Íhugar varaformannsframboð Snærós Sindradóttir skrifar 14. september 2016 06:30 Gunnar Bragi Sveinsson tók við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra af Sigurði Inga Jóhannssyni í apríl á þessu ári. Hann segir að Framsóknarflokkurinn sé í betri höndum undir stjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns. vísir/ernir „Guðni Ágústsson hefði kannski átt að taka Halldór Ásgrímsson, Steingrím Hermannsson og fleiri sér til fyrirmyndar, að leyfa forystu flokksins að starfa í friði. Það hafa formenn yfirleitt gert. Hann er kominn út úr þessu öllu saman,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.Gunnar Bragi Sveinssonvísir/stefánTilefnið er viðtal Fréttablaðsins við Guðna, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins, í gær þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, geti skaðað Framsóknarflokkinn með þrásetu sinni í embætti. Viðtalið hefur vakið hörð viðbrögð innan Framsóknar. Meðal annars hefur Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar, tjáð sig um viðtalið og sagt: „Ef mig misminnir ekki var það [Guðni] sem sagði að innan Framsóknarflokksins gilti heiðursmannasamkomulag að fyrrverandi formenn færu aldrei í sitjandi formann. Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag.“ Gunnar Bragi verður í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins síðar í vikunni og ræðir þar meðal annars stöðuna sem upp er komin innan flokksins. Um síðustu helgi tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknar og forsætisráðherra, að hann sæktist ekki eftir stjórnarsetu í flokknum ef engin breyting yrði á forystu hans. Það er önnur staða en var uppi fyrir skömmu þegar Sigurður sagðist styðja Sigmund og að ekki kæmi til greina að fara fram gegn formanninum. Nú er skorað á Sigurð innan Framsóknarflokksins að bjóða sig fram gegn formanninum. Gunnar Bragi segist ekki munu styðja Sigurð Inga til að taka sæti formanns. „Ég hef sagt það við Sigurð Inga sjálfan að ég myndi ekki gera það. Ég tel að flokkurinn sé betur kominn undir stjórn Sigmundar Davíðs áfram.“ Allt bendir til þess að Sigurður Ingi hætti sem varaformaður ef Sigmundur Davíð nýtur enn stuðnings sem formaður. Gunnar Bragi er að velta fyrir sér varaformannsframboði komi sú staða upp. „Þessa dagana erum við að reyna að átta okkur á því hver ætlar að leiða flokkinn, og ég er sannfærður um að það er Sigmundur Davíð. Ég myndi gjarnan vilja að Sigurður Ingi yrði þar áfram en ef ekki, þá myndi ég hugsa um það. Þú spurðir mig beint þannig að ég er að reyna að svara þessu heiðarlega. Ég myndi velta þessu fyrir mér eins og margir aðrir.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tölvuskeytið til Sigmundar líklega það sama og flestir hafa fengið Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir milljónir slíkra pósta senda út daglega. 13. september 2016 19:33 Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Sigurður Ingi með meirihluta þingflokks að baki sér Líklegt að forsætisráðherra bíði framyfir prófkjör í kjördæmi Sigmundar Davíðs á laugardag, áður en hann ákveður hvort hann bjóði sig fram gegn formanninum. 13. september 2016 12:10 Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45 Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
„Guðni Ágústsson hefði kannski átt að taka Halldór Ásgrímsson, Steingrím Hermannsson og fleiri sér til fyrirmyndar, að leyfa forystu flokksins að starfa í friði. Það hafa formenn yfirleitt gert. Hann er kominn út úr þessu öllu saman,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.Gunnar Bragi Sveinssonvísir/stefánTilefnið er viðtal Fréttablaðsins við Guðna, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins, í gær þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, geti skaðað Framsóknarflokkinn með þrásetu sinni í embætti. Viðtalið hefur vakið hörð viðbrögð innan Framsóknar. Meðal annars hefur Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar, tjáð sig um viðtalið og sagt: „Ef mig misminnir ekki var það [Guðni] sem sagði að innan Framsóknarflokksins gilti heiðursmannasamkomulag að fyrrverandi formenn færu aldrei í sitjandi formann. Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag.“ Gunnar Bragi verður í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins síðar í vikunni og ræðir þar meðal annars stöðuna sem upp er komin innan flokksins. Um síðustu helgi tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknar og forsætisráðherra, að hann sæktist ekki eftir stjórnarsetu í flokknum ef engin breyting yrði á forystu hans. Það er önnur staða en var uppi fyrir skömmu þegar Sigurður sagðist styðja Sigmund og að ekki kæmi til greina að fara fram gegn formanninum. Nú er skorað á Sigurð innan Framsóknarflokksins að bjóða sig fram gegn formanninum. Gunnar Bragi segist ekki munu styðja Sigurð Inga til að taka sæti formanns. „Ég hef sagt það við Sigurð Inga sjálfan að ég myndi ekki gera það. Ég tel að flokkurinn sé betur kominn undir stjórn Sigmundar Davíðs áfram.“ Allt bendir til þess að Sigurður Ingi hætti sem varaformaður ef Sigmundur Davíð nýtur enn stuðnings sem formaður. Gunnar Bragi er að velta fyrir sér varaformannsframboði komi sú staða upp. „Þessa dagana erum við að reyna að átta okkur á því hver ætlar að leiða flokkinn, og ég er sannfærður um að það er Sigmundur Davíð. Ég myndi gjarnan vilja að Sigurður Ingi yrði þar áfram en ef ekki, þá myndi ég hugsa um það. Þú spurðir mig beint þannig að ég er að reyna að svara þessu heiðarlega. Ég myndi velta þessu fyrir mér eins og margir aðrir.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tölvuskeytið til Sigmundar líklega það sama og flestir hafa fengið Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir milljónir slíkra pósta senda út daglega. 13. september 2016 19:33 Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Sigurður Ingi með meirihluta þingflokks að baki sér Líklegt að forsætisráðherra bíði framyfir prófkjör í kjördæmi Sigmundar Davíðs á laugardag, áður en hann ákveður hvort hann bjóði sig fram gegn formanninum. 13. september 2016 12:10 Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45 Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Tölvuskeytið til Sigmundar líklega það sama og flestir hafa fengið Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir milljónir slíkra pósta senda út daglega. 13. september 2016 19:33
Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00
Sigurður Ingi með meirihluta þingflokks að baki sér Líklegt að forsætisráðherra bíði framyfir prófkjör í kjördæmi Sigmundar Davíðs á laugardag, áður en hann ákveður hvort hann bjóði sig fram gegn formanninum. 13. september 2016 12:10
Átök innan Framsóknarflokksins fara vaxandi Sigurður Ingi útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins 13. september 2016 18:45
Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda