Millilandaflug milli Egilsstaða og London undir væntingum Heiðar Lind Hansson skrifar 20. september 2016 07:00 Frá Egilsstaðaflugvelli. vísir/vilhelm Einungis níu flug fóru á milli Egilsstaða og Gatwick-flugvallar í London í sumar. Þetta kemur fram í tölum frá Isavia, en flogið var á tímabilinu 9. júlí til 20. ágúst. Gert var ráð fyrir að ferðirnar yrðu 35 þegar áform um þær voru kynnt í október í fyrra, en fljúga átti á tímabilinu 28. maí til 24. september.María Hjálmarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Austurbrú sem heldur utan um verkefni til eflingar Egilsstaðaflugvelli. Mynd/aðsend.Að sögn Maríu Hjálmarsdóttur, verkefnastjóra hjá Austurbrú, sem heldur utan um verkefni til að efla Egilsstaðaflugvöll er útkoma sumarsins viss vonbrigði og ekki í takt við þær væntingar sem gerðar voru til þess. „Auðvitað eru þetta ákveðin vonbrigði. Við erum samt sem áður ánægð með að flug hafi þó haldist inni,“ segir María sem segir að kannski hafi væntingarnar verið aðeins of miklar í upphafi. Hún segir að vonast hafði verið til að ná allt að 80 prósenta sætanýtingu í fluginu, en niðurstaðan hefði verið undir þeirri tölu. Þó bendir hún á að þeir farþegar sem komu hafi verið ánægðir með áfangastaðinn. María segir að ýmsir þættir hafi orsakað það að færri farþegar sóttust eftir því að fljúga til Egilsstaða frá London. „Í ár voru til dæmis opnaðar fleiri leiðir frá Bretlandi til Keflavíkur, m.a. frá Manchester og Birmingham. Þannig að aðilar þaðan voru kannski ekki að fara að fljúga til Íslands á nýjan áfangastað frá London þar sem þeir gátu notað velli nær þeim. Síðan féll pundið og það hafði sín áhrif,“ segir María sem telur þó að mikilvægt skref hafi verið stigið í sumar til að efla Egilsstaðaflugvöll. Það var breska fyrirtækið Discover the World sem skipulagði flugferðirnar, en ferðaþjónustufyrirtækin Tanni Travel á Eskifirði og Fjallasýn á Húsavík önnuðust sölu þeirra hér á landi. Þá unnu starfsmenn Austurbrúar að markaðsmálum í þágu flugsins á grunni sóknaráætlunar landshluta fyrir Austurland. María segir að sú vinna muni nýtast öðrum flugrekstraraðilum sem hafa áhuga á að fljúga til og frá Egilsstöðum. Ekki er ljóst hvort framhald verður á millilandafluginu, en viðræður standa nú yfir við Discover the World og fleiri aðila. „Það er verið að skoða flug strax í apríl fyrir skólahópa, en það er ekki 100 prósent staðfest. Einnig er verið að skoða sams konar flug í október næsta ári. Allt annað er í skoðun,“ segir María. „Það er fullur stuðningur á svæðinu við áframhaldandi þróun verkefnisins. Heimamenn telja mikilvægt að fleiri gáttir séu nýttar í flugi inn í landið, t.d. á stöðum eins og á Akureyri og Egilsstöðum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Einungis níu flug fóru á milli Egilsstaða og Gatwick-flugvallar í London í sumar. Þetta kemur fram í tölum frá Isavia, en flogið var á tímabilinu 9. júlí til 20. ágúst. Gert var ráð fyrir að ferðirnar yrðu 35 þegar áform um þær voru kynnt í október í fyrra, en fljúga átti á tímabilinu 28. maí til 24. september.María Hjálmarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Austurbrú sem heldur utan um verkefni til eflingar Egilsstaðaflugvelli. Mynd/aðsend.Að sögn Maríu Hjálmarsdóttur, verkefnastjóra hjá Austurbrú, sem heldur utan um verkefni til að efla Egilsstaðaflugvöll er útkoma sumarsins viss vonbrigði og ekki í takt við þær væntingar sem gerðar voru til þess. „Auðvitað eru þetta ákveðin vonbrigði. Við erum samt sem áður ánægð með að flug hafi þó haldist inni,“ segir María sem segir að kannski hafi væntingarnar verið aðeins of miklar í upphafi. Hún segir að vonast hafði verið til að ná allt að 80 prósenta sætanýtingu í fluginu, en niðurstaðan hefði verið undir þeirri tölu. Þó bendir hún á að þeir farþegar sem komu hafi verið ánægðir með áfangastaðinn. María segir að ýmsir þættir hafi orsakað það að færri farþegar sóttust eftir því að fljúga til Egilsstaða frá London. „Í ár voru til dæmis opnaðar fleiri leiðir frá Bretlandi til Keflavíkur, m.a. frá Manchester og Birmingham. Þannig að aðilar þaðan voru kannski ekki að fara að fljúga til Íslands á nýjan áfangastað frá London þar sem þeir gátu notað velli nær þeim. Síðan féll pundið og það hafði sín áhrif,“ segir María sem telur þó að mikilvægt skref hafi verið stigið í sumar til að efla Egilsstaðaflugvöll. Það var breska fyrirtækið Discover the World sem skipulagði flugferðirnar, en ferðaþjónustufyrirtækin Tanni Travel á Eskifirði og Fjallasýn á Húsavík önnuðust sölu þeirra hér á landi. Þá unnu starfsmenn Austurbrúar að markaðsmálum í þágu flugsins á grunni sóknaráætlunar landshluta fyrir Austurland. María segir að sú vinna muni nýtast öðrum flugrekstraraðilum sem hafa áhuga á að fljúga til og frá Egilsstöðum. Ekki er ljóst hvort framhald verður á millilandafluginu, en viðræður standa nú yfir við Discover the World og fleiri aðila. „Það er verið að skoða flug strax í apríl fyrir skólahópa, en það er ekki 100 prósent staðfest. Einnig er verið að skoða sams konar flug í október næsta ári. Allt annað er í skoðun,“ segir María. „Það er fullur stuðningur á svæðinu við áframhaldandi þróun verkefnisins. Heimamenn telja mikilvægt að fleiri gáttir séu nýttar í flugi inn í landið, t.d. á stöðum eins og á Akureyri og Egilsstöðum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira