Norðurljósaæði á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2016 13:00 Norðurljósin stigu tilkomumikinn dans yfir Íslandi í gær. Ljósmyndari Vísis, Anton Brink, var líkt og fleiri með myndavélina á lofti. visir/anton brink Norðurljósin voru tilkomumikil í gær, þau stigu trylltan dans yfir Íslandi og búast má við enn meiri tilþrifum í kvöld. Fólk hefur keppst við að birta myndir á Facebook af norðurljósunum og þeir sem starfa í ferðamálageiranum segja að rekja megi komur ferðamanna til Íslands yfir vetrarmánuðina að verulegu leyti til mikils áhuga á norðurljósunum. Hótel Rangá birti á vefsíðu sinni myndbandsbrot af norðurljósunum sem vakið hefur verulega athygli. Það var tekið af Sævari Helga Bragasyni, sem sérfróður um gang himintunglanna. Sjón er sögu ríkari.Ingi Þór Jakobsson, rekstrarstjóri Hótels Rangár segir að rekja megi nær alla fjölgun ferðamanna til landsins að vetrarlagi til áhuga ferðamanna á norðurljósum. Gissur Sigurðsson fréttamaður ræddi við Inga Þór í hádegisfréttum Bylgjunnar nú rétt í þessu og þar kom fram að fjölmargir hafi hrifist af ljósadýrðinni í gærkvöldi, ljósin náðu fjögurra stiga styrkleika af níu möguleikum, en styrkleikinn stefnir í sex stig í kvöld, sem er fátítt. WOWair birti einnig myndband á sinni Facebooksíðu sem að sönnu er tilkomumikið.Nokkur viðbúnaður er víða. Þannig verður slökkt á götulýsingu á völdum stöðum í Reykjavík milli klukkan 22 og 23 í kvöld svo íbúar og gestir geti notið magnaðrar norðurljósasýningar sem spáð er á himni þegar aldimmt verður orðið. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW-air, segir að myndbandsbrotið hafi verið tekið nú í vikunni. Þau fengu myndbandið sent frá farþega sínum og fylgdi sögunni að þetta yrði að sjást, upplifunin sem fylgdi því að sjá þann dans væri óviðjafnanleg.Svanhvít Friðriksdóttir segir fjölmarga farþega flugfélagsins koma gagngert til Íslands vegna norðurljósanna.Hún segir mikla breytingu hafa orðið á skömmum tíma, þá hvað varðar komu ferðamanna til Íslands. Áður var það svo að þeir komu bara yfir sumartímann en nú hefur þetta dreifst yfir allt árið. „Því miður vitum við ekki hvað okkar farþegar eru að fara að gera hérna. En maður finnur að það er mikill áhugi á að koma hingað til að skoða norðurljósin. Já, í raun má segja að fjölmargir komi hingað gagngert til að sjá þau,“ segir Svanhvít. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Norðurljósin voru tilkomumikil í gær, þau stigu trylltan dans yfir Íslandi og búast má við enn meiri tilþrifum í kvöld. Fólk hefur keppst við að birta myndir á Facebook af norðurljósunum og þeir sem starfa í ferðamálageiranum segja að rekja megi komur ferðamanna til Íslands yfir vetrarmánuðina að verulegu leyti til mikils áhuga á norðurljósunum. Hótel Rangá birti á vefsíðu sinni myndbandsbrot af norðurljósunum sem vakið hefur verulega athygli. Það var tekið af Sævari Helga Bragasyni, sem sérfróður um gang himintunglanna. Sjón er sögu ríkari.Ingi Þór Jakobsson, rekstrarstjóri Hótels Rangár segir að rekja megi nær alla fjölgun ferðamanna til landsins að vetrarlagi til áhuga ferðamanna á norðurljósum. Gissur Sigurðsson fréttamaður ræddi við Inga Þór í hádegisfréttum Bylgjunnar nú rétt í þessu og þar kom fram að fjölmargir hafi hrifist af ljósadýrðinni í gærkvöldi, ljósin náðu fjögurra stiga styrkleika af níu möguleikum, en styrkleikinn stefnir í sex stig í kvöld, sem er fátítt. WOWair birti einnig myndband á sinni Facebooksíðu sem að sönnu er tilkomumikið.Nokkur viðbúnaður er víða. Þannig verður slökkt á götulýsingu á völdum stöðum í Reykjavík milli klukkan 22 og 23 í kvöld svo íbúar og gestir geti notið magnaðrar norðurljósasýningar sem spáð er á himni þegar aldimmt verður orðið. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW-air, segir að myndbandsbrotið hafi verið tekið nú í vikunni. Þau fengu myndbandið sent frá farþega sínum og fylgdi sögunni að þetta yrði að sjást, upplifunin sem fylgdi því að sjá þann dans væri óviðjafnanleg.Svanhvít Friðriksdóttir segir fjölmarga farþega flugfélagsins koma gagngert til Íslands vegna norðurljósanna.Hún segir mikla breytingu hafa orðið á skömmum tíma, þá hvað varðar komu ferðamanna til Íslands. Áður var það svo að þeir komu bara yfir sumartímann en nú hefur þetta dreifst yfir allt árið. „Því miður vitum við ekki hvað okkar farþegar eru að fara að gera hérna. En maður finnur að það er mikill áhugi á að koma hingað til að skoða norðurljósin. Já, í raun má segja að fjölmargir komi hingað gagngert til að sjá þau,“ segir Svanhvít.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira