Sofandi að feigðarósi – Landsnet sekkur Magnús Rannver Rafnsson skrifar 23. september 2016 07:00 Alvarleg staða Landsnets var fyrirsjáanleg. Og hún á að öllum líkindum eftir að versna. Fjallað var um þetta í blaðagreinum árið 2012 en Landsnet hafði þá þegar ratað inn á ógæfubrautir. Á fundi með iðnaðarráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur, og skrifstofustjóra iðnaðar, Ingva Má Pálssyni, var sömuleiðis snert á málinu árið 2013. Staðan í dag – ósætti, tafir og óvissa – er rökrétt afleiðing af vinnubrögðum Landsnets, Bakki er bara enn eitt málið í langri röð slíkra mála. Verulegar líkur eru á að Landsnet eigi eftir að skaða íslenskan orkuiðnað enn frekar, óháð hinu fyrirsjáanlega óafturkræfa umhverfistjóni að ógleymdum óumdeildum neikvæðum áhrifum á stærstu atvinnugrein landsins; ferðamannaiðnað. Fólk flest er ekki upplýst um þá staðreynd að Landsnet gerir enn ráð fyrir sínum hefðbundnu lausnum (stálgrindum) í öllum fyrirliggjandi áætlunum um uppbyggingu raforkuflutningskerfisins; 100 milljarða uppbygging flutningskerfa framtíðarinnar verður keyrð áfram á fortíðinni. Jafnvel þótt stærstur hluti samfélagsins sé ósáttur við lausnir Landsnets er engu breytt í þessum efnum. Sem er áhugaverð staðreynd. Ólíklegt verður að teljast að áætlanir Landsnets eins og þær liggja fyrir verði nokkurn tíma samþykktar í samfélaginu. Það kemur ekki í veg fyrir að þær verði barðar í gegn með pólitísku valdi ef að líkum lætur. Áfram vaðið yfir fólk Það ætti ekki að vefjast fyrir Landsvirkjun, móðurfélagi Landsnets, að sjá hvert stefnir nú þegar fyrirtækið hefur komið sér upp vörumerkjasérfræðingi á raforkusviði. Ímynd vörunnar sem fyrirtækið byggir starfsemi sína á er jú afar mikilvæg. Raforkuflutningskerfi eru þekktasta birtingarmynd fyrirbærisins raforka og hún er neikvæð. Hún er ekki bara svolítið neikvæð, hún er svo illa liðin í samfélaginu að það er vart hægt að finna nokkuð svo mikilvægt sem á sama tíma mætir svo mikilli mótspyrnu. En menn láta sér ekki segjast, áfram er vaðið yfir fólk, fjöll og firnindi með slóð efnislegrar og óefnislegrar eyðileggingar í eftirdragi. Fleiri lögfræðingar og fleiri dómsmál er uppskeran. Skyldi þetta skapa jákvæða ímynd af raforku? Jákvæð ímynd vindorku á heimsvísu er ekki tilviljun heldur afrakstur frumkvöðlastarfs sem hófst í Danmörku. Danir enduruppgötvuðu vindorku og þróuðu betri tækni með nútímaverkfræði. Ætli það hefði skilað sama árangri að bjóða fram stálgráar vindmyllur reistar á hægryðgandi stálgrindaflækjum samkvæmt aðferðafræði frá miðri síðustu öld? Halda svo úti áróðri samtímis um að hér fari besta aðferðin og aðrar lausnir borgi sig ekki? Það var ekki sjálfgefið að hvít vindtúrbína á hvítum stofni yrði ein sterkasta táknmynd umhverfisvænnar orku í heiminum. Í stuttu máli byggir árangurinn á nýsköpun, tækniþróun og þekkingu Dana á mörgum sviðum. Slík uppskera krefst framtíðarsýnar. Framtíðarsýn yfirvalda á þessu sviði er mér ráðgáta, en virðist vera þessi: Hendum 100 milljörðum í hugsjónir og arfleifð sem ekki standast kröfur samtímans – hvorki tæknilega né umhverfislega – en setjum um leið einn lítinn sætan milljarð í nýsköpunarfyrirtækin svo þau geti leikið sér fram yfir kosningar. Byggjum á meðan skjaldborg um örfáa sérhagsmunaliða við eftirlaunaaldur, til að tryggja að úreltri 100 milljarða hugmyndafræði þeirra um raforkuflutningskerfi verði örugglega áfram þröngvað upp á samfélagið. Bein ríkisafskipti – s.s. með heimilun á upptöku lands eða skipan vanhæfra sérfræðinga í nefndir – ættu að koma með það sem upp á vantar, svo það sé alveg öruggt að rannsóknir og tækniþróun á samkeppnisforsendum geti ekki stuðlað að framförum á þessu sviði. Einmitt þannig fáum við stöðuna sem upp er komin í starfsumhverfi Landsnets og er fullkomlega rökrétt. Einokun og sérhagsmunagæsla Barack Obama sagði fyrr á árinu: Að gera ekkert er ákvörðun. Einmitt það hefur verið gert; ekkert. Staðan í dag er afleiðing af þeirri stóru ákvörðun. Landsnet er ítrekað staðið að vafasömum vinnubrögðum án þess að við því sé brugðist. Viðvarandi einokun og sérhagsmunagæsla hefur skilað okkur ónothæfum lausnum. Það fyrst og fremst er að valda tjóni í orkuiðnaði. Í stað þess að frjóvga jarðveginn fyrir nýja framtíðarsýn og lausnamiðaða tækniþróun á þessu umdeilda sviði stillir ráðherra sér upp í fremstu varnarlínu sérhagsmunaafla sem ætla að byggja 100 milljarða flutningskerfi á fortíðinni; án þess að uppfylla lögboðnar kröfur. Að orðstír Íslands sé lagður undir á þessum hæpnu forsendum eru mistök. Það þarf að endurskipuleggja starfsumhverfið um flutningskerfi raforku. Eða er ætlunin að sigla áfram sofandi inn í fortíðina? Með öðrum orðum; myndum við í dag byggja nýtt háskólasjúkrahús samkvæmt hugmyndafræði frá miðri síðustu öld? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Rannver Rafnsson Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Alvarleg staða Landsnets var fyrirsjáanleg. Og hún á að öllum líkindum eftir að versna. Fjallað var um þetta í blaðagreinum árið 2012 en Landsnet hafði þá þegar ratað inn á ógæfubrautir. Á fundi með iðnaðarráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur, og skrifstofustjóra iðnaðar, Ingva Má Pálssyni, var sömuleiðis snert á málinu árið 2013. Staðan í dag – ósætti, tafir og óvissa – er rökrétt afleiðing af vinnubrögðum Landsnets, Bakki er bara enn eitt málið í langri röð slíkra mála. Verulegar líkur eru á að Landsnet eigi eftir að skaða íslenskan orkuiðnað enn frekar, óháð hinu fyrirsjáanlega óafturkræfa umhverfistjóni að ógleymdum óumdeildum neikvæðum áhrifum á stærstu atvinnugrein landsins; ferðamannaiðnað. Fólk flest er ekki upplýst um þá staðreynd að Landsnet gerir enn ráð fyrir sínum hefðbundnu lausnum (stálgrindum) í öllum fyrirliggjandi áætlunum um uppbyggingu raforkuflutningskerfisins; 100 milljarða uppbygging flutningskerfa framtíðarinnar verður keyrð áfram á fortíðinni. Jafnvel þótt stærstur hluti samfélagsins sé ósáttur við lausnir Landsnets er engu breytt í þessum efnum. Sem er áhugaverð staðreynd. Ólíklegt verður að teljast að áætlanir Landsnets eins og þær liggja fyrir verði nokkurn tíma samþykktar í samfélaginu. Það kemur ekki í veg fyrir að þær verði barðar í gegn með pólitísku valdi ef að líkum lætur. Áfram vaðið yfir fólk Það ætti ekki að vefjast fyrir Landsvirkjun, móðurfélagi Landsnets, að sjá hvert stefnir nú þegar fyrirtækið hefur komið sér upp vörumerkjasérfræðingi á raforkusviði. Ímynd vörunnar sem fyrirtækið byggir starfsemi sína á er jú afar mikilvæg. Raforkuflutningskerfi eru þekktasta birtingarmynd fyrirbærisins raforka og hún er neikvæð. Hún er ekki bara svolítið neikvæð, hún er svo illa liðin í samfélaginu að það er vart hægt að finna nokkuð svo mikilvægt sem á sama tíma mætir svo mikilli mótspyrnu. En menn láta sér ekki segjast, áfram er vaðið yfir fólk, fjöll og firnindi með slóð efnislegrar og óefnislegrar eyðileggingar í eftirdragi. Fleiri lögfræðingar og fleiri dómsmál er uppskeran. Skyldi þetta skapa jákvæða ímynd af raforku? Jákvæð ímynd vindorku á heimsvísu er ekki tilviljun heldur afrakstur frumkvöðlastarfs sem hófst í Danmörku. Danir enduruppgötvuðu vindorku og þróuðu betri tækni með nútímaverkfræði. Ætli það hefði skilað sama árangri að bjóða fram stálgráar vindmyllur reistar á hægryðgandi stálgrindaflækjum samkvæmt aðferðafræði frá miðri síðustu öld? Halda svo úti áróðri samtímis um að hér fari besta aðferðin og aðrar lausnir borgi sig ekki? Það var ekki sjálfgefið að hvít vindtúrbína á hvítum stofni yrði ein sterkasta táknmynd umhverfisvænnar orku í heiminum. Í stuttu máli byggir árangurinn á nýsköpun, tækniþróun og þekkingu Dana á mörgum sviðum. Slík uppskera krefst framtíðarsýnar. Framtíðarsýn yfirvalda á þessu sviði er mér ráðgáta, en virðist vera þessi: Hendum 100 milljörðum í hugsjónir og arfleifð sem ekki standast kröfur samtímans – hvorki tæknilega né umhverfislega – en setjum um leið einn lítinn sætan milljarð í nýsköpunarfyrirtækin svo þau geti leikið sér fram yfir kosningar. Byggjum á meðan skjaldborg um örfáa sérhagsmunaliða við eftirlaunaaldur, til að tryggja að úreltri 100 milljarða hugmyndafræði þeirra um raforkuflutningskerfi verði örugglega áfram þröngvað upp á samfélagið. Bein ríkisafskipti – s.s. með heimilun á upptöku lands eða skipan vanhæfra sérfræðinga í nefndir – ættu að koma með það sem upp á vantar, svo það sé alveg öruggt að rannsóknir og tækniþróun á samkeppnisforsendum geti ekki stuðlað að framförum á þessu sviði. Einmitt þannig fáum við stöðuna sem upp er komin í starfsumhverfi Landsnets og er fullkomlega rökrétt. Einokun og sérhagsmunagæsla Barack Obama sagði fyrr á árinu: Að gera ekkert er ákvörðun. Einmitt það hefur verið gert; ekkert. Staðan í dag er afleiðing af þeirri stóru ákvörðun. Landsnet er ítrekað staðið að vafasömum vinnubrögðum án þess að við því sé brugðist. Viðvarandi einokun og sérhagsmunagæsla hefur skilað okkur ónothæfum lausnum. Það fyrst og fremst er að valda tjóni í orkuiðnaði. Í stað þess að frjóvga jarðveginn fyrir nýja framtíðarsýn og lausnamiðaða tækniþróun á þessu umdeilda sviði stillir ráðherra sér upp í fremstu varnarlínu sérhagsmunaafla sem ætla að byggja 100 milljarða flutningskerfi á fortíðinni; án þess að uppfylla lögboðnar kröfur. Að orðstír Íslands sé lagður undir á þessum hæpnu forsendum eru mistök. Það þarf að endurskipuleggja starfsumhverfið um flutningskerfi raforku. Eða er ætlunin að sigla áfram sofandi inn í fortíðina? Með öðrum orðum; myndum við í dag byggja nýtt háskólasjúkrahús samkvæmt hugmyndafræði frá miðri síðustu öld? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun