Rodgers: Suárez er besti framherji heims Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. september 2016 09:30 Brendan Rodgers og Luis Suárez voru góðir saman hjá Liverpool. vísir/getty Skoska meistaraliðið Celtic mætir á Nývang í kvöld þegar Meistaradeild Evrópu fer af stað og spreytir sig gegn Spánarmeisturum Barcelona en þar mætir Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Celtic, sínum gamla lærisveini, Luis Suárez. Suárez var algjörlega magnaður tímabilið 2013-2014 í ensku úrvalsdeildinni þegar Liverpool var hársbreidd frá því að vinna titilinn en hann kvaddi um sumarið og gekk í raðir Barcelona fyrir 75 milljónir punda.Sjá einnig:Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður fullskipað „Suárez er besti framherji heims í dag,“ sagði Brendan Rodgers á blaðamannafundi fyrir leikinn, en Suárez hefur komið að 131 marki í fyrstu 100 leikjunum fyrir Barcelona sem er meira en Cristiano Ronaldo og Lionel Messi afrekuðu. „Fyrst og fremst, þegar talað er um Suárez, þarf að tala um manninn. Suárez er einn fallegasti maður sem þú hittir. Hann er auðmjúkur maður sem leggur gríðarlega hart að sér.“ „Mesta hrós sem er hægt að gefa honum er að benda á að hann gekk í raðir heimsklassa liðs en gerði það betra. Barcelona væri ekki jafngott án hans. Er hægt að stöðva hann? Það er mjög erfitt. Heimsklassa leikmenn eins og hann finna sér alltaf pláss,“ sagði Rodgers. Norður-Írinn sagði framherjatríó Börsunga; Neymar, Messi og Suárez, vera líklega það besta í sögunni. Skosku meistararnir eru þó ekki mættir á Nývang til að njóta stundarinnar heldur ætla þeir að reyna að ná góðum úrslitum. „Við erum ekki komnir hingað til að vera farþegar,“ sagði Brendan Rodgers. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir PSG reyndi að fá Wenger í þrígang en ást hans á Arsenal heldur honum í Lundúnum Skytturnar heimsækja Frakklandsmeistara síðustu fjögurra ára í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. 13. september 2016 08:30 Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður fullskipað Birkir Bjarnason verður að öllum líkindum ellefti Íslendingurinn sem spilar í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 13. september 2016 06:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Skoska meistaraliðið Celtic mætir á Nývang í kvöld þegar Meistaradeild Evrópu fer af stað og spreytir sig gegn Spánarmeisturum Barcelona en þar mætir Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Celtic, sínum gamla lærisveini, Luis Suárez. Suárez var algjörlega magnaður tímabilið 2013-2014 í ensku úrvalsdeildinni þegar Liverpool var hársbreidd frá því að vinna titilinn en hann kvaddi um sumarið og gekk í raðir Barcelona fyrir 75 milljónir punda.Sjá einnig:Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður fullskipað „Suárez er besti framherji heims í dag,“ sagði Brendan Rodgers á blaðamannafundi fyrir leikinn, en Suárez hefur komið að 131 marki í fyrstu 100 leikjunum fyrir Barcelona sem er meira en Cristiano Ronaldo og Lionel Messi afrekuðu. „Fyrst og fremst, þegar talað er um Suárez, þarf að tala um manninn. Suárez er einn fallegasti maður sem þú hittir. Hann er auðmjúkur maður sem leggur gríðarlega hart að sér.“ „Mesta hrós sem er hægt að gefa honum er að benda á að hann gekk í raðir heimsklassa liðs en gerði það betra. Barcelona væri ekki jafngott án hans. Er hægt að stöðva hann? Það er mjög erfitt. Heimsklassa leikmenn eins og hann finna sér alltaf pláss,“ sagði Rodgers. Norður-Írinn sagði framherjatríó Börsunga; Neymar, Messi og Suárez, vera líklega það besta í sögunni. Skosku meistararnir eru þó ekki mættir á Nývang til að njóta stundarinnar heldur ætla þeir að reyna að ná góðum úrslitum. „Við erum ekki komnir hingað til að vera farþegar,“ sagði Brendan Rodgers.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir PSG reyndi að fá Wenger í þrígang en ást hans á Arsenal heldur honum í Lundúnum Skytturnar heimsækja Frakklandsmeistara síðustu fjögurra ára í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. 13. september 2016 08:30 Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður fullskipað Birkir Bjarnason verður að öllum líkindum ellefti Íslendingurinn sem spilar í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 13. september 2016 06:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
PSG reyndi að fá Wenger í þrígang en ást hans á Arsenal heldur honum í Lundúnum Skytturnar heimsækja Frakklandsmeistara síðustu fjögurra ára í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. 13. september 2016 08:30
Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður fullskipað Birkir Bjarnason verður að öllum líkindum ellefti Íslendingurinn sem spilar í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 13. september 2016 06:00