Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2016 10:27 Myndin vinstra megin er frá því í gær en sú hægra megin frá því í morgun. Myndir/Svavar Pétur Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn þegar bíll hans valt á ómalbikuðum vegarkafla í botni Berufjarðar á tíunda tímanum í morgun. Slysið varð nærri afleggjaranum upp á Öxi. Bóndi í Berufirði sem kom að bílveltunni segir ljóst að ferðin hefði getað orðið sú síðasta hjá Japananum. Bíllinn er hins vegar í köku. Um er að ræða átta kílómetra vegakafla á Þjóðvegi 1 sem er ómalbikaður. Deilur landeigenda um hvar vegurinn eigi að vera hafa leitt til þess seinagangs að átján árum eftir malbikun Þjóðvegar 1 í heild eru þessir átta kílómetrar ómalbikaður.Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að ekki hafi staðið á Vegagerðinni í þessu máli. Svavar Pétur Eysteinsson bóndi, betur þekktur sem Prins Póló.Vísir/GVA Ein rigning og allt fer í mauk Svavar Pétur Eysteinsson, bóndi í Berufirði, tók mynd af veginum í gær sem sjá má hér til hliðar og varpaði þeirri spurningu til Vegagerðarinnar á samfélagsmiðlum hvað væri eiginlega að frétta. Í dag keyrði hann svo fram á slysið á sömu slóðum. „Vegurinn er náttúrulega alltaf mjög lélegur enda umferðin mjög mikil. Þetta er Þjóðvegur 1 og gríðarleg aukning í umferð vegna ferðamanna,“ segir Svavar Pétur. Verið var að hefla veginn í morgun en Svavar Pétur segir veginn þurfa stanslaust viðhald. „Ef það er látið undir höfuð leggjast og það kemur ein rigning þá fer allt í mauk.“Nýr vegur í árslok 2018 Loksins hefur verið tekin ákvörðun um að leggja nýjan veg yfir fjörðinn og eiga framkvæmdir að hefjast á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Er gert fyrir að framkvæmdum ljúki í árslok 2018. Svavar Pétur segir framkvæmdir ekki geta beðið. „Það þarf að gera þetta strax. Það væri annað ef þetta væri fjallvegur einhvers staðar úti í rassgati. En þetta er Þjóðvegur 1.“Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, skoðaði vegakaflann í fyrra og má sjá fréttina að neðan. Síðan er nýr vegur kominn á samgönguáætlun. Banaslys hafa orðið á vegakaflanum í Berufirði, fleiri en eitt, og bregður mörgum ökumanninum, sérstaklega erlendum ferðamönnum, þegar hann ferskyndilega af bundnu slitlagi á mölina. Friðrik Árnason, framkvæmdastjóri á Hótel Bláfells í Breiðdalsvík, segir erlendu ferðamennina stórhneykslaða. „Og halda oft á tíðum að þeir séu bara komnir í einhverjar ógöngur og vitleysu þegar þeir lenda á þessum vegkafla.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lést líklega af áverkum eftir bílveltu Andlát manns á fimmtugsaldri í ferjunni Norrænu í október í fyrra má að öllum líkindum rekja til umferðarslyss sem hann lenti í áður en hann fór um borð í skipið. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa sem gerð var opinber í gær. 4. júlí 2007 04:45 Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira
Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn þegar bíll hans valt á ómalbikuðum vegarkafla í botni Berufjarðar á tíunda tímanum í morgun. Slysið varð nærri afleggjaranum upp á Öxi. Bóndi í Berufirði sem kom að bílveltunni segir ljóst að ferðin hefði getað orðið sú síðasta hjá Japananum. Bíllinn er hins vegar í köku. Um er að ræða átta kílómetra vegakafla á Þjóðvegi 1 sem er ómalbikaður. Deilur landeigenda um hvar vegurinn eigi að vera hafa leitt til þess seinagangs að átján árum eftir malbikun Þjóðvegar 1 í heild eru þessir átta kílómetrar ómalbikaður.Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að ekki hafi staðið á Vegagerðinni í þessu máli. Svavar Pétur Eysteinsson bóndi, betur þekktur sem Prins Póló.Vísir/GVA Ein rigning og allt fer í mauk Svavar Pétur Eysteinsson, bóndi í Berufirði, tók mynd af veginum í gær sem sjá má hér til hliðar og varpaði þeirri spurningu til Vegagerðarinnar á samfélagsmiðlum hvað væri eiginlega að frétta. Í dag keyrði hann svo fram á slysið á sömu slóðum. „Vegurinn er náttúrulega alltaf mjög lélegur enda umferðin mjög mikil. Þetta er Þjóðvegur 1 og gríðarleg aukning í umferð vegna ferðamanna,“ segir Svavar Pétur. Verið var að hefla veginn í morgun en Svavar Pétur segir veginn þurfa stanslaust viðhald. „Ef það er látið undir höfuð leggjast og það kemur ein rigning þá fer allt í mauk.“Nýr vegur í árslok 2018 Loksins hefur verið tekin ákvörðun um að leggja nýjan veg yfir fjörðinn og eiga framkvæmdir að hefjast á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Er gert fyrir að framkvæmdum ljúki í árslok 2018. Svavar Pétur segir framkvæmdir ekki geta beðið. „Það þarf að gera þetta strax. Það væri annað ef þetta væri fjallvegur einhvers staðar úti í rassgati. En þetta er Þjóðvegur 1.“Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, skoðaði vegakaflann í fyrra og má sjá fréttina að neðan. Síðan er nýr vegur kominn á samgönguáætlun. Banaslys hafa orðið á vegakaflanum í Berufirði, fleiri en eitt, og bregður mörgum ökumanninum, sérstaklega erlendum ferðamönnum, þegar hann ferskyndilega af bundnu slitlagi á mölina. Friðrik Árnason, framkvæmdastjóri á Hótel Bláfells í Breiðdalsvík, segir erlendu ferðamennina stórhneykslaða. „Og halda oft á tíðum að þeir séu bara komnir í einhverjar ógöngur og vitleysu þegar þeir lenda á þessum vegkafla.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lést líklega af áverkum eftir bílveltu Andlát manns á fimmtugsaldri í ferjunni Norrænu í október í fyrra má að öllum líkindum rekja til umferðarslyss sem hann lenti í áður en hann fór um borð í skipið. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa sem gerð var opinber í gær. 4. júlí 2007 04:45 Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira
Lést líklega af áverkum eftir bílveltu Andlát manns á fimmtugsaldri í ferjunni Norrænu í október í fyrra má að öllum líkindum rekja til umferðarslyss sem hann lenti í áður en hann fór um borð í skipið. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa sem gerð var opinber í gær. 4. júlí 2007 04:45
Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42