Brothætt byggð? Starri Reynisson skrifar 29. september 2016 00:00 Brothætt byggð? Hendum bara niður álveri!“ hefur verið byggðastefna (ef byggðastefnu má kalla) allra flokka sem setið hafa í ríkisstjórn síðustu áratugi (já, líka VG). Þessi stóriðjustefna hefur engu skilað nema ótal láglaunastörfum og einsleitu atvinnulífi hringinn í kringum landið. Hún kostar líka gífurlega fjármuni. Landsvirkjun skuldsetur sig upp fyrir haus til þess að byggja virkjanir sem sjá stóriðjunni fyrir rafmagni langt undir markaðsverði og ofan á það fá stóriðjufyrirtækin miklar skattaívilnanir. Svo skila þau sáralitlum gróða til íslensks samfélags, hvort sem er ríkissjóðs eða sveitarfélaga. Rökstuðningurinn fyrir þessu er svo að það sé mikilvægt að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og að stóriðja sé forsenda allrar uppbyggingar á landsbyggðinni. Þeir stjórnmálamenn sem tala hvað mest og hvað hæst um mikilvægi fjölbreytts atvinnulífs virðast sjálfir almennt ekki botna neitt í merkingu þessara orða. Þegar þeir tala um fjölbreytt atvinnulíf eru þeir yfirleitt að meina að það þurfi að vera störf bæði í sjávarútvegi og stóriðju í boði. Það er náttúrlega nauðsynlegt að fólk geti valið á milli og ef bara annar af þessum kostum væri í boði væri atvinnulífið augljóslega allt of einsleitt. Þetta er vægast sagt ofureinföldun og margt sem bendir til þess að þeir séu hreinlega að nota orðið fjölbreytni sem einhvers konar fallegt forskeyti, skraut til þess að breiða yfir stefnuleysi í atvinnuuppbyggingu og byggðamálum. Sannleikurinn er sá að þetta er miklu flóknara og yfirgripsmeira. Uppbygging í tveimur atvinnugreinum, hvaða atvinnugreinar sem það eru, getur ekki talist fjölbreytni. Fjölbreytt atvinnulíf þarfnast hálaunastarfa, láglaunastarfa, starfa fyrir menntað fólk, starfa fyrir ómenntað fólk og allt þar á milli. Fjölbreytt atvinnulíf þarf nýsköpun, listgreinar, sjávarútveg, landbúnað, verslunarrekstur, hreingerningastafsemi, heilbrigðisstarfsemi og helling af alls konar öðru. Fjölbreytni er nefnilega fleira en bara tvennt, fjölbreytni er fullt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Starri Reynisson Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Brothætt byggð? Hendum bara niður álveri!“ hefur verið byggðastefna (ef byggðastefnu má kalla) allra flokka sem setið hafa í ríkisstjórn síðustu áratugi (já, líka VG). Þessi stóriðjustefna hefur engu skilað nema ótal láglaunastörfum og einsleitu atvinnulífi hringinn í kringum landið. Hún kostar líka gífurlega fjármuni. Landsvirkjun skuldsetur sig upp fyrir haus til þess að byggja virkjanir sem sjá stóriðjunni fyrir rafmagni langt undir markaðsverði og ofan á það fá stóriðjufyrirtækin miklar skattaívilnanir. Svo skila þau sáralitlum gróða til íslensks samfélags, hvort sem er ríkissjóðs eða sveitarfélaga. Rökstuðningurinn fyrir þessu er svo að það sé mikilvægt að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og að stóriðja sé forsenda allrar uppbyggingar á landsbyggðinni. Þeir stjórnmálamenn sem tala hvað mest og hvað hæst um mikilvægi fjölbreytts atvinnulífs virðast sjálfir almennt ekki botna neitt í merkingu þessara orða. Þegar þeir tala um fjölbreytt atvinnulíf eru þeir yfirleitt að meina að það þurfi að vera störf bæði í sjávarútvegi og stóriðju í boði. Það er náttúrlega nauðsynlegt að fólk geti valið á milli og ef bara annar af þessum kostum væri í boði væri atvinnulífið augljóslega allt of einsleitt. Þetta er vægast sagt ofureinföldun og margt sem bendir til þess að þeir séu hreinlega að nota orðið fjölbreytni sem einhvers konar fallegt forskeyti, skraut til þess að breiða yfir stefnuleysi í atvinnuuppbyggingu og byggðamálum. Sannleikurinn er sá að þetta er miklu flóknara og yfirgripsmeira. Uppbygging í tveimur atvinnugreinum, hvaða atvinnugreinar sem það eru, getur ekki talist fjölbreytni. Fjölbreytt atvinnulíf þarfnast hálaunastarfa, láglaunastarfa, starfa fyrir menntað fólk, starfa fyrir ómenntað fólk og allt þar á milli. Fjölbreytt atvinnulíf þarf nýsköpun, listgreinar, sjávarútveg, landbúnað, verslunarrekstur, hreingerningastafsemi, heilbrigðisstarfsemi og helling af alls konar öðru. Fjölbreytni er nefnilega fleira en bara tvennt, fjölbreytni er fullt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar