Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Hulda Hólmkelsdóttir og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 24. september 2016 12:16 Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra, mætir á einn af þingflokksfundum Framsóknar þegar Panama-stormurinn stóð sem hæst. vísir/vilhelm Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, telur það lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn að velja á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar sem formann flokksins. Tilkynning Sigurðar Inga um að hann ætli í formannsframboð gegn Sigmundi Davíð hefur vakið mikla athygli. Fréttastofa reyndi í morgun að ná tali af ráðherrum framsóknar vegna málsins. Ekki náðist í Lilju Alfreðsdóttur og Eygló Harðardóttur og Gunnar Bragi Sveinsson baðst undan viðtali. „Ég held ég hafi bara sagt alla tíð að mér finnst ótrúlega flott og við erum lánsöm að hafa átt svona flottan foringja sem hefur gert mikla hluti. Þegar ég lít nú yfir farinn veg þá er ég mjög sátt og hamingjusöm að hafa fengið að taka þátt í því að vera í ríkisstjórn með Sigmundi Davíð og síðan Sigurði Inga,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu.Ljóst er að mótspyrna Sigurðar Inga verður mun meiri en sitjandi formaður fékk á kjördæmisráði flokksins í Mývatnssveit um síðustu helgiVísir/EyþórÞögul sem gröfin um hvern hún kýs „Mér finnst þetta tveir mjög miklir leiðtogar og hæfileikamenn. Þannig að ég er hrifin af þeim báðum og það er lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn að eiga tvo svona öfluga leiðtoga. En flokkurinn verður að velja og við öll og það gerum við um næstum helgi.“ Þingflokkur Framsóknarflokksins var í gær kallaður saman með stuttum fyrirvara til að ræða forystu flokksins. Sigrún vill ekkert gefa upp um hvern hún hyggst kjósa næstu helgi en hún hefur áður lýst opinberlega yfir stuðningi við Sigmund Davíð. Hún segir síðastliðið hálft ár hafa verið erfitt og að það sé ekki gott að horfa upp á leiðtoga sinn engjast. „Það ríkir náttúrulega ekki hamingja meðal Framsóknarmanna eins og gengið hefur á gagnvart honum í hálft ár, það náttúrulega segir sig alveg sjálft. Það er ekki þannig. Okkur hefur fundist þetta örðugur tími á margan hátt og maður gleðst ekki þegar maður sér leiðtoga sinn engjast.“Vigdís Hauksdóttir.Vísir/Friðrik ÞórVigdís á von á stórsigri Sigmundar Enginn þeirra þingmanna Framsóknarflokksins sem fréttastofa ræddi við í morgun vildi tjá sig um málið í fjölmiðlum að undanskilinni Vigdísi Hauksdóttur. Hún telur að Sigmundur Davíð vinni stórsigur á flokksþinginu. „Bara frábært að vera með kosningu um formanninn á flokksþinginu. Það sýnir að það sé líf í flokknum. Ég tel að Sigmundur Davíð komi til með að vinna mikinn sigur á þessu flokksþingi. Svona svipað eins og hann vann í kjördæmi sínu núna síðustu helgi. Svo kannski bara hugsar Sigurður Ingi þetta þannig að bjóða flokksmönnum upp á val þannig að það er bara frábært. Lýðræðið er gott,“ segir Vigdís. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. 23. september 2016 18:02 Sigurður Ingi: „Óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmi sem hann er í í dag“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram til formanns flokksins en Vísir greindi frá framboði formannsins fyrr í kvöld. 23. september 2016 19:56 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, telur það lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn að velja á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar sem formann flokksins. Tilkynning Sigurðar Inga um að hann ætli í formannsframboð gegn Sigmundi Davíð hefur vakið mikla athygli. Fréttastofa reyndi í morgun að ná tali af ráðherrum framsóknar vegna málsins. Ekki náðist í Lilju Alfreðsdóttur og Eygló Harðardóttur og Gunnar Bragi Sveinsson baðst undan viðtali. „Ég held ég hafi bara sagt alla tíð að mér finnst ótrúlega flott og við erum lánsöm að hafa átt svona flottan foringja sem hefur gert mikla hluti. Þegar ég lít nú yfir farinn veg þá er ég mjög sátt og hamingjusöm að hafa fengið að taka þátt í því að vera í ríkisstjórn með Sigmundi Davíð og síðan Sigurði Inga,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu.Ljóst er að mótspyrna Sigurðar Inga verður mun meiri en sitjandi formaður fékk á kjördæmisráði flokksins í Mývatnssveit um síðustu helgiVísir/EyþórÞögul sem gröfin um hvern hún kýs „Mér finnst þetta tveir mjög miklir leiðtogar og hæfileikamenn. Þannig að ég er hrifin af þeim báðum og það er lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn að eiga tvo svona öfluga leiðtoga. En flokkurinn verður að velja og við öll og það gerum við um næstum helgi.“ Þingflokkur Framsóknarflokksins var í gær kallaður saman með stuttum fyrirvara til að ræða forystu flokksins. Sigrún vill ekkert gefa upp um hvern hún hyggst kjósa næstu helgi en hún hefur áður lýst opinberlega yfir stuðningi við Sigmund Davíð. Hún segir síðastliðið hálft ár hafa verið erfitt og að það sé ekki gott að horfa upp á leiðtoga sinn engjast. „Það ríkir náttúrulega ekki hamingja meðal Framsóknarmanna eins og gengið hefur á gagnvart honum í hálft ár, það náttúrulega segir sig alveg sjálft. Það er ekki þannig. Okkur hefur fundist þetta örðugur tími á margan hátt og maður gleðst ekki þegar maður sér leiðtoga sinn engjast.“Vigdís Hauksdóttir.Vísir/Friðrik ÞórVigdís á von á stórsigri Sigmundar Enginn þeirra þingmanna Framsóknarflokksins sem fréttastofa ræddi við í morgun vildi tjá sig um málið í fjölmiðlum að undanskilinni Vigdísi Hauksdóttur. Hún telur að Sigmundur Davíð vinni stórsigur á flokksþinginu. „Bara frábært að vera með kosningu um formanninn á flokksþinginu. Það sýnir að það sé líf í flokknum. Ég tel að Sigmundur Davíð komi til með að vinna mikinn sigur á þessu flokksþingi. Svona svipað eins og hann vann í kjördæmi sínu núna síðustu helgi. Svo kannski bara hugsar Sigurður Ingi þetta þannig að bjóða flokksmönnum upp á val þannig að það er bara frábært. Lýðræðið er gott,“ segir Vigdís.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. 23. september 2016 18:02 Sigurður Ingi: „Óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmi sem hann er í í dag“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram til formanns flokksins en Vísir greindi frá framboði formannsins fyrr í kvöld. 23. september 2016 19:56 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Sjá meira
Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. 23. september 2016 18:02
Sigurður Ingi: „Óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmi sem hann er í í dag“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram til formanns flokksins en Vísir greindi frá framboði formannsins fyrr í kvöld. 23. september 2016 19:56
Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00