Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2016 13:54 Sigurður Ingi Jóhannsson fer af þingflokksfundi Framsóknar síðastliðinn föstudag en nokkrum klukkutímum síðar tilkynnti hann um formannsframboð sitt. vísir/eyþór Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Sigurðar Inga en eins og kunnugt er berjast þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins um formannsembættið á flokksþingi um helgina. Í færslu sinni segir Sigurður að traust milli almennings og kjörinna fulltrúa sé grunnforsenda farsællar stjórnunar: „Þegar traustið hverfur eða laskast, eykst tortryggnin, aukin tortryggni leiðir til aukins óróa. Ég er þakklátur fyrir það traust sem nýlegar kannanir gefa til kynna að ég njóti í samfélaginu, bæði hjá flokksmönnum og almenningi. Hagvaxtarskeiðið sem við lifum núna, er eitt það lengsta í sögu landsins. Höldum áfram á þeirri braut. Ég óska okkur öllum góðs flokksþings og hvet alla fulltrúa til að mæta og hafa áhrif. Samstaðan mun skila okkur best fram veginn, hér eftir sem hingað til,“ segir Sigurður Ingi. Varaformaðurinn vísar þarna í tvær kannanir sem birtar voru í dag, annars vegar í Fréttablaðinu og hins vegar í Viðskiptablaðinu, en niðurstöður þeirra gefa til kynna að Framsóknarmenn styðji frekar Sigmund Davíð í formannsembættið en að hinn almenni kjósandi frekar Sigurð Inga. Í viðtali við fréttastofu í dag kvaðst Sigmundur Davíð ánægður með að hafa stuðning innan Framsóknarflokksins en sagði það ekkert nýtt að andstæðingar flokksins vildu sig burt. Vísir óskaði eftir viðtali við Sigurð Inga en samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmanni hans hyggst hann ekki veita fjölmiðlum viðtal í dag.Það er morgunljóst að staðan í Framsóknarflokknum fyrir komandi flokksþing er afar viðkvæm. Þannig fór Karl Garðarsson þingmaður flokksins mikinn á Facebook-síðu sinni í morgun og gerði athugasemd við dagskrá flokksþings Framsóknar þar sem ekki er gert ráð fyrir að Sigurður Ingi taki til máls. Hins vegar er ræða formanns á dagskrá venju samkvæmt. Guðfinna Johanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir í færslu á Facebook-síðu sinni að Karl leggist lágt með því að draga fram dagskrá flokksþingsins: „Hann veit að það hefur aldrei verið á dagskrá flokksþings ræða eða skýrsla varaformanns. Hann veit það líka að endanleg dagskrá liggur ekki fyrir. Og hann veit það líka að frambjóðendur fá ræðutíma,“ segir Guðfinna. Karl setti í kjölfarið inn aðra færslu þar sem hann segir að Sigmundur Davíð hafi lengi neitað að halda fundi í framkvæmdastjórn flokksins sem ákveði dagskrá flokksþings: „Stundum er rétt að hafa staðreyndir á hreinu.Ýmis Framsóknarmenn hafa gert athugasemdir við færslu mína þar sem hvatt er til að Sigurður Ingi fái jafnlangan tíma til ræðuhalda á flokksþingi. Framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins ákveður dagskrá flokksþings. Formaður þess heitir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann hefur neitað að halda þar fundi lengi. Ritari flokksins, Eygló Harðardóttir hefur ekkert með dagskrá þingsins að gera. Hún er fomaður landsstjórnar sem sér um að boða miðstjórnarfundi og fer með vald miðstjórnar milli funda hennar.Í kvöld hefur verið boðað til landsstjórnarfundar þar sem framkvæmdastjórnin sinnir ekki starfi sínu.“ Í athugasemd við færsluna ítrekar Guðfinna að dagskrá flokksþingsins sé ekki endanleg og segir að Karl viti það að frambjóðendur fái ræðutíma á þinginu. Hvernig svo sem það fer er augljóst að mikil spenna og titringur er innan Framsóknar vegna komandi flokksþings en kosið verður um formanninn og önnur embætti í forystu flokksins á sunnudag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð um kannanirnar: „Ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. 29. september 2016 12:06 Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Sigurðar Inga en eins og kunnugt er berjast þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins um formannsembættið á flokksþingi um helgina. Í færslu sinni segir Sigurður að traust milli almennings og kjörinna fulltrúa sé grunnforsenda farsællar stjórnunar: „Þegar traustið hverfur eða laskast, eykst tortryggnin, aukin tortryggni leiðir til aukins óróa. Ég er þakklátur fyrir það traust sem nýlegar kannanir gefa til kynna að ég njóti í samfélaginu, bæði hjá flokksmönnum og almenningi. Hagvaxtarskeiðið sem við lifum núna, er eitt það lengsta í sögu landsins. Höldum áfram á þeirri braut. Ég óska okkur öllum góðs flokksþings og hvet alla fulltrúa til að mæta og hafa áhrif. Samstaðan mun skila okkur best fram veginn, hér eftir sem hingað til,“ segir Sigurður Ingi. Varaformaðurinn vísar þarna í tvær kannanir sem birtar voru í dag, annars vegar í Fréttablaðinu og hins vegar í Viðskiptablaðinu, en niðurstöður þeirra gefa til kynna að Framsóknarmenn styðji frekar Sigmund Davíð í formannsembættið en að hinn almenni kjósandi frekar Sigurð Inga. Í viðtali við fréttastofu í dag kvaðst Sigmundur Davíð ánægður með að hafa stuðning innan Framsóknarflokksins en sagði það ekkert nýtt að andstæðingar flokksins vildu sig burt. Vísir óskaði eftir viðtali við Sigurð Inga en samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmanni hans hyggst hann ekki veita fjölmiðlum viðtal í dag.Það er morgunljóst að staðan í Framsóknarflokknum fyrir komandi flokksþing er afar viðkvæm. Þannig fór Karl Garðarsson þingmaður flokksins mikinn á Facebook-síðu sinni í morgun og gerði athugasemd við dagskrá flokksþings Framsóknar þar sem ekki er gert ráð fyrir að Sigurður Ingi taki til máls. Hins vegar er ræða formanns á dagskrá venju samkvæmt. Guðfinna Johanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir í færslu á Facebook-síðu sinni að Karl leggist lágt með því að draga fram dagskrá flokksþingsins: „Hann veit að það hefur aldrei verið á dagskrá flokksþings ræða eða skýrsla varaformanns. Hann veit það líka að endanleg dagskrá liggur ekki fyrir. Og hann veit það líka að frambjóðendur fá ræðutíma,“ segir Guðfinna. Karl setti í kjölfarið inn aðra færslu þar sem hann segir að Sigmundur Davíð hafi lengi neitað að halda fundi í framkvæmdastjórn flokksins sem ákveði dagskrá flokksþings: „Stundum er rétt að hafa staðreyndir á hreinu.Ýmis Framsóknarmenn hafa gert athugasemdir við færslu mína þar sem hvatt er til að Sigurður Ingi fái jafnlangan tíma til ræðuhalda á flokksþingi. Framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins ákveður dagskrá flokksþings. Formaður þess heitir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann hefur neitað að halda þar fundi lengi. Ritari flokksins, Eygló Harðardóttir hefur ekkert með dagskrá þingsins að gera. Hún er fomaður landsstjórnar sem sér um að boða miðstjórnarfundi og fer með vald miðstjórnar milli funda hennar.Í kvöld hefur verið boðað til landsstjórnarfundar þar sem framkvæmdastjórnin sinnir ekki starfi sínu.“ Í athugasemd við færsluna ítrekar Guðfinna að dagskrá flokksþingsins sé ekki endanleg og segir að Karl viti það að frambjóðendur fái ræðutíma á þinginu. Hvernig svo sem það fer er augljóst að mikil spenna og titringur er innan Framsóknar vegna komandi flokksþings en kosið verður um formanninn og önnur embætti í forystu flokksins á sunnudag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð um kannanirnar: „Ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. 29. september 2016 12:06 Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Sigmundur Davíð um kannanirnar: „Ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. 29. september 2016 12:06
Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44