Svar við spurningu Kára Stefánssonar Einar Brynjólfsson skrifar 28. september 2016 20:36 Sæll Kári, og takk fyrir síðast. Í sjónvarpsþættinum Leiðtogaumræður, sem fram fór fimmtudagskvöldið 22. september sl., spurðir þú fulltrúa þeirra flokka sem bjóða fram í næstu Alþingiskosningum eftirfarandi spurninga: 1. Hvernig hyggist þið setja saman stefnu og hrinda henni í framkvæmd um heilbrigðismál á Íslandi? 2. Hvernig ætlið þið að hunzkast til að fjármagna það að því marki sem samfélagið vill? 3. Hvernig ætlist þið til þess að fólkið í landinu trúi að þið komið til með að standa við það sem þið segið, að kosningum loknum? Ég var fulltrúi Pírata í þessum þætti og skemmti mér vel, þó að ég hafi reyndar verið ansi stressaður í þessari frumraun minni í sjónvarpi. Þó svo að ég hafi þónokkra reynslu af því að koma fram fór nú svo að mér fipaðist örlítið og ég gleymdi hreinlega að svara þriðju spurningunni. Ég vil biðjast afsökunar á því. Stjórnmálamenn, jafnt nýliðar sem aðrir, eiga að svara öllum spurningum sem fyrir þá eru lagðar. Reyndar virðist sem allir hinir þátttakendurnir hafi gleymt því líka, eða ekki viljað svara henni. Það skiptir þó ekki öllu máli en ég vil hér og nú svara umræddri spurningu. Fólkið í landinu á að trúa okkur af því að við erum grasrótarflokkur. Valdið kemur neðan frá, frá hinum almenna félaga. Píratar eru langt í frá einsleitur hópur með svipaða hagsmuni. Þar að finna verkafólk, menntað fólk, láglaunafólk, hálaunafólk, heilsuhraust fólk og heilsulaust fólk. Fólk á Brávallagötunni og á Breiðdalsvík. Fólk í listgreinum og lækningum. Öll flóra mannlífsins á fulltrúa meðal Pírata. Píratar þiggja ekki styrki frá hagsmunaaðilum. Þeir eru engum háðir og engum skuldbundnir. Þeir geta lagt til atlögu við varðhunda kerfisins þar sem þeir hafa engu að tapa. Það slær enginn á hendur Pírata. Píratar trúa því að það sé ódýrast að reka heilbrigðiskerfi með því að verja miklum fjármunum í það. Skilvirkt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi kemur í veg fyrir fráflæðisvandamál og langa biðlista. Það kemur í veg fyrir að fólk þurfi að sitja heima, óvinnufært eða á rangri deild, með tilheyrandi kostnaði meðan það bíður eftir því að röðin sé komin að því. Skilvirkt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi sinnir forvörnum og tekur á heilsufarsvanda strax í upphafi. Skilvirkt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi linar þjáningar fólks og eykur lífsgæði. Píratar eru í stjórnmálum til að breyta því sem virkar ekki. Kveðja að norðan, Einar Brynjólfsson, oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Kosningar 2016 Skoðun X16 Norðaustur Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Sæll Kári, og takk fyrir síðast. Í sjónvarpsþættinum Leiðtogaumræður, sem fram fór fimmtudagskvöldið 22. september sl., spurðir þú fulltrúa þeirra flokka sem bjóða fram í næstu Alþingiskosningum eftirfarandi spurninga: 1. Hvernig hyggist þið setja saman stefnu og hrinda henni í framkvæmd um heilbrigðismál á Íslandi? 2. Hvernig ætlið þið að hunzkast til að fjármagna það að því marki sem samfélagið vill? 3. Hvernig ætlist þið til þess að fólkið í landinu trúi að þið komið til með að standa við það sem þið segið, að kosningum loknum? Ég var fulltrúi Pírata í þessum þætti og skemmti mér vel, þó að ég hafi reyndar verið ansi stressaður í þessari frumraun minni í sjónvarpi. Þó svo að ég hafi þónokkra reynslu af því að koma fram fór nú svo að mér fipaðist örlítið og ég gleymdi hreinlega að svara þriðju spurningunni. Ég vil biðjast afsökunar á því. Stjórnmálamenn, jafnt nýliðar sem aðrir, eiga að svara öllum spurningum sem fyrir þá eru lagðar. Reyndar virðist sem allir hinir þátttakendurnir hafi gleymt því líka, eða ekki viljað svara henni. Það skiptir þó ekki öllu máli en ég vil hér og nú svara umræddri spurningu. Fólkið í landinu á að trúa okkur af því að við erum grasrótarflokkur. Valdið kemur neðan frá, frá hinum almenna félaga. Píratar eru langt í frá einsleitur hópur með svipaða hagsmuni. Þar að finna verkafólk, menntað fólk, láglaunafólk, hálaunafólk, heilsuhraust fólk og heilsulaust fólk. Fólk á Brávallagötunni og á Breiðdalsvík. Fólk í listgreinum og lækningum. Öll flóra mannlífsins á fulltrúa meðal Pírata. Píratar þiggja ekki styrki frá hagsmunaaðilum. Þeir eru engum háðir og engum skuldbundnir. Þeir geta lagt til atlögu við varðhunda kerfisins þar sem þeir hafa engu að tapa. Það slær enginn á hendur Pírata. Píratar trúa því að það sé ódýrast að reka heilbrigðiskerfi með því að verja miklum fjármunum í það. Skilvirkt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi kemur í veg fyrir fráflæðisvandamál og langa biðlista. Það kemur í veg fyrir að fólk þurfi að sitja heima, óvinnufært eða á rangri deild, með tilheyrandi kostnaði meðan það bíður eftir því að röðin sé komin að því. Skilvirkt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi sinnir forvörnum og tekur á heilsufarsvanda strax í upphafi. Skilvirkt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi linar þjáningar fólks og eykur lífsgæði. Píratar eru í stjórnmálum til að breyta því sem virkar ekki. Kveðja að norðan, Einar Brynjólfsson, oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun