Brothætt byggð? Starri Reynisson skrifar 29. september 2016 00:00 Brothætt byggð? Hendum bara niður álveri!“ hefur verið byggðastefna (ef byggðastefnu má kalla) allra flokka sem setið hafa í ríkisstjórn síðustu áratugi (já, líka VG). Þessi stóriðjustefna hefur engu skilað nema ótal láglaunastörfum og einsleitu atvinnulífi hringinn í kringum landið. Hún kostar líka gífurlega fjármuni. Landsvirkjun skuldsetur sig upp fyrir haus til þess að byggja virkjanir sem sjá stóriðjunni fyrir rafmagni langt undir markaðsverði og ofan á það fá stóriðjufyrirtækin miklar skattaívilnanir. Svo skila þau sáralitlum gróða til íslensks samfélags, hvort sem er ríkissjóðs eða sveitarfélaga. Rökstuðningurinn fyrir þessu er svo að það sé mikilvægt að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og að stóriðja sé forsenda allrar uppbyggingar á landsbyggðinni. Þeir stjórnmálamenn sem tala hvað mest og hvað hæst um mikilvægi fjölbreytts atvinnulífs virðast sjálfir almennt ekki botna neitt í merkingu þessara orða. Þegar þeir tala um fjölbreytt atvinnulíf eru þeir yfirleitt að meina að það þurfi að vera störf bæði í sjávarútvegi og stóriðju í boði. Það er náttúrlega nauðsynlegt að fólk geti valið á milli og ef bara annar af þessum kostum væri í boði væri atvinnulífið augljóslega allt of einsleitt. Þetta er vægast sagt ofureinföldun og margt sem bendir til þess að þeir séu hreinlega að nota orðið fjölbreytni sem einhvers konar fallegt forskeyti, skraut til þess að breiða yfir stefnuleysi í atvinnuuppbyggingu og byggðamálum. Sannleikurinn er sá að þetta er miklu flóknara og yfirgripsmeira. Uppbygging í tveimur atvinnugreinum, hvaða atvinnugreinar sem það eru, getur ekki talist fjölbreytni. Fjölbreytt atvinnulíf þarfnast hálaunastarfa, láglaunastarfa, starfa fyrir menntað fólk, starfa fyrir ómenntað fólk og allt þar á milli. Fjölbreytt atvinnulíf þarf nýsköpun, listgreinar, sjávarútveg, landbúnað, verslunarrekstur, hreingerningastafsemi, heilbrigðisstarfsemi og helling af alls konar öðru. Fjölbreytni er nefnilega fleira en bara tvennt, fjölbreytni er fullt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Starri Reynisson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Brothætt byggð? Hendum bara niður álveri!“ hefur verið byggðastefna (ef byggðastefnu má kalla) allra flokka sem setið hafa í ríkisstjórn síðustu áratugi (já, líka VG). Þessi stóriðjustefna hefur engu skilað nema ótal láglaunastörfum og einsleitu atvinnulífi hringinn í kringum landið. Hún kostar líka gífurlega fjármuni. Landsvirkjun skuldsetur sig upp fyrir haus til þess að byggja virkjanir sem sjá stóriðjunni fyrir rafmagni langt undir markaðsverði og ofan á það fá stóriðjufyrirtækin miklar skattaívilnanir. Svo skila þau sáralitlum gróða til íslensks samfélags, hvort sem er ríkissjóðs eða sveitarfélaga. Rökstuðningurinn fyrir þessu er svo að það sé mikilvægt að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og að stóriðja sé forsenda allrar uppbyggingar á landsbyggðinni. Þeir stjórnmálamenn sem tala hvað mest og hvað hæst um mikilvægi fjölbreytts atvinnulífs virðast sjálfir almennt ekki botna neitt í merkingu þessara orða. Þegar þeir tala um fjölbreytt atvinnulíf eru þeir yfirleitt að meina að það þurfi að vera störf bæði í sjávarútvegi og stóriðju í boði. Það er náttúrlega nauðsynlegt að fólk geti valið á milli og ef bara annar af þessum kostum væri í boði væri atvinnulífið augljóslega allt of einsleitt. Þetta er vægast sagt ofureinföldun og margt sem bendir til þess að þeir séu hreinlega að nota orðið fjölbreytni sem einhvers konar fallegt forskeyti, skraut til þess að breiða yfir stefnuleysi í atvinnuuppbyggingu og byggðamálum. Sannleikurinn er sá að þetta er miklu flóknara og yfirgripsmeira. Uppbygging í tveimur atvinnugreinum, hvaða atvinnugreinar sem það eru, getur ekki talist fjölbreytni. Fjölbreytt atvinnulíf þarfnast hálaunastarfa, láglaunastarfa, starfa fyrir menntað fólk, starfa fyrir ómenntað fólk og allt þar á milli. Fjölbreytt atvinnulíf þarf nýsköpun, listgreinar, sjávarútveg, landbúnað, verslunarrekstur, hreingerningastafsemi, heilbrigðisstarfsemi og helling af alls konar öðru. Fjölbreytni er nefnilega fleira en bara tvennt, fjölbreytni er fullt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar