Um plebbaskap og fleira Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 21. september 2016 07:00 Það er löng hefð fyrir því að við opnun nýrra sýninga í listasöfnum landsins taki fjölmiðlar viðtöl við listamenn eða sýningarstjóra og kynna sýningarnar, og eru slík viðtöl oft fræðandi og til þess fallin að hvetja lesendur til að sjá viðkomandi sýningu. Í slíku viðtali við sýningarstjóra Listasafns Íslands sem birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 17. september sl. bregður hins vegar svo við, að kynning á sýningunni sem er tilefni viðtalsins verður að aukaatriði. Þess í stað leggur sýningarstjórinn í orðum sínum mesta áherslu á meint „grjóthart skeytingarleysi“ stjórnvalda um menningarmál og lýsir því yfir að hún upplifi meintan skort á stuðningi stjórnvalda við menningarlífið og menningarstofnanir sem „stríð um menninguna“. Sá blaðamaður sem tók viðtalið bætti um betur í forystugrein Fréttablaðsins mánudaginn 19. september, þar sem hann lýsti meintum ávirðingum stjórnvalda í garð menningarinnar sem „plebbaskap“ og „meðvituðu skeytingarleysi“. Þetta eru stór orð og ljótt, ef satt væri. Af nýlegum könnunum er ljóst að það er mikill vilji í þjóðfélaginu til að auka opinber framlög til heilbrigðismála, menntamála, málefna aldraðra og öryrkja, samgöngumála, o.s.frv. Þörfin fyrir aukin framlög til að þjóna samfélaginu sem best er mikil. Þó menningarmál komist ekki á blað í slíkum könnunum er ljóst að þar þarf að bæta úr ekki síður en í öðrum málaflokkum. En hafa menningarmálin virkilega borið svo skarðan hlut frá borði síðustu ár? Hafa þau borið niðurskurð í ríkisfjármálum árin 2008 og 2009 með meiri þunga en aðrir málaflokkar, og hefur landið risið hægar á ný á því sviði en öðrum? Ef upplýsingar í fjárlögum og ársreikningum ríkisaðila eru skoðaðar kemur í ljós að verðlagsforsendur fjárlaga hafa hækkað um 25% frá árinu 2010 til ársins 2016. Á sama tíma hafa ríkisframlög á nokkrum sviðum menningarmála breyst með eftirfarandi hætti samkvæmt fjárlögum: Framlög til Þjóðleikhússins hafa hækkað úr 707,8 m.kr. í 982,6 m.kr., eða um nær 39%. Framlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa hækkað úr 543,8 m.kr. í 929,2 m.kr., eða um nær 73%. Framlög til kvikmyndasjóða hafa hækkað úr 450 m.kr. í 844,7 m.kr., eða um nær 88%. Framlög til Íslensku óperunnar hafa hækkað úr 140,6 m.kr. í 195,9 m.kr., eða um 39%. Framlög til Bókmenntasjóðs hafa hækkað úr 42,5 m.kr. í 96,6 m.kr., eða um 127%. Framlög til Þjóðminjasafns Íslands hafa hækkað úr 413,3 m.kr. í 687,7 m.kr., eða um 66%. Framlög til Listasafns Íslands hafa hækkað úr 162,4 m.kr. í 236,7 m.kr., eða um nær 46%, auk þess sem benda má á að vegna aukinna sértekna jukust ráðstöfunartekjur safnsins um 35 m.kr. milli áranna 2014 og 2015 skv. ríkisreikningi. Á þessu árabili hafa einnig verið stofnaðir fjórir nýir sjóðir á sviði menningarmála, þ.e. Útflutningssjóður tónlistar, Myndlistarsjóður, Hönnunarsjóður (sem allir tóku til starfa 2013) og Hljóðritunarsjóður tónlistar (tók til starfa 2016), sem á árinu 2016 hafa samanlagt 140 m.kr. til ráðstöfunar til styrkja til listamanna. Auk þess sem stofnaður hefur verið framhaldsskóli í tónlist sem veitir réttindi til stúdentsprófs en það er langþráður draumur fólks í listalífinu að nám í listum sé að fullu lagt að jöfnu við annað nám. Þó hér hafi aðeins verið tiltekin nokkur dæmi má vera ljóst að framlög stjórnvalda á sviði menningarmála hafa í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna aukist umtalsvert umfram almenna verðþróun, auk þess sem stofnað hefur verið til nýrra sjóða og þar með stuðnings við menningarlífið. Ef þessi viðleitni í tíð síðustu tveggja ríkisstjórna telst lýsa „grjóthörðu skeytingarleysi“, „stríði um menninguna“ eða „plebbaskap“ stjórnvalda, þarf væntanlega að endurskoða merkingu ofangreindra orða í íslenskri orðabók.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Það er löng hefð fyrir því að við opnun nýrra sýninga í listasöfnum landsins taki fjölmiðlar viðtöl við listamenn eða sýningarstjóra og kynna sýningarnar, og eru slík viðtöl oft fræðandi og til þess fallin að hvetja lesendur til að sjá viðkomandi sýningu. Í slíku viðtali við sýningarstjóra Listasafns Íslands sem birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 17. september sl. bregður hins vegar svo við, að kynning á sýningunni sem er tilefni viðtalsins verður að aukaatriði. Þess í stað leggur sýningarstjórinn í orðum sínum mesta áherslu á meint „grjóthart skeytingarleysi“ stjórnvalda um menningarmál og lýsir því yfir að hún upplifi meintan skort á stuðningi stjórnvalda við menningarlífið og menningarstofnanir sem „stríð um menninguna“. Sá blaðamaður sem tók viðtalið bætti um betur í forystugrein Fréttablaðsins mánudaginn 19. september, þar sem hann lýsti meintum ávirðingum stjórnvalda í garð menningarinnar sem „plebbaskap“ og „meðvituðu skeytingarleysi“. Þetta eru stór orð og ljótt, ef satt væri. Af nýlegum könnunum er ljóst að það er mikill vilji í þjóðfélaginu til að auka opinber framlög til heilbrigðismála, menntamála, málefna aldraðra og öryrkja, samgöngumála, o.s.frv. Þörfin fyrir aukin framlög til að þjóna samfélaginu sem best er mikil. Þó menningarmál komist ekki á blað í slíkum könnunum er ljóst að þar þarf að bæta úr ekki síður en í öðrum málaflokkum. En hafa menningarmálin virkilega borið svo skarðan hlut frá borði síðustu ár? Hafa þau borið niðurskurð í ríkisfjármálum árin 2008 og 2009 með meiri þunga en aðrir málaflokkar, og hefur landið risið hægar á ný á því sviði en öðrum? Ef upplýsingar í fjárlögum og ársreikningum ríkisaðila eru skoðaðar kemur í ljós að verðlagsforsendur fjárlaga hafa hækkað um 25% frá árinu 2010 til ársins 2016. Á sama tíma hafa ríkisframlög á nokkrum sviðum menningarmála breyst með eftirfarandi hætti samkvæmt fjárlögum: Framlög til Þjóðleikhússins hafa hækkað úr 707,8 m.kr. í 982,6 m.kr., eða um nær 39%. Framlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa hækkað úr 543,8 m.kr. í 929,2 m.kr., eða um nær 73%. Framlög til kvikmyndasjóða hafa hækkað úr 450 m.kr. í 844,7 m.kr., eða um nær 88%. Framlög til Íslensku óperunnar hafa hækkað úr 140,6 m.kr. í 195,9 m.kr., eða um 39%. Framlög til Bókmenntasjóðs hafa hækkað úr 42,5 m.kr. í 96,6 m.kr., eða um 127%. Framlög til Þjóðminjasafns Íslands hafa hækkað úr 413,3 m.kr. í 687,7 m.kr., eða um 66%. Framlög til Listasafns Íslands hafa hækkað úr 162,4 m.kr. í 236,7 m.kr., eða um nær 46%, auk þess sem benda má á að vegna aukinna sértekna jukust ráðstöfunartekjur safnsins um 35 m.kr. milli áranna 2014 og 2015 skv. ríkisreikningi. Á þessu árabili hafa einnig verið stofnaðir fjórir nýir sjóðir á sviði menningarmála, þ.e. Útflutningssjóður tónlistar, Myndlistarsjóður, Hönnunarsjóður (sem allir tóku til starfa 2013) og Hljóðritunarsjóður tónlistar (tók til starfa 2016), sem á árinu 2016 hafa samanlagt 140 m.kr. til ráðstöfunar til styrkja til listamanna. Auk þess sem stofnaður hefur verið framhaldsskóli í tónlist sem veitir réttindi til stúdentsprófs en það er langþráður draumur fólks í listalífinu að nám í listum sé að fullu lagt að jöfnu við annað nám. Þó hér hafi aðeins verið tiltekin nokkur dæmi má vera ljóst að framlög stjórnvalda á sviði menningarmála hafa í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna aukist umtalsvert umfram almenna verðþróun, auk þess sem stofnað hefur verið til nýrra sjóða og þar með stuðnings við menningarlífið. Ef þessi viðleitni í tíð síðustu tveggja ríkisstjórna telst lýsa „grjóthörðu skeytingarleysi“, „stríði um menninguna“ eða „plebbaskap“ stjórnvalda, þarf væntanlega að endurskoða merkingu ofangreindra orða í íslenskri orðabók.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun