Örlögin eru í okkar höndum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. september 2016 06:00 Svona vinnum við þá. Pedersen þjálfari fer yfir stöðuna með Jóni Arnóri Stefánssyni. vísir/ernir „Menn eru svolítið þreyttir en að verða tilbúnir í stóra leikinn hér heima,“ segir Craig Pedersen landsliðsþjálfari en Ísland spilar gríðarlega mikilvægan leik í Laugardalshöll í kvöld. Þá kemur Kýpur í heimsókn og íslenska liðið verður að vinna. Annars er draumurinn um EM dáinn. Þetta er næstsíðasti leikur íslenska liðsins í undankeppninni en lokaleikurinn er gegn Belgum um næstu helgi.Tekið á andlega Ástæðan fyrir því að Pedersen segir að menn séu þreyttir er sú staðreynd að liðið er nýkomið heim eftir langa dvöl erlendis. Þar spiluðu strákarnir þrjá leiki á útivelli og vannst sigur í einum leik. Það var gegn andstæðingum kvöldsins, Kýpverjum, en íslenska liðið vann með ellefu stiga mun, 75-64. „Tólf dagar á hóteli með lítið að gera getur tekið á menn andlega. Nú erum við komnir heim og getum hlaðið batteríin upp á nýtt. Við munum taka eitt skref í einu og aðeins hugsa um einn leik í einu. Örlögin eru enn í okkar höndum og þannig vill maður alltaf hafa það,“ segir Pedersen. Lokaleikurinn á ferðalaginu var gegn Sviss þar sem íslenska liðið olli sjálfu sér vonbrigðum með því að tapa, 83-80, eftir að hafa unnið leikinn heima, 88-72. Þar var augljós þreyta í liðinu en hvernig ætlar þjálfarinn að koma sínu liði í gang aftur?Hjálpar að hitta fjölskylduna „Það skiptir máli að vera kominn heim til sín og upp í sitt eigið rúm. Að vera í kringum fjölskyldur sínar og börn. Þessi hluti hjálpar strax mikið til. Svo var gott að taka stutta æfingu til þess að hrista skrekkinn úr mönnum. „Fyrir tveimur árum hefðum við kannski verið ánægðir með þessa ferð til Evrópu því það er mjög erfitt að fara í útileiki. Liðið hefur aftur á móti verið að ná árangri síðustu árin þannig að þessi niðurstaða var svolítil vonbrigði. Sviss hafði mikið að sanna eftir að hafa tapað fyrir Kýpur og þeir léku af miklum krafti.“grafík/fréttablaðiðVantar smá aukakraft Svo gæti farið að það dugi íslenska liðinu að vinna leikinn gegn Kýpur til þess að komast á Eurobasket eins og EM í körfubolta er kallað. Pedersen er ekkert að missa sig í einhverjum reikningskúnstum. Það bíða tveir leikir og þá á að vinna. En hvernig? „Við reynum að einbeita okkur að einum leik í einu. Við þurfum í raun að spila eins og við gerðum á æfingunni í dag. Af miklum krafti og með mikilli einbeitingu. Við höfum verið að finna lausnir í sókninni en okkur vantar smá aukakraft og samheldni í varnarleiknum. Kýpur er með gott og skipulagt lið. Við verðum að afgreiða þann leik af fagmennsku áður en við horfum lengra.“Lykilmenn í meiðslum Það er ekki að vinna með íslenska liðinu að tveir lykilmenn eru að glíma við meiðsli. Haukur Helgi Pálsson tognaði í baki í leiknum gegn Sviss en mun spila í kvöld. Jón Arnór Stefánsson missti af tveim fyrstu leikjunum úti en spilaði sárþjáður gegn Sviss. Hann spilaði þá í 25 mínútur en skoraði aðeins 2 stig og var augljóslega ekki í standi. „Ég hef lítið getað beitt mér út af hnénu. Er með þessa bölvuðu verki alltaf og hnéð er ekki í góðu standi. Það sást langar leiðir í síðasta leik að ég er ekki í nógu góðu standi. Vonandi næ ég að koma mér betur inn í þetta svo ég sé ekki að halda aftur af mönnum í leiknum,“ sagði Jón Arnór svekktur en hann hefur þó verið að æfa. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20.15. EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
„Menn eru svolítið þreyttir en að verða tilbúnir í stóra leikinn hér heima,“ segir Craig Pedersen landsliðsþjálfari en Ísland spilar gríðarlega mikilvægan leik í Laugardalshöll í kvöld. Þá kemur Kýpur í heimsókn og íslenska liðið verður að vinna. Annars er draumurinn um EM dáinn. Þetta er næstsíðasti leikur íslenska liðsins í undankeppninni en lokaleikurinn er gegn Belgum um næstu helgi.Tekið á andlega Ástæðan fyrir því að Pedersen segir að menn séu þreyttir er sú staðreynd að liðið er nýkomið heim eftir langa dvöl erlendis. Þar spiluðu strákarnir þrjá leiki á útivelli og vannst sigur í einum leik. Það var gegn andstæðingum kvöldsins, Kýpverjum, en íslenska liðið vann með ellefu stiga mun, 75-64. „Tólf dagar á hóteli með lítið að gera getur tekið á menn andlega. Nú erum við komnir heim og getum hlaðið batteríin upp á nýtt. Við munum taka eitt skref í einu og aðeins hugsa um einn leik í einu. Örlögin eru enn í okkar höndum og þannig vill maður alltaf hafa það,“ segir Pedersen. Lokaleikurinn á ferðalaginu var gegn Sviss þar sem íslenska liðið olli sjálfu sér vonbrigðum með því að tapa, 83-80, eftir að hafa unnið leikinn heima, 88-72. Þar var augljós þreyta í liðinu en hvernig ætlar þjálfarinn að koma sínu liði í gang aftur?Hjálpar að hitta fjölskylduna „Það skiptir máli að vera kominn heim til sín og upp í sitt eigið rúm. Að vera í kringum fjölskyldur sínar og börn. Þessi hluti hjálpar strax mikið til. Svo var gott að taka stutta æfingu til þess að hrista skrekkinn úr mönnum. „Fyrir tveimur árum hefðum við kannski verið ánægðir með þessa ferð til Evrópu því það er mjög erfitt að fara í útileiki. Liðið hefur aftur á móti verið að ná árangri síðustu árin þannig að þessi niðurstaða var svolítil vonbrigði. Sviss hafði mikið að sanna eftir að hafa tapað fyrir Kýpur og þeir léku af miklum krafti.“grafík/fréttablaðiðVantar smá aukakraft Svo gæti farið að það dugi íslenska liðinu að vinna leikinn gegn Kýpur til þess að komast á Eurobasket eins og EM í körfubolta er kallað. Pedersen er ekkert að missa sig í einhverjum reikningskúnstum. Það bíða tveir leikir og þá á að vinna. En hvernig? „Við reynum að einbeita okkur að einum leik í einu. Við þurfum í raun að spila eins og við gerðum á æfingunni í dag. Af miklum krafti og með mikilli einbeitingu. Við höfum verið að finna lausnir í sókninni en okkur vantar smá aukakraft og samheldni í varnarleiknum. Kýpur er með gott og skipulagt lið. Við verðum að afgreiða þann leik af fagmennsku áður en við horfum lengra.“Lykilmenn í meiðslum Það er ekki að vinna með íslenska liðinu að tveir lykilmenn eru að glíma við meiðsli. Haukur Helgi Pálsson tognaði í baki í leiknum gegn Sviss en mun spila í kvöld. Jón Arnór Stefánsson missti af tveim fyrstu leikjunum úti en spilaði sárþjáður gegn Sviss. Hann spilaði þá í 25 mínútur en skoraði aðeins 2 stig og var augljóslega ekki í standi. „Ég hef lítið getað beitt mér út af hnénu. Er með þessa bölvuðu verki alltaf og hnéð er ekki í góðu standi. Það sást langar leiðir í síðasta leik að ég er ekki í nógu góðu standi. Vonandi næ ég að koma mér betur inn í þetta svo ég sé ekki að halda aftur af mönnum í leiknum,“ sagði Jón Arnór svekktur en hann hefur þó verið að æfa. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20.15.
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira