Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 10. september 2016 15:03 Sigmundur Davíð ásamt konu sinni Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur á haustþingi miðstjórnar í dag. vísir Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. Ræða formannsins Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar er eini dagskrárliður fundarins sem er opinn fjölmiðlamönnum. Í ræðu sinni sagði Sigmundur að erlendir kröfuhafar hafi fylgst vel með honum á undanförnum árum. Brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. Formaðurinn fór yfir slaginn við erlendu kröfuhafana og sagði Framsókn vera eina stjórnmálaflokkinn í heiminum sem tekist hefði á við kröfuhafa og haft betur. Þeir hefðu hins vegar beitt öllum leiðum til að fá kröfur sínar greiddar að fullu. Í nútíma lýðræðisríkjum snérist baráttan nú um alþjóða fjármálakerfið og þar hefði einn flokkur í einu landi haft betur. „Í einu landi tókst flokkur á við alþjóðafjármálakerfið og meira að segja grimmustu birtingarmynd þess og hafði betur. Við Framsóknarmenn og við Íslendingar erum fordæmi fyrir heiminn í því að það er hægt að takast á við þetta voldugasta kerfi og hafa undir,“ sagði Sigmundur Davíð.Sigmundur Davíð fór um víðan völl í ræðu sinni.VísirReyndar hefði tekist í þrígang að sigra fjármálakerfið, í Icesave, leiðréttingunni og í baráttunni við slitabú föllnu bankanna. Þarna hafi verið uppi miklir hagsmunir fyrir fjármálaheiminn og kröfuhafa sem gerðu ýmislegt til að verja sína hagsmuni. Rifjaði Sigmundur upp viðbrögð við ræðu hans á flokksþingi Framsóknar í fyrra. „Og þar lýsti ég líka stuttlega hvaða aðferðum þessir aðilar hefðu beitt. Það þótti fyndið, það var gert grín að því. Hvað halda menn að það sé verið að skrifa einhverjar skýrslur um Framsóknarflokkinn og að einhver sé að njósna um formann Framsóknarflokksins?“ Forrit til að brjótast inn í snjallsíma kostaði ekki nema 35 dollara sem væri ekki mikið þegar menn væru að verja hagsmuni upp á 20 milljarða dollara. „Ég gerði alltaf ráð fyrir því að það væri fylgst með því sem ég sagði í símann, ég veit að það var brotist inn í tölvuna hjá mér, ég lét skoða það, og við reyndum eins og við mögulega gátum að forðast að hleypa þessum aðilum að okkur. En þeir reyndu mikið, eltu mig meira að segja til útlanda. Ég held ég hafi sagt ykkur einhvern tímann söguna af því þegar ég fór að hitta Vestur-Íslendinga í Norður-Dakóta þá kom maður til mín með skilaboð og sagði: „Við vitum að þú verður þarna á þessum degi í Norður-Dakóta. Við erum með bjálkahús þarna ekkert langt frá til ráðstöfunar, það er utan símsambands, algjörlega einangrað, við getum hitt þig þar, það þarf enginn að vita af þessu, við getum leyst málin og allir geta verið sáttir,““sagði Sigmundur. Þá sagði hann að brýnustu verkefnin framundan væru meðal annars að rétta við kjör eldri borgara og öryrkja og gera stórátak í samgöngum. Þá hlytu stjórnvöld að grípa strax inn í varðandi lagningu háspennulínu að Bakka. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar á Akureyri í dag Dagsetning flokksþings ákveðin á fundinum. 10. september 2016 11:37 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. Ræða formannsins Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar er eini dagskrárliður fundarins sem er opinn fjölmiðlamönnum. Í ræðu sinni sagði Sigmundur að erlendir kröfuhafar hafi fylgst vel með honum á undanförnum árum. Brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. Formaðurinn fór yfir slaginn við erlendu kröfuhafana og sagði Framsókn vera eina stjórnmálaflokkinn í heiminum sem tekist hefði á við kröfuhafa og haft betur. Þeir hefðu hins vegar beitt öllum leiðum til að fá kröfur sínar greiddar að fullu. Í nútíma lýðræðisríkjum snérist baráttan nú um alþjóða fjármálakerfið og þar hefði einn flokkur í einu landi haft betur. „Í einu landi tókst flokkur á við alþjóðafjármálakerfið og meira að segja grimmustu birtingarmynd þess og hafði betur. Við Framsóknarmenn og við Íslendingar erum fordæmi fyrir heiminn í því að það er hægt að takast á við þetta voldugasta kerfi og hafa undir,“ sagði Sigmundur Davíð.Sigmundur Davíð fór um víðan völl í ræðu sinni.VísirReyndar hefði tekist í þrígang að sigra fjármálakerfið, í Icesave, leiðréttingunni og í baráttunni við slitabú föllnu bankanna. Þarna hafi verið uppi miklir hagsmunir fyrir fjármálaheiminn og kröfuhafa sem gerðu ýmislegt til að verja sína hagsmuni. Rifjaði Sigmundur upp viðbrögð við ræðu hans á flokksþingi Framsóknar í fyrra. „Og þar lýsti ég líka stuttlega hvaða aðferðum þessir aðilar hefðu beitt. Það þótti fyndið, það var gert grín að því. Hvað halda menn að það sé verið að skrifa einhverjar skýrslur um Framsóknarflokkinn og að einhver sé að njósna um formann Framsóknarflokksins?“ Forrit til að brjótast inn í snjallsíma kostaði ekki nema 35 dollara sem væri ekki mikið þegar menn væru að verja hagsmuni upp á 20 milljarða dollara. „Ég gerði alltaf ráð fyrir því að það væri fylgst með því sem ég sagði í símann, ég veit að það var brotist inn í tölvuna hjá mér, ég lét skoða það, og við reyndum eins og við mögulega gátum að forðast að hleypa þessum aðilum að okkur. En þeir reyndu mikið, eltu mig meira að segja til útlanda. Ég held ég hafi sagt ykkur einhvern tímann söguna af því þegar ég fór að hitta Vestur-Íslendinga í Norður-Dakóta þá kom maður til mín með skilaboð og sagði: „Við vitum að þú verður þarna á þessum degi í Norður-Dakóta. Við erum með bjálkahús þarna ekkert langt frá til ráðstöfunar, það er utan símsambands, algjörlega einangrað, við getum hitt þig þar, það þarf enginn að vita af þessu, við getum leyst málin og allir geta verið sáttir,““sagði Sigmundur. Þá sagði hann að brýnustu verkefnin framundan væru meðal annars að rétta við kjör eldri borgara og öryrkja og gera stórátak í samgöngum. Þá hlytu stjórnvöld að grípa strax inn í varðandi lagningu háspennulínu að Bakka.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar á Akureyri í dag Dagsetning flokksþings ákveðin á fundinum. 10. september 2016 11:37 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar á Akureyri í dag Dagsetning flokksþings ákveðin á fundinum. 10. september 2016 11:37