Packers. Forráðamenn félagsins hafa ekki viljað segja hvað standi nákvæmlega til en hafa þó staðfest að Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, og Hafþór Júlíus Björnsson sem leikur „Fjallið“ í sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones, munu færa áhorfendum sérstök skilaboð á myndbandsupptökum. „Við vonumst til þess að fólk líti á upplifun sína sem ógleymanlega reynslu, hvort sem við töpum leiknum eða vinnum hann,“ sagði Bryan Harper, einn forráðamanna félagsins við bandaríska fjölmiðla. Áhorfendur munu hita upp með því að taka Víkingaklappið en að sögn Harper höfðu margir stuðningsmenn Minnesota Vikings samband við félagið og vildu taka upp klappið fyrir liðið. Harper var spurður hvort að hann teldi að félaginu tækist með þessu að endurvekja „töfra“ Íslendinganna á EM. „Við skulum sjá til,“ sagði hann.From one Viking to another, a new tradition starts Sunday. pic.twitter.com/1fDX3f0jNg— Minnesota Vikings (@Vikings) September 15, 2016
NFL Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Sjá meira