Örlögin eru í okkar höndum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. september 2016 06:00 Svona vinnum við þá. Pedersen þjálfari fer yfir stöðuna með Jóni Arnóri Stefánssyni. vísir/ernir „Menn eru svolítið þreyttir en að verða tilbúnir í stóra leikinn hér heima,“ segir Craig Pedersen landsliðsþjálfari en Ísland spilar gríðarlega mikilvægan leik í Laugardalshöll í kvöld. Þá kemur Kýpur í heimsókn og íslenska liðið verður að vinna. Annars er draumurinn um EM dáinn. Þetta er næstsíðasti leikur íslenska liðsins í undankeppninni en lokaleikurinn er gegn Belgum um næstu helgi.Tekið á andlega Ástæðan fyrir því að Pedersen segir að menn séu þreyttir er sú staðreynd að liðið er nýkomið heim eftir langa dvöl erlendis. Þar spiluðu strákarnir þrjá leiki á útivelli og vannst sigur í einum leik. Það var gegn andstæðingum kvöldsins, Kýpverjum, en íslenska liðið vann með ellefu stiga mun, 75-64. „Tólf dagar á hóteli með lítið að gera getur tekið á menn andlega. Nú erum við komnir heim og getum hlaðið batteríin upp á nýtt. Við munum taka eitt skref í einu og aðeins hugsa um einn leik í einu. Örlögin eru enn í okkar höndum og þannig vill maður alltaf hafa það,“ segir Pedersen. Lokaleikurinn á ferðalaginu var gegn Sviss þar sem íslenska liðið olli sjálfu sér vonbrigðum með því að tapa, 83-80, eftir að hafa unnið leikinn heima, 88-72. Þar var augljós þreyta í liðinu en hvernig ætlar þjálfarinn að koma sínu liði í gang aftur?Hjálpar að hitta fjölskylduna „Það skiptir máli að vera kominn heim til sín og upp í sitt eigið rúm. Að vera í kringum fjölskyldur sínar og börn. Þessi hluti hjálpar strax mikið til. Svo var gott að taka stutta æfingu til þess að hrista skrekkinn úr mönnum. „Fyrir tveimur árum hefðum við kannski verið ánægðir með þessa ferð til Evrópu því það er mjög erfitt að fara í útileiki. Liðið hefur aftur á móti verið að ná árangri síðustu árin þannig að þessi niðurstaða var svolítil vonbrigði. Sviss hafði mikið að sanna eftir að hafa tapað fyrir Kýpur og þeir léku af miklum krafti.“grafík/fréttablaðiðVantar smá aukakraft Svo gæti farið að það dugi íslenska liðinu að vinna leikinn gegn Kýpur til þess að komast á Eurobasket eins og EM í körfubolta er kallað. Pedersen er ekkert að missa sig í einhverjum reikningskúnstum. Það bíða tveir leikir og þá á að vinna. En hvernig? „Við reynum að einbeita okkur að einum leik í einu. Við þurfum í raun að spila eins og við gerðum á æfingunni í dag. Af miklum krafti og með mikilli einbeitingu. Við höfum verið að finna lausnir í sókninni en okkur vantar smá aukakraft og samheldni í varnarleiknum. Kýpur er með gott og skipulagt lið. Við verðum að afgreiða þann leik af fagmennsku áður en við horfum lengra.“Lykilmenn í meiðslum Það er ekki að vinna með íslenska liðinu að tveir lykilmenn eru að glíma við meiðsli. Haukur Helgi Pálsson tognaði í baki í leiknum gegn Sviss en mun spila í kvöld. Jón Arnór Stefánsson missti af tveim fyrstu leikjunum úti en spilaði sárþjáður gegn Sviss. Hann spilaði þá í 25 mínútur en skoraði aðeins 2 stig og var augljóslega ekki í standi. „Ég hef lítið getað beitt mér út af hnénu. Er með þessa bölvuðu verki alltaf og hnéð er ekki í góðu standi. Það sást langar leiðir í síðasta leik að ég er ekki í nógu góðu standi. Vonandi næ ég að koma mér betur inn í þetta svo ég sé ekki að halda aftur af mönnum í leiknum,“ sagði Jón Arnór svekktur en hann hefur þó verið að æfa. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20.15. EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
„Menn eru svolítið þreyttir en að verða tilbúnir í stóra leikinn hér heima,“ segir Craig Pedersen landsliðsþjálfari en Ísland spilar gríðarlega mikilvægan leik í Laugardalshöll í kvöld. Þá kemur Kýpur í heimsókn og íslenska liðið verður að vinna. Annars er draumurinn um EM dáinn. Þetta er næstsíðasti leikur íslenska liðsins í undankeppninni en lokaleikurinn er gegn Belgum um næstu helgi.Tekið á andlega Ástæðan fyrir því að Pedersen segir að menn séu þreyttir er sú staðreynd að liðið er nýkomið heim eftir langa dvöl erlendis. Þar spiluðu strákarnir þrjá leiki á útivelli og vannst sigur í einum leik. Það var gegn andstæðingum kvöldsins, Kýpverjum, en íslenska liðið vann með ellefu stiga mun, 75-64. „Tólf dagar á hóteli með lítið að gera getur tekið á menn andlega. Nú erum við komnir heim og getum hlaðið batteríin upp á nýtt. Við munum taka eitt skref í einu og aðeins hugsa um einn leik í einu. Örlögin eru enn í okkar höndum og þannig vill maður alltaf hafa það,“ segir Pedersen. Lokaleikurinn á ferðalaginu var gegn Sviss þar sem íslenska liðið olli sjálfu sér vonbrigðum með því að tapa, 83-80, eftir að hafa unnið leikinn heima, 88-72. Þar var augljós þreyta í liðinu en hvernig ætlar þjálfarinn að koma sínu liði í gang aftur?Hjálpar að hitta fjölskylduna „Það skiptir máli að vera kominn heim til sín og upp í sitt eigið rúm. Að vera í kringum fjölskyldur sínar og börn. Þessi hluti hjálpar strax mikið til. Svo var gott að taka stutta æfingu til þess að hrista skrekkinn úr mönnum. „Fyrir tveimur árum hefðum við kannski verið ánægðir með þessa ferð til Evrópu því það er mjög erfitt að fara í útileiki. Liðið hefur aftur á móti verið að ná árangri síðustu árin þannig að þessi niðurstaða var svolítil vonbrigði. Sviss hafði mikið að sanna eftir að hafa tapað fyrir Kýpur og þeir léku af miklum krafti.“grafík/fréttablaðiðVantar smá aukakraft Svo gæti farið að það dugi íslenska liðinu að vinna leikinn gegn Kýpur til þess að komast á Eurobasket eins og EM í körfubolta er kallað. Pedersen er ekkert að missa sig í einhverjum reikningskúnstum. Það bíða tveir leikir og þá á að vinna. En hvernig? „Við reynum að einbeita okkur að einum leik í einu. Við þurfum í raun að spila eins og við gerðum á æfingunni í dag. Af miklum krafti og með mikilli einbeitingu. Við höfum verið að finna lausnir í sókninni en okkur vantar smá aukakraft og samheldni í varnarleiknum. Kýpur er með gott og skipulagt lið. Við verðum að afgreiða þann leik af fagmennsku áður en við horfum lengra.“Lykilmenn í meiðslum Það er ekki að vinna með íslenska liðinu að tveir lykilmenn eru að glíma við meiðsli. Haukur Helgi Pálsson tognaði í baki í leiknum gegn Sviss en mun spila í kvöld. Jón Arnór Stefánsson missti af tveim fyrstu leikjunum úti en spilaði sárþjáður gegn Sviss. Hann spilaði þá í 25 mínútur en skoraði aðeins 2 stig og var augljóslega ekki í standi. „Ég hef lítið getað beitt mér út af hnénu. Er með þessa bölvuðu verki alltaf og hnéð er ekki í góðu standi. Það sást langar leiðir í síðasta leik að ég er ekki í nógu góðu standi. Vonandi næ ég að koma mér betur inn í þetta svo ég sé ekki að halda aftur af mönnum í leiknum,“ sagði Jón Arnór svekktur en hann hefur þó verið að æfa. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20.15.
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum