Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2016 13:54 Sigurður Ingi Jóhannsson fer af þingflokksfundi Framsóknar síðastliðinn föstudag en nokkrum klukkutímum síðar tilkynnti hann um formannsframboð sitt. vísir/eyþór Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Sigurðar Inga en eins og kunnugt er berjast þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins um formannsembættið á flokksþingi um helgina. Í færslu sinni segir Sigurður að traust milli almennings og kjörinna fulltrúa sé grunnforsenda farsællar stjórnunar: „Þegar traustið hverfur eða laskast, eykst tortryggnin, aukin tortryggni leiðir til aukins óróa. Ég er þakklátur fyrir það traust sem nýlegar kannanir gefa til kynna að ég njóti í samfélaginu, bæði hjá flokksmönnum og almenningi. Hagvaxtarskeiðið sem við lifum núna, er eitt það lengsta í sögu landsins. Höldum áfram á þeirri braut. Ég óska okkur öllum góðs flokksþings og hvet alla fulltrúa til að mæta og hafa áhrif. Samstaðan mun skila okkur best fram veginn, hér eftir sem hingað til,“ segir Sigurður Ingi. Varaformaðurinn vísar þarna í tvær kannanir sem birtar voru í dag, annars vegar í Fréttablaðinu og hins vegar í Viðskiptablaðinu, en niðurstöður þeirra gefa til kynna að Framsóknarmenn styðji frekar Sigmund Davíð í formannsembættið en að hinn almenni kjósandi frekar Sigurð Inga. Í viðtali við fréttastofu í dag kvaðst Sigmundur Davíð ánægður með að hafa stuðning innan Framsóknarflokksins en sagði það ekkert nýtt að andstæðingar flokksins vildu sig burt. Vísir óskaði eftir viðtali við Sigurð Inga en samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmanni hans hyggst hann ekki veita fjölmiðlum viðtal í dag.Það er morgunljóst að staðan í Framsóknarflokknum fyrir komandi flokksþing er afar viðkvæm. Þannig fór Karl Garðarsson þingmaður flokksins mikinn á Facebook-síðu sinni í morgun og gerði athugasemd við dagskrá flokksþings Framsóknar þar sem ekki er gert ráð fyrir að Sigurður Ingi taki til máls. Hins vegar er ræða formanns á dagskrá venju samkvæmt. Guðfinna Johanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir í færslu á Facebook-síðu sinni að Karl leggist lágt með því að draga fram dagskrá flokksþingsins: „Hann veit að það hefur aldrei verið á dagskrá flokksþings ræða eða skýrsla varaformanns. Hann veit það líka að endanleg dagskrá liggur ekki fyrir. Og hann veit það líka að frambjóðendur fá ræðutíma,“ segir Guðfinna. Karl setti í kjölfarið inn aðra færslu þar sem hann segir að Sigmundur Davíð hafi lengi neitað að halda fundi í framkvæmdastjórn flokksins sem ákveði dagskrá flokksþings: „Stundum er rétt að hafa staðreyndir á hreinu.Ýmis Framsóknarmenn hafa gert athugasemdir við færslu mína þar sem hvatt er til að Sigurður Ingi fái jafnlangan tíma til ræðuhalda á flokksþingi. Framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins ákveður dagskrá flokksþings. Formaður þess heitir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann hefur neitað að halda þar fundi lengi. Ritari flokksins, Eygló Harðardóttir hefur ekkert með dagskrá þingsins að gera. Hún er fomaður landsstjórnar sem sér um að boða miðstjórnarfundi og fer með vald miðstjórnar milli funda hennar.Í kvöld hefur verið boðað til landsstjórnarfundar þar sem framkvæmdastjórnin sinnir ekki starfi sínu.“ Í athugasemd við færsluna ítrekar Guðfinna að dagskrá flokksþingsins sé ekki endanleg og segir að Karl viti það að frambjóðendur fái ræðutíma á þinginu. Hvernig svo sem það fer er augljóst að mikil spenna og titringur er innan Framsóknar vegna komandi flokksþings en kosið verður um formanninn og önnur embætti í forystu flokksins á sunnudag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð um kannanirnar: „Ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. 29. september 2016 12:06 Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Sigurðar Inga en eins og kunnugt er berjast þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins um formannsembættið á flokksþingi um helgina. Í færslu sinni segir Sigurður að traust milli almennings og kjörinna fulltrúa sé grunnforsenda farsællar stjórnunar: „Þegar traustið hverfur eða laskast, eykst tortryggnin, aukin tortryggni leiðir til aukins óróa. Ég er þakklátur fyrir það traust sem nýlegar kannanir gefa til kynna að ég njóti í samfélaginu, bæði hjá flokksmönnum og almenningi. Hagvaxtarskeiðið sem við lifum núna, er eitt það lengsta í sögu landsins. Höldum áfram á þeirri braut. Ég óska okkur öllum góðs flokksþings og hvet alla fulltrúa til að mæta og hafa áhrif. Samstaðan mun skila okkur best fram veginn, hér eftir sem hingað til,“ segir Sigurður Ingi. Varaformaðurinn vísar þarna í tvær kannanir sem birtar voru í dag, annars vegar í Fréttablaðinu og hins vegar í Viðskiptablaðinu, en niðurstöður þeirra gefa til kynna að Framsóknarmenn styðji frekar Sigmund Davíð í formannsembættið en að hinn almenni kjósandi frekar Sigurð Inga. Í viðtali við fréttastofu í dag kvaðst Sigmundur Davíð ánægður með að hafa stuðning innan Framsóknarflokksins en sagði það ekkert nýtt að andstæðingar flokksins vildu sig burt. Vísir óskaði eftir viðtali við Sigurð Inga en samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmanni hans hyggst hann ekki veita fjölmiðlum viðtal í dag.Það er morgunljóst að staðan í Framsóknarflokknum fyrir komandi flokksþing er afar viðkvæm. Þannig fór Karl Garðarsson þingmaður flokksins mikinn á Facebook-síðu sinni í morgun og gerði athugasemd við dagskrá flokksþings Framsóknar þar sem ekki er gert ráð fyrir að Sigurður Ingi taki til máls. Hins vegar er ræða formanns á dagskrá venju samkvæmt. Guðfinna Johanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir í færslu á Facebook-síðu sinni að Karl leggist lágt með því að draga fram dagskrá flokksþingsins: „Hann veit að það hefur aldrei verið á dagskrá flokksþings ræða eða skýrsla varaformanns. Hann veit það líka að endanleg dagskrá liggur ekki fyrir. Og hann veit það líka að frambjóðendur fá ræðutíma,“ segir Guðfinna. Karl setti í kjölfarið inn aðra færslu þar sem hann segir að Sigmundur Davíð hafi lengi neitað að halda fundi í framkvæmdastjórn flokksins sem ákveði dagskrá flokksþings: „Stundum er rétt að hafa staðreyndir á hreinu.Ýmis Framsóknarmenn hafa gert athugasemdir við færslu mína þar sem hvatt er til að Sigurður Ingi fái jafnlangan tíma til ræðuhalda á flokksþingi. Framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins ákveður dagskrá flokksþings. Formaður þess heitir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann hefur neitað að halda þar fundi lengi. Ritari flokksins, Eygló Harðardóttir hefur ekkert með dagskrá þingsins að gera. Hún er fomaður landsstjórnar sem sér um að boða miðstjórnarfundi og fer með vald miðstjórnar milli funda hennar.Í kvöld hefur verið boðað til landsstjórnarfundar þar sem framkvæmdastjórnin sinnir ekki starfi sínu.“ Í athugasemd við færsluna ítrekar Guðfinna að dagskrá flokksþingsins sé ekki endanleg og segir að Karl viti það að frambjóðendur fái ræðutíma á þinginu. Hvernig svo sem það fer er augljóst að mikil spenna og titringur er innan Framsóknar vegna komandi flokksþings en kosið verður um formanninn og önnur embætti í forystu flokksins á sunnudag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð um kannanirnar: „Ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. 29. september 2016 12:06 Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Sjá meira
Sigmundur Davíð um kannanirnar: „Ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. 29. september 2016 12:06
Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44