Flokkur fólksins gegn fátækt og spillingu Inga Sæland skrifar 22. september 2016 07:00 Ágæti lesandi. Mér þykir rétt að byrja á að kynna stöðu mína lítillega ásamt þeim hugsjónum sem ég el í brjósti fyrir þá, sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu og berjast í bökkum hvern einasta dag við að ná endum saman. Hugsjónir sem urðu til þess að nú höfum við stofnað Flokk fólksins fyrir alla þá sem vilja berjast gegn mismunun, óréttlæti, lögleysu og fátækt.Lögblindur kandídat í lögfræði Ég er verulega sjónskert og 75% öryrki af þeim sökum. Ég tilheyri þeim hópi sem haldið er undir fátækramörkum og er því vön að neita mér um flest þau veraldlegu gæði sem margir aðrir taka ekki eftir að þeir njóta þar sem þau eru svo sjálfsögð. Ég gleðst eðli málsins samkvæmt fyrir allra hönd sem þurfa ekki að kvíða morgundeginum og vil þess vegna að við njótum öll slíkra lífsgæða en ekki einungis sum. Ég horfi upp á eldri borgara og öryrkja sem sitja við sama borð og ég, þ.e. draga fram lífið á framfærslu undir viðurkenndum fátækramörkum. Ég hef látið mig hafa það, haldandi að ég gæti ekkert aðhafst í stöðunni, en þá vissi ég ekki um fátæku börnin okkar. Það var vitneskjan um þau sem varð til þess að ákvörðun um að stofna Flokk fólksins var tekin. Nú er svo komið að við höfum skorið upp herör gegn valdníðslu, fátækt og spillingu. Við erum komin fram og eigum listabókstafinn F og trúum því að samtakamáttur okkar sé það mikill að okkur eigi að geta borið gæfa til að leiðrétta þá mismunun, þá fátækt og það gífurlega óréttlæti sem við höfum mátt búa við svo allt of lengi.Staðreyndin um fátæku börnin Samkvæmt samantektarskýrslu UNICEF á Íslandi frá því í janúar 2016, þá líður 9,1% íslenskra barna mismikinn skort. Þetta eru samtals 6.107 börn og þar af eru 1.586 þeirra sem líða verulegan skort. Þetta eru börnin sem geta verið svöng þar sem þau hafa ekki nesti með sér í skólann, fá ekki að borða með hinum börnunum í hádeginu af því að foreldri/foreldrar hafa ekki ráð á að greiða fyrir skólamáltíðir. Þetta eru börnin okkar sem fá ekki tækifæri til að stunda íþróttir, læra á hljóðfæri, eignast ný föt, né heldur fylgja eftir því sem talið er falla undir eðlilega framfærslu barna almennt. Þetta eru og börnin okkar sem oftast lifa við hvað erfiðastar aðstæður heima fyrir. Að ríkjandi valdhafar skuli ekki sjá ástæðu til að skera upp herör gegn þessum sorglegu aðstæðum þessara barna er mér með öllu óskiljanlegt.Er eitthvað dýrmætara en börnin okkar? Svarið við spurningunni er einfalt. NEI, það er ekkert dýrmætara en þau. Litla fólkið okkar sem líður hér skort fær aldrei að njóta æskunnar, lifir oft við sult og seyru og virðist gleymast í umræðunni. Þetta eru einstaklingarnir sem eiga hvað mest á hættu að verða utangátta í samfélaginu og lenda upp á kant við lög og reglur. Við megum aldrei gleyma því að þetta er ekki þeim að kenna, þau völdu ekki þetta erfiða hlutskipti sitt og eiga ekki að þurfa að ganga í gegnum æskuna sem eitt stórt refsingartímabil vanlíðunar og óhamingju. Flokkur fólksins vill taka utan um börnin okkar og tryggja það, að ekkert barn á Íslandi sé nokkurn tímann svangt vegna fátæktar.Flokkur fólksins kallar á þig Hjálpumst að við að útrýma fátækt og spillingu. Rekum burt allt okrið, græðgina og valdníðsluna og gerum það saman. Flokkur fólksins vill stokka spilin upp á nýtt og koma á verðlagi hér á landi til samræmis við það sem best þekkist í löndunum í kringum okkur. Flokkur fólksins vill gera öllum kleift að lifa hér með reisn en ekki bara fáum útvöldum auðvaldsgæðingum. Þess vegna er Flokkur fólksins til. Þess vegna er Flokkur fólksins flokkurinn þinn. X við F.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Ágæti lesandi. Mér þykir rétt að byrja á að kynna stöðu mína lítillega ásamt þeim hugsjónum sem ég el í brjósti fyrir þá, sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu og berjast í bökkum hvern einasta dag við að ná endum saman. Hugsjónir sem urðu til þess að nú höfum við stofnað Flokk fólksins fyrir alla þá sem vilja berjast gegn mismunun, óréttlæti, lögleysu og fátækt.Lögblindur kandídat í lögfræði Ég er verulega sjónskert og 75% öryrki af þeim sökum. Ég tilheyri þeim hópi sem haldið er undir fátækramörkum og er því vön að neita mér um flest þau veraldlegu gæði sem margir aðrir taka ekki eftir að þeir njóta þar sem þau eru svo sjálfsögð. Ég gleðst eðli málsins samkvæmt fyrir allra hönd sem þurfa ekki að kvíða morgundeginum og vil þess vegna að við njótum öll slíkra lífsgæða en ekki einungis sum. Ég horfi upp á eldri borgara og öryrkja sem sitja við sama borð og ég, þ.e. draga fram lífið á framfærslu undir viðurkenndum fátækramörkum. Ég hef látið mig hafa það, haldandi að ég gæti ekkert aðhafst í stöðunni, en þá vissi ég ekki um fátæku börnin okkar. Það var vitneskjan um þau sem varð til þess að ákvörðun um að stofna Flokk fólksins var tekin. Nú er svo komið að við höfum skorið upp herör gegn valdníðslu, fátækt og spillingu. Við erum komin fram og eigum listabókstafinn F og trúum því að samtakamáttur okkar sé það mikill að okkur eigi að geta borið gæfa til að leiðrétta þá mismunun, þá fátækt og það gífurlega óréttlæti sem við höfum mátt búa við svo allt of lengi.Staðreyndin um fátæku börnin Samkvæmt samantektarskýrslu UNICEF á Íslandi frá því í janúar 2016, þá líður 9,1% íslenskra barna mismikinn skort. Þetta eru samtals 6.107 börn og þar af eru 1.586 þeirra sem líða verulegan skort. Þetta eru börnin sem geta verið svöng þar sem þau hafa ekki nesti með sér í skólann, fá ekki að borða með hinum börnunum í hádeginu af því að foreldri/foreldrar hafa ekki ráð á að greiða fyrir skólamáltíðir. Þetta eru börnin okkar sem fá ekki tækifæri til að stunda íþróttir, læra á hljóðfæri, eignast ný föt, né heldur fylgja eftir því sem talið er falla undir eðlilega framfærslu barna almennt. Þetta eru og börnin okkar sem oftast lifa við hvað erfiðastar aðstæður heima fyrir. Að ríkjandi valdhafar skuli ekki sjá ástæðu til að skera upp herör gegn þessum sorglegu aðstæðum þessara barna er mér með öllu óskiljanlegt.Er eitthvað dýrmætara en börnin okkar? Svarið við spurningunni er einfalt. NEI, það er ekkert dýrmætara en þau. Litla fólkið okkar sem líður hér skort fær aldrei að njóta æskunnar, lifir oft við sult og seyru og virðist gleymast í umræðunni. Þetta eru einstaklingarnir sem eiga hvað mest á hættu að verða utangátta í samfélaginu og lenda upp á kant við lög og reglur. Við megum aldrei gleyma því að þetta er ekki þeim að kenna, þau völdu ekki þetta erfiða hlutskipti sitt og eiga ekki að þurfa að ganga í gegnum æskuna sem eitt stórt refsingartímabil vanlíðunar og óhamingju. Flokkur fólksins vill taka utan um börnin okkar og tryggja það, að ekkert barn á Íslandi sé nokkurn tímann svangt vegna fátæktar.Flokkur fólksins kallar á þig Hjálpumst að við að útrýma fátækt og spillingu. Rekum burt allt okrið, græðgina og valdníðsluna og gerum það saman. Flokkur fólksins vill stokka spilin upp á nýtt og koma á verðlagi hér á landi til samræmis við það sem best þekkist í löndunum í kringum okkur. Flokkur fólksins vill gera öllum kleift að lifa hér með reisn en ekki bara fáum útvöldum auðvaldsgæðingum. Þess vegna er Flokkur fólksins til. Þess vegna er Flokkur fólksins flokkurinn þinn. X við F.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar